Vill íslenska hljómsveit á tónleikaferð erlendis 16. júní 2012 07:00 grant og félagar John Grant á tónleikunum í hádeginu í gær ásamt Arnari Geir, Pétri og Jakobi Smára.fréttablaðið/gva Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant vill fá Íslendingana sem spila með honum á nýrri sólóplötu hans til að fara með sér í tónleikaferð erlendis. „Mig langar að fá þá með mér en menn eru með fjölskyldur og að sinna sínu lífi. Þeir vilja samt koma með mér og ég vona að það gangi upp," segir Grant. Hljómsveitin er skipuð trommaranum Arnari Geir Ómarssyni, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara. „Maður fær ekki betri náunga með sér. Þeir eru algjörir fagmenn en það mikilvægasta er hversu góðar manneskjur þeir eru og ég næ mjög góðum tengslum við þá. Helminginn af tímanum sem við eyðum saman erum við hlæjandi og í góðum gír," segir hann um hljómsveitina sína, sem spilar einnig með honum á tónleikum í Háskólabíói 19. júlí. Enn eru til miðar á þá. Íslandsvinurinn er að ljúka upptökum á plötunni hér á landi í samstarfi við Bigga veiru úr GusGus og er hún væntanleg í verslanir í janúar. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark, fékk glimrandi góðar viðtökur og var meðal annars valin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Mojo. Grant er með landvistarleyfi á Íslandi þangað til í haust. Þá ætlar hann að fljúga heim til sín í Colorado og hitta bróður sinn og systur sem búa þar. Hann segir ótrúlega gott að búa á Íslandi, bæði séu Íslendingar öðruvísi en annað fólk og einnig er hann ánægður með hvernig Íslendingar taka á málum tengdum samkynhneigð. „Þeir líta ekki á hana sem eitthvað tiltökumál og það er algjörlega frábært." Grant spilaði ásamt hljómsveit sinni á stuttum tónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í hádeginu í gær. Þar söng hann fjögur lög, þar á meðal Ástarsorg eftir Jóhann Helgason. Honum fórst það mjög vel úr hendi og greinlegt að hann hefur lagt hart að sér í íslenskunámi sínu. „Ég ætla að taka upp Ástarsorg og setja það á plötuna. Biggi veira spilaði það fyrir mig í hljóðverinu og ég tengdi virkilega mikið við þetta lag. Það er svo fallegt og hljómagangurinn er æðislegur." freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant vill fá Íslendingana sem spila með honum á nýrri sólóplötu hans til að fara með sér í tónleikaferð erlendis. „Mig langar að fá þá með mér en menn eru með fjölskyldur og að sinna sínu lífi. Þeir vilja samt koma með mér og ég vona að það gangi upp," segir Grant. Hljómsveitin er skipuð trommaranum Arnari Geir Ómarssyni, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara. „Maður fær ekki betri náunga með sér. Þeir eru algjörir fagmenn en það mikilvægasta er hversu góðar manneskjur þeir eru og ég næ mjög góðum tengslum við þá. Helminginn af tímanum sem við eyðum saman erum við hlæjandi og í góðum gír," segir hann um hljómsveitina sína, sem spilar einnig með honum á tónleikum í Háskólabíói 19. júlí. Enn eru til miðar á þá. Íslandsvinurinn er að ljúka upptökum á plötunni hér á landi í samstarfi við Bigga veiru úr GusGus og er hún væntanleg í verslanir í janúar. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark, fékk glimrandi góðar viðtökur og var meðal annars valin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Mojo. Grant er með landvistarleyfi á Íslandi þangað til í haust. Þá ætlar hann að fljúga heim til sín í Colorado og hitta bróður sinn og systur sem búa þar. Hann segir ótrúlega gott að búa á Íslandi, bæði séu Íslendingar öðruvísi en annað fólk og einnig er hann ánægður með hvernig Íslendingar taka á málum tengdum samkynhneigð. „Þeir líta ekki á hana sem eitthvað tiltökumál og það er algjörlega frábært." Grant spilaði ásamt hljómsveit sinni á stuttum tónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í hádeginu í gær. Þar söng hann fjögur lög, þar á meðal Ástarsorg eftir Jóhann Helgason. Honum fórst það mjög vel úr hendi og greinlegt að hann hefur lagt hart að sér í íslenskunámi sínu. „Ég ætla að taka upp Ástarsorg og setja það á plötuna. Biggi veira spilaði það fyrir mig í hljóðverinu og ég tengdi virkilega mikið við þetta lag. Það er svo fallegt og hljómagangurinn er æðislegur." freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“