Tekjur ríkis aukast en útgjöldin einnig 12. júní 2012 06:15 mannlíf Íslendingar greiða átta milljörðum krónum meira í tekjuskatt á fyrsta ársfjórðungi 2012 en fyrsta ársfjórðungi 2011. Launakostnaður ríkisins hefur hækkað um rúma fimm milljarða.fréttablaðið/anton Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. Þetta má sjá í tölum frá Hagstofu Íslands. Tekjuhallinn nam 1,9 prósentum af landsframleiðslu ársfjórðungsins, eða 4,6 prósentum af tekjum hins opinbera. Heildartekjur ríkisins jukust um rúm 11 prósent á milli ára, úr 160,8 milljörðum í 178,7. Það skýrist helst af átta milljarða króna aukningu í tekjusköttum, fjögurra milljarða aukningu í vöru- og þjónustusköttum og tveggja milljarða aukningu í rekstrartekjum. Útgjöld ríkisins hækkuðu hins vegar um 8,2 prósent á sama tíma, fóru úr 172,6 milljörðum í 186,7. Hækkunin skýrist aðallega af hærri launakostnaði sem nemur rúmum fimm milljörðum, 3,3 milljarða króna hækkun í kaupum á vöru og þjónustu, þriggja milljarða hækkun á vaxtakostnaði og 2,2 milljarða hækkun á félagslegum tilfærslum til heimila. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar sýna að þróunin sé í þá átt sem stefnt var að. Ekkert í þessum tölum bendi til annars en áætlanir um jöfnuð í ríkisfjármálum séu byggðar á lofti. „Hugmyndin var að ná niður hallanum beggja vegna frá," segir hann, og vísar til aukinna tekna og lægri útgjalda. „Útgjöldin hækka hins vegar að hluta til í takt við verðbólguna. Það þarf að láta tekjurnar hækka meira en útgjöldin." Þá hafi launaútgjöld hækkað mjög mikið, en því hafi aðilar kjarasamninga stjórnað á sínum tíma. Þórólfur segir stefna í rétta átt og ástandið sé mun betra hér en sjáist víða annars staðar. Það hái Íslandi einnig að þurfa að hafa stóran gjaldeyrisvarasjóð, en það fylgi því að vera með eigin gjaldmiðil. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. Þetta má sjá í tölum frá Hagstofu Íslands. Tekjuhallinn nam 1,9 prósentum af landsframleiðslu ársfjórðungsins, eða 4,6 prósentum af tekjum hins opinbera. Heildartekjur ríkisins jukust um rúm 11 prósent á milli ára, úr 160,8 milljörðum í 178,7. Það skýrist helst af átta milljarða króna aukningu í tekjusköttum, fjögurra milljarða aukningu í vöru- og þjónustusköttum og tveggja milljarða aukningu í rekstrartekjum. Útgjöld ríkisins hækkuðu hins vegar um 8,2 prósent á sama tíma, fóru úr 172,6 milljörðum í 186,7. Hækkunin skýrist aðallega af hærri launakostnaði sem nemur rúmum fimm milljörðum, 3,3 milljarða króna hækkun í kaupum á vöru og þjónustu, þriggja milljarða hækkun á vaxtakostnaði og 2,2 milljarða hækkun á félagslegum tilfærslum til heimila. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar sýna að þróunin sé í þá átt sem stefnt var að. Ekkert í þessum tölum bendi til annars en áætlanir um jöfnuð í ríkisfjármálum séu byggðar á lofti. „Hugmyndin var að ná niður hallanum beggja vegna frá," segir hann, og vísar til aukinna tekna og lægri útgjalda. „Útgjöldin hækka hins vegar að hluta til í takt við verðbólguna. Það þarf að láta tekjurnar hækka meira en útgjöldin." Þá hafi launaútgjöld hækkað mjög mikið, en því hafi aðilar kjarasamninga stjórnað á sínum tíma. Þórólfur segir stefna í rétta átt og ástandið sé mun betra hér en sjáist víða annars staðar. Það hái Íslandi einnig að þurfa að hafa stóran gjaldeyrisvarasjóð, en það fylgi því að vera með eigin gjaldmiðil. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira