Glitnir stefnir tugum og vill tuttugu milljarða króna 30. maí 2012 06:00 Þrotabú stóru bankanna munu halda kröfuhafafundi á næstunni. Á myndinni eru Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson. fréttablaðið/pjetur Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir málin snúast um að endurheimta greiðslur sem þrotabú bankans telur að hafi mismunað kröfuhöfum. „Riftunarreglur eru hlutlægar og eiga að tryggja jafnræði. Með þessum málshöfðunum er verið að leiðrétta ef einhver hefur fengið greiðslur sem voru til dæmis ekki á gjalddaga stuttu fyrir gjaldþrot bankans, sem undir eðlilegum kringumstæðum gætu verið eðlilegar greiðslur, þá er verið að vinda ofan af þeim. Það er verið að tryggja jafnræði kröfuhafa með því að höfða riftunarmál. Það er verið að tryggja að allir kröfuhafar sem eru í sama flokki fái sömu úthlutun og sitji við sama borð. Í þessum tilvikum er aðallega verið að höfða mál gegn íslenskum og erlendum fjármálastofnunum. Það eru engir einstaklingar í þessum hópi, en við höfum áður höfðað mál gegn einstaklingum." Málin eru höfðuð á grundvelli lagabreytingar sem var samþykkt á Alþingi í október 2011. Þar var slitastjórnum föllnu bankanna gert kleift að höfða riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimili, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Samhliða þessari lagabreytingu var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði frá því að kröfulýsingarfrestur rann út. Lagabreytingin síðasta haust kom í kjölfar þess að slitastjórn Landsbankans tapaði máli gegn spænskum banka, Banco del Gottardo S.A., sem hafði keypt skuldabréf af Landsbankanum í ársbyrjun 2007 á eina milljón evra, um 163 milljónir króna á virði dagsins í dag. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008 en fjórum dögum áður en Landsbankinn féll, þann 3. október 2008, keypti bankinn skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningi vildi slitastjórnin rifta vegna þess að bréfið var ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði þeirri kröfu og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir málin snúast um að endurheimta greiðslur sem þrotabú bankans telur að hafi mismunað kröfuhöfum. „Riftunarreglur eru hlutlægar og eiga að tryggja jafnræði. Með þessum málshöfðunum er verið að leiðrétta ef einhver hefur fengið greiðslur sem voru til dæmis ekki á gjalddaga stuttu fyrir gjaldþrot bankans, sem undir eðlilegum kringumstæðum gætu verið eðlilegar greiðslur, þá er verið að vinda ofan af þeim. Það er verið að tryggja jafnræði kröfuhafa með því að höfða riftunarmál. Það er verið að tryggja að allir kröfuhafar sem eru í sama flokki fái sömu úthlutun og sitji við sama borð. Í þessum tilvikum er aðallega verið að höfða mál gegn íslenskum og erlendum fjármálastofnunum. Það eru engir einstaklingar í þessum hópi, en við höfum áður höfðað mál gegn einstaklingum." Málin eru höfðuð á grundvelli lagabreytingar sem var samþykkt á Alþingi í október 2011. Þar var slitastjórnum föllnu bankanna gert kleift að höfða riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimili, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Samhliða þessari lagabreytingu var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði frá því að kröfulýsingarfrestur rann út. Lagabreytingin síðasta haust kom í kjölfar þess að slitastjórn Landsbankans tapaði máli gegn spænskum banka, Banco del Gottardo S.A., sem hafði keypt skuldabréf af Landsbankanum í ársbyrjun 2007 á eina milljón evra, um 163 milljónir króna á virði dagsins í dag. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008 en fjórum dögum áður en Landsbankinn féll, þann 3. október 2008, keypti bankinn skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningi vildi slitastjórnin rifta vegna þess að bréfið var ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði þeirri kröfu og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira