Veiðigjaldið kom fyrir löngu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 18. júní 2012 06:00 Veiðigjald er komið á fyrir löngu í sjávarútveginum. Það gerðu útvegsmenn sjálfir. Viðskipti með veiðiheimildir eru umfangsmiklar og verðið afar hátt. Veltan nemur tugum milljarða króna á hverju ári. Tekjurnar renna nær eingöngu til handhafa veiðiheimildanna. Stjórnarflokkarnir hyggjast auka hlut ríkissjóðs úr 9,46 kr. fyrir kíló af þorski í 37 kr. fyrir veiðileyfið og hækka það svo í 54 kr. eftir þrjú ár. Útgerðarfyrirtækin sjálf krefjast um 300 kr. í endurgjald fyrir réttinn. Það er áttfalt veiðigjald. Hlutur þeirra í tekjunum er 97% og lækkar í 82% með áformum stjórnvalda. Hlutur ríkisins verður ekki talinn mikill. Á síðasta fiskveiðiári voru 44% aflamarksins flutt á milli skipa. Viðskipti milli óskyldra aðila námu 76 þúsundum tonna. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti í maí 2010 skýrslu um markaðinn með veiðiheimildir. Telur stofnunin að hann sé skilvirkur og verðlagið endurspegli fjárhagslega getu fyrirtækjanna til þess að greiða fyrir veiðiréttinn. Bent er á að kvótalitlar og kvótalausar útgerðir séu stórtækar á markaðnum fyrir leigukvóta. Hlutur þeirra var fiskveiðiárið 2008/9 um 35% af öllum leigukvóta í þorski og ýsu það ár. Nýlegri upplýsingar eru ekki handbærar, en miðað við þetta hlutfall leigðu kvótalitlar eða kvótalausar útgerðir til sín og veiddu um 15.000 tonn af þorski og 10.000 tonn af ýsu á síðasta fiskveiðiári. Þær greiddu í veiðigjald 60-80% af verðinu, sem fæst fyrir fiskinn á fiskmarkaði. Stóru útgerðirnar, Samherji, HB Grandi og Brim, leggja á allt að 80% veiðigjald í krafti úrelts úthlutunarkerfis og kvótamarkaðar, sem LÍÚ rekur. Þótt ríkið auki hlut sinn í veiðigjaldinu hækkar kvótaverðið ekki. Leigjendur verða jafnsettir. Hagnaður af framsalinu verður eftir sem áður mjög mikill eða þrefalt meiri en af veiðum. Þeir, sem eftir hækkun veiðigjaldsins kaupa veiðirétt til langs tíma, aflahlutdeild, verða líka jafnsettir. Verði tekið tillit til fjárskuldbindinga vegna keyptra aflahlutdeilda raskar hækkun veiðigjaldsins ekki forsendum kaupanna. Það er löngu tímabært að framsal veiðiheimilda verði fremur tekjustofn hins opinbera en fáeinna útgerðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Veiðigjald er komið á fyrir löngu í sjávarútveginum. Það gerðu útvegsmenn sjálfir. Viðskipti með veiðiheimildir eru umfangsmiklar og verðið afar hátt. Veltan nemur tugum milljarða króna á hverju ári. Tekjurnar renna nær eingöngu til handhafa veiðiheimildanna. Stjórnarflokkarnir hyggjast auka hlut ríkissjóðs úr 9,46 kr. fyrir kíló af þorski í 37 kr. fyrir veiðileyfið og hækka það svo í 54 kr. eftir þrjú ár. Útgerðarfyrirtækin sjálf krefjast um 300 kr. í endurgjald fyrir réttinn. Það er áttfalt veiðigjald. Hlutur þeirra í tekjunum er 97% og lækkar í 82% með áformum stjórnvalda. Hlutur ríkisins verður ekki talinn mikill. Á síðasta fiskveiðiári voru 44% aflamarksins flutt á milli skipa. Viðskipti milli óskyldra aðila námu 76 þúsundum tonna. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti í maí 2010 skýrslu um markaðinn með veiðiheimildir. Telur stofnunin að hann sé skilvirkur og verðlagið endurspegli fjárhagslega getu fyrirtækjanna til þess að greiða fyrir veiðiréttinn. Bent er á að kvótalitlar og kvótalausar útgerðir séu stórtækar á markaðnum fyrir leigukvóta. Hlutur þeirra var fiskveiðiárið 2008/9 um 35% af öllum leigukvóta í þorski og ýsu það ár. Nýlegri upplýsingar eru ekki handbærar, en miðað við þetta hlutfall leigðu kvótalitlar eða kvótalausar útgerðir til sín og veiddu um 15.000 tonn af þorski og 10.000 tonn af ýsu á síðasta fiskveiðiári. Þær greiddu í veiðigjald 60-80% af verðinu, sem fæst fyrir fiskinn á fiskmarkaði. Stóru útgerðirnar, Samherji, HB Grandi og Brim, leggja á allt að 80% veiðigjald í krafti úrelts úthlutunarkerfis og kvótamarkaðar, sem LÍÚ rekur. Þótt ríkið auki hlut sinn í veiðigjaldinu hækkar kvótaverðið ekki. Leigjendur verða jafnsettir. Hagnaður af framsalinu verður eftir sem áður mjög mikill eða þrefalt meiri en af veiðum. Þeir, sem eftir hækkun veiðigjaldsins kaupa veiðirétt til langs tíma, aflahlutdeild, verða líka jafnsettir. Verði tekið tillit til fjárskuldbindinga vegna keyptra aflahlutdeilda raskar hækkun veiðigjaldsins ekki forsendum kaupanna. Það er löngu tímabært að framsal veiðiheimilda verði fremur tekjustofn hins opinbera en fáeinna útgerðarmanna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun