Pistillinn: Þér er boðið í stærstu veislu ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 26. maí 2012 06:00 Guðjón Valur fagnar eftir sigur á Barcelona í átta liða úrslitum. mynd/AG Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tímabilinu enda liðið þegar unnið tvöfalt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn DagurFyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evrópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hvað Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðarlínunni en baráttu leikmanna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi?Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru fulltrúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahandbolti hefur upp á að bjóða. Pistillinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tímabilinu enda liðið þegar unnið tvöfalt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn DagurFyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evrópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hvað Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðarlínunni en baráttu leikmanna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi?Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru fulltrúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahandbolti hefur upp á að bjóða.
Pistillinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira