Papparassar í eltingarleik við Tom Cruise á Íslandi 22. júní 2012 13:00 Þeir Paul Hennessy og Ian Lawrence hafa unnið lengi við að elta stórstjörnur út um allan heim og eru nú að reyna að ná góðum myndum af Tom Cruise á meðan hann er staddur hér á landi ið tökur á Oblivion. Paul segir að helsta dyggð paparazzi-ljósmyndarans sé þolinmæði. „Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir „paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum. „Við komum hingað í byrjun vikunnar en þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við elskum náttúrufegurðina og þá sérstaklega birtuna. Það er yndislegt á Íslandi og okkur hefur verið vel tekið en við erum hérna fyrst og fremst til að græða peninga," segir Hennessy en þeir náðu fyrstu myndunum af Cruise á miðvikudagskvöldið er leikarinn kom heim eftir tökudag á Mývatnsöræfum. Hennessy kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd. „Maður ferðast mikið í þessu starfi og upplifir miklar andstæður – það var 32 stiga hiti í Tyrklandi og hér á Akureyri eru 12 stig núna." Ljósmyndararnir vinna báðir á eigin vegum og selja myndir sínar svo til alþjóðlegra fréttaveita og myndabanka. Hennessy hefur verið í þessu starfi í fimmtán ár og líkar vel. Þeir hafa áður tekið myndir af Cruise og fjölskyldu hans en Lawrence náði góðri mynd af leikaranum er hann giftist eiginkonu sinni, Katie Holmes, á Ítalíu og seldi á 100 þúsund dali, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. „Það er meðalverð fyrir góða fréttamynd. Ég fékk svipaða upphæð fyrir myndir sem ég tók af Brad Pitt og Angelinu Jolie í fríi í Afríku fyrir nokkrum árum," segir Hennessy sem viðurkennir að maður verði að hafa þykkan skráp í starfinu enda eru þeir vanir að kljást við öryggisverði. „Ég held að ég hafi komið í flest fangelsi í heiminum en þegar allt kemur til alls eru þetta bara ljósmyndir — ekki glæpur aldarinnar." Hennessy og Lawrence stefna á að dvelja á landinu fram í byrjun júlí og ætla að sjálfsögðu að reyna að ná myndum af 50 ára afmælisveislu Cruise þann 3. júlí, ef af henni verður. „Enn er ekkert staðfest um hvernig hann heldur upp á afmælið en ef það verður veisla þá verðum við á staðnum að taka myndir." alfrun@frettabladid.is Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
„Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir „paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum. „Við komum hingað í byrjun vikunnar en þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við elskum náttúrufegurðina og þá sérstaklega birtuna. Það er yndislegt á Íslandi og okkur hefur verið vel tekið en við erum hérna fyrst og fremst til að græða peninga," segir Hennessy en þeir náðu fyrstu myndunum af Cruise á miðvikudagskvöldið er leikarinn kom heim eftir tökudag á Mývatnsöræfum. Hennessy kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd. „Maður ferðast mikið í þessu starfi og upplifir miklar andstæður – það var 32 stiga hiti í Tyrklandi og hér á Akureyri eru 12 stig núna." Ljósmyndararnir vinna báðir á eigin vegum og selja myndir sínar svo til alþjóðlegra fréttaveita og myndabanka. Hennessy hefur verið í þessu starfi í fimmtán ár og líkar vel. Þeir hafa áður tekið myndir af Cruise og fjölskyldu hans en Lawrence náði góðri mynd af leikaranum er hann giftist eiginkonu sinni, Katie Holmes, á Ítalíu og seldi á 100 þúsund dali, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. „Það er meðalverð fyrir góða fréttamynd. Ég fékk svipaða upphæð fyrir myndir sem ég tók af Brad Pitt og Angelinu Jolie í fríi í Afríku fyrir nokkrum árum," segir Hennessy sem viðurkennir að maður verði að hafa þykkan skráp í starfinu enda eru þeir vanir að kljást við öryggisverði. „Ég held að ég hafi komið í flest fangelsi í heiminum en þegar allt kemur til alls eru þetta bara ljósmyndir — ekki glæpur aldarinnar." Hennessy og Lawrence stefna á að dvelja á landinu fram í byrjun júlí og ætla að sjálfsögðu að reyna að ná myndum af 50 ára afmælisveislu Cruise þann 3. júlí, ef af henni verður. „Enn er ekkert staðfest um hvernig hann heldur upp á afmælið en ef það verður veisla þá verðum við á staðnum að taka myndir." alfrun@frettabladid.is
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira