Mammút kláraði dýrslega breiðskífu í draumaparadís 11. júlí 2012 11:00 Þúsundir áhorfenda Hér má sjá Katrínu Mogensen, söngkonu Mammúts og Ásu Dýradóttur bassaleikara hita upp fyrir Of Monsters and Men í Hljómskálagarðinum síðastliðið laugardagskvöld með tónsmíðum sem koma út í september og eru þyngri og öðruvísi.MYND/Ragnar Blöndal „Við pökkuðum stúdíóinu niður og settum það upp í stofunni á sveitabænum Kóngsbakka," segir Ása Dýradóttir, bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút. Hljómsveitin eyddi viku á Snæfellsnesi á dögunum til að breyta og bæta tónsmíðar sem eru væntanlegar á nýrri breiðskífu í september. „Við erum eiginlega búin að taka upp alla grunnanna fyrir nýja breiðskífu," segir Ása. „Þetta var svona tilraunaferð til þess að breyta öllum lögunum en síðan sömdum við heilt lag sem við erum öll mjög spennt fyrir." Að hennar sögn er efni plötunnar mjög frábrugðið fyrri lagasmíðum þeirra. „Það er svo langt síðan við gáfum út síðustu plötu og það er margt búið að gerast inn í hausnum á okkur öllum. Platan er mun þyngri og við erum meira að pæla í tilfinningunni í lögunum en textanum. Þetta er ekki alveg metal-þungi heldur frekar svona dýrslegur," segir hún en fjögur ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Karkari. „Það verður spennandi að sjá viðbrögð þeirra sem hlustuðu eitthvað á síðustu plötu, því þetta er svo öðruvísi." Ása lýsir Snæfellsnesinu sem algjörri draumaparadís og að takmark dvalarinnar hafi verið að samtvinna líf fimm manneskja, sem getur reynst þrautinni þyngri. „Þetta þarf að vera „all in" eða ekki," útskýrir hún og nefnir að það eina sem þau gátu haft fyrir stafni var að semja tónlist og leika sér úti í náttúrunni. „Við vöknuðum á morgnana, fengum okkur hafragraut og vorum í stofunni allan daginn að taka upp. Það er svo gott að vera úti á landi og geta farið út að hlaupa í grasinu því maður þarf líka að fá útrás. Maður getur ekki setið endalaust og samið einhverja snilld." Á kvöldin tóku þau upp myndbönd sem þau hyggjast klippa saman. „Okkur langar að gera myndband við hvert einasta lag og gera sögu úr þeim," segir hún. Síðasta laugardag hitaði Mammút upp ásamt Lay Low fyrir Of Monsters and Men á tónleikum í Hljómskálagarðinum. Talið er að átján þúsund manns hafi sótt tónleikana. „Okkur brá pínu því það voru svo margir að horfa en það var mikill heiður að fá að spila þarna," segir Ása en hljómsveitin lék efni af væntanlegri breiðskífu við góðar undirtektir. „Fólk bjóst kannski meira við popp-Mammút en ég held að þetta hafi farið vel í flesta. Fólk hrósaði okkur og var hissa á jákvæðan hátt." hallfridur@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við pökkuðum stúdíóinu niður og settum það upp í stofunni á sveitabænum Kóngsbakka," segir Ása Dýradóttir, bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút. Hljómsveitin eyddi viku á Snæfellsnesi á dögunum til að breyta og bæta tónsmíðar sem eru væntanlegar á nýrri breiðskífu í september. „Við erum eiginlega búin að taka upp alla grunnanna fyrir nýja breiðskífu," segir Ása. „Þetta var svona tilraunaferð til þess að breyta öllum lögunum en síðan sömdum við heilt lag sem við erum öll mjög spennt fyrir." Að hennar sögn er efni plötunnar mjög frábrugðið fyrri lagasmíðum þeirra. „Það er svo langt síðan við gáfum út síðustu plötu og það er margt búið að gerast inn í hausnum á okkur öllum. Platan er mun þyngri og við erum meira að pæla í tilfinningunni í lögunum en textanum. Þetta er ekki alveg metal-þungi heldur frekar svona dýrslegur," segir hún en fjögur ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Karkari. „Það verður spennandi að sjá viðbrögð þeirra sem hlustuðu eitthvað á síðustu plötu, því þetta er svo öðruvísi." Ása lýsir Snæfellsnesinu sem algjörri draumaparadís og að takmark dvalarinnar hafi verið að samtvinna líf fimm manneskja, sem getur reynst þrautinni þyngri. „Þetta þarf að vera „all in" eða ekki," útskýrir hún og nefnir að það eina sem þau gátu haft fyrir stafni var að semja tónlist og leika sér úti í náttúrunni. „Við vöknuðum á morgnana, fengum okkur hafragraut og vorum í stofunni allan daginn að taka upp. Það er svo gott að vera úti á landi og geta farið út að hlaupa í grasinu því maður þarf líka að fá útrás. Maður getur ekki setið endalaust og samið einhverja snilld." Á kvöldin tóku þau upp myndbönd sem þau hyggjast klippa saman. „Okkur langar að gera myndband við hvert einasta lag og gera sögu úr þeim," segir hún. Síðasta laugardag hitaði Mammút upp ásamt Lay Low fyrir Of Monsters and Men á tónleikum í Hljómskálagarðinum. Talið er að átján þúsund manns hafi sótt tónleikana. „Okkur brá pínu því það voru svo margir að horfa en það var mikill heiður að fá að spila þarna," segir Ása en hljómsveitin lék efni af væntanlegri breiðskífu við góðar undirtektir. „Fólk bjóst kannski meira við popp-Mammút en ég held að þetta hafi farið vel í flesta. Fólk hrósaði okkur og var hissa á jákvæðan hátt." hallfridur@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira