Pistillinn: Vítaspyrnukeppni – algjör heppni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2012 07:00 Petr Cech fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu með Chelsea. „Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfaldlega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í vítaspyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knattspyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framlengingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að vítaspyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á vítaspyrnukeppnir sem algjört lottó. Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Sjá meira
„Þegar leikir fara í vítaspyrnukeppni er um happdrætti að ræða. Heppnin var einfaldlega með okkur í kvöld," sagði knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo að loknum dramatískum sigri Chelsea á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Petr Cech, markvörður Chelsea, fór í rétt horn í öllum spyrnum Bæjara í leiknum. Heppni? Prófaðu að kasta upp 50 krónu peningi og athuga hvað það tekur þig langan tíma að fá upp krabba sex sinnum í röð. Kannski er best að þú hellir upp á kaffi áður en þú byrjar. Tékkneski markvörðurinn hafði horft á allar vítaspyrnur þýska liðsins frá árinu 2007 í aðdraganda leiksins og var einfaldlega klár í slaginn þegar kom að keppninni. Að tapa úrslitaleik í stórmóti í vítaspyrnukeppni er súr niðurstaða fyrir tapliðið en betri lausn er ófundin. Sú var tíðin að hlutkesti var varpað um það hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir framlengingu. Ég þekki engan sem telur það sanngjarnari lausn en vítaspyrnukeppni. Þar ræður heppni för en í vítaspyrnukeppni reynir, líkt og í leiknum sjálfum, á knattspyrnuhæfileika leikmanna undir pressu. Jupp Heynckes, stjóra Bayern München, brá í brún þegar hann hóaði mannskap sínum saman fyrir vítaspyrnukeppnina. Leikmenn hans þráuðust við að fara á punktinn. Þýska stálið reyndist stökkara en menn höfðu reiknað með. Ummerki um það sáust raunar í framlengingunni þegar Bastian Schweinsteiger, holdgervingur hins sjálfsörugga Þjóðverja, horfði undan er samherji hans tók vítaspyrnu. Það kom vafalítið fleirum en mér ekkert á óvart þegar víti Schweinsteiger í keppninni var varið. Yngri leikmenn skora frekar í vítaspyrnukeppnum og óþreyttari varamenn einnig. Fyrstu spyrnur keppninnar rata frekar í netið en þær síðari eða þær sem teknar eru í bráðabana. Allt er þetta staðfesting á því að vítaspyrnukeppnir snúist ekki um heppni. Sýnum knattspyrnunni meiri virðingu en svo að líta á vítaspyrnukeppnir sem algjört lottó.
Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Sjá meira