Tilfinningarík og persónuleg Trausti Júlíusson skrifar 13. júní 2012 20:00 Söngkonan Buika heillaði tónleikagesti Hörpunnar í síðustu viku. Tónleikar. Buika. Listahátíð – Harpa Eldborg 9. júní. Það var ólík sýn sem beið manns þegar maður gekk inn í Elborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, heldur en á tónleikum Bryans Ferry um daginn eða á Hljómskálatónleikunum. Á sviðinu voru bara tveir stólar, eitt lítið borð með drykkjum á, þrír hljóðnemar og nokkrir litlir sviðshátalarar. Engar græjustæður og engin sérútbúin sviðsmynd. Þegar Buika hafði komið sér fyrir á sviðinu ásamt hljóðfæraleikurunum sínum tveimur, kassagítarleikara og slagverksleikara, þá rann upp fyrir manni að hún og röddin hennar þyrftu að halda alveg uppi þessum tónleikum. Það væri ekki hægt að fela sig á bak við eitt eða neitt. Strax á eftir fyrsta laginu útskýrði Buika að hún hefði orðið að fresta tónleikunum, sem áttu upphaflega að vera 3. júní, vegna slæmra veikinda og bætti því við að hún væri nýhætt með kærastanum: „Röddin er ekki alveg hundrað prósent og hjartað er skaddað, en hugurinn og þrekið hafa aldrei verið sterkari." Þrátt fyrir viðkvæma rödd og einfalt undirspil þá skilaði Buika sínu með miklum tilþrifum á laugardagskvöldið. Hún hefur mjög sérstaka rödd og sterka sviðsnærveru. Hún var mjög persónuleg; talaði mikið við tónleikagesti um sig og sín mál, söng af mikilli tilfinningu og innlifun og hreyfingar hennar og dansar á sviðinu voru fullir af ástríðu. Tónlist Buiku er sambland af flamenco-tónlist, suður-amerískri tónlist, sálartónlist og djassi, þó að djassinn sé meira áberandi hjá henni þegar hún spilar með píanóleikara. Buika söng lögin sín af innlifun á laugardagskvöldið, en hún var líka mjög skemmtileg á sviðinu. Hún kallaði „Hvað, ertu að fara?" á eftir tónleikagesti sem stóð upp til að yfirgefa salinn og hætti ekki fyrr en hún hafði fengið það staðfest frá honum að hann kæmi aftur, hún tók nokkrar myndir af gítarleikaranum sínum í einu laginu og hún leyfði sér að stoppa í miðju kafi til þess að laga fleginn kjólinn og biðjast afsökunar á því að það sæist of mikið í brjóstin á henni. Og allt gerði hún þetta með breiðu brosi og hlýlegu og glampandi augnaráði. Listahátíð hefur fyrir reglu að bjóða upp á allavega einn heimstónlistarviðburð á hverri hátíð. Það er mjög mikilvæg og góð regla. Tónleikarnir með Buiku voru frábærir. Þeir voru óvenju persónulegir og ólíkir flestu öðru sem maður hefur upplifað. Án Listahátíðar hefðu þeir sennilega aldrei farið fram. Niðurstaða: Spænska söngkonan Buika heillaði tónleikagesti í Hörpu á laugardagskvöldið með tilfinningaríkum söng og skemmtilegri sviðsframkomu. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónleikar. Buika. Listahátíð – Harpa Eldborg 9. júní. Það var ólík sýn sem beið manns þegar maður gekk inn í Elborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, heldur en á tónleikum Bryans Ferry um daginn eða á Hljómskálatónleikunum. Á sviðinu voru bara tveir stólar, eitt lítið borð með drykkjum á, þrír hljóðnemar og nokkrir litlir sviðshátalarar. Engar græjustæður og engin sérútbúin sviðsmynd. Þegar Buika hafði komið sér fyrir á sviðinu ásamt hljóðfæraleikurunum sínum tveimur, kassagítarleikara og slagverksleikara, þá rann upp fyrir manni að hún og röddin hennar þyrftu að halda alveg uppi þessum tónleikum. Það væri ekki hægt að fela sig á bak við eitt eða neitt. Strax á eftir fyrsta laginu útskýrði Buika að hún hefði orðið að fresta tónleikunum, sem áttu upphaflega að vera 3. júní, vegna slæmra veikinda og bætti því við að hún væri nýhætt með kærastanum: „Röddin er ekki alveg hundrað prósent og hjartað er skaddað, en hugurinn og þrekið hafa aldrei verið sterkari." Þrátt fyrir viðkvæma rödd og einfalt undirspil þá skilaði Buika sínu með miklum tilþrifum á laugardagskvöldið. Hún hefur mjög sérstaka rödd og sterka sviðsnærveru. Hún var mjög persónuleg; talaði mikið við tónleikagesti um sig og sín mál, söng af mikilli tilfinningu og innlifun og hreyfingar hennar og dansar á sviðinu voru fullir af ástríðu. Tónlist Buiku er sambland af flamenco-tónlist, suður-amerískri tónlist, sálartónlist og djassi, þó að djassinn sé meira áberandi hjá henni þegar hún spilar með píanóleikara. Buika söng lögin sín af innlifun á laugardagskvöldið, en hún var líka mjög skemmtileg á sviðinu. Hún kallaði „Hvað, ertu að fara?" á eftir tónleikagesti sem stóð upp til að yfirgefa salinn og hætti ekki fyrr en hún hafði fengið það staðfest frá honum að hann kæmi aftur, hún tók nokkrar myndir af gítarleikaranum sínum í einu laginu og hún leyfði sér að stoppa í miðju kafi til þess að laga fleginn kjólinn og biðjast afsökunar á því að það sæist of mikið í brjóstin á henni. Og allt gerði hún þetta með breiðu brosi og hlýlegu og glampandi augnaráði. Listahátíð hefur fyrir reglu að bjóða upp á allavega einn heimstónlistarviðburð á hverri hátíð. Það er mjög mikilvæg og góð regla. Tónleikarnir með Buiku voru frábærir. Þeir voru óvenju persónulegir og ólíkir flestu öðru sem maður hefur upplifað. Án Listahátíðar hefðu þeir sennilega aldrei farið fram. Niðurstaða: Spænska söngkonan Buika heillaði tónleikagesti í Hörpu á laugardagskvöldið með tilfinningaríkum söng og skemmtilegri sviðsframkomu.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira