Sýnir einstök augnablik úr tískumyndatökum 13. júlí 2012 09:00 Á milli mynda Aníta Eldjárn hefur áður haldið sýningu á Akureyri með tveimur myndum en opnar í dag fyrstu stóru sýninguna sína með einstökum augnablikum úr tískumyndatökum.Fréttablaðið/Valli „Ég byrjaði ekki að taka myndir fyrr en ég var tvítug og vissi þá ekki hvað ljósop var. Pabbi keypti myndavél og ég byrjaði að fikta," segir Aníta Eldjárn Kristjánsdóttir sem opnar sína fyrstu stóru ljósmyndasýningu í Artíma Galleríi í dag. Sýningin ber yfirskriftina Á milli mynda og prýða veggi gallerísins myndir sem fanga einstök augnablik úr nýlegum tískumyndatökum hennar. Aníta lauk námi í ljósmyndun við skólann Norsk Fotofagskole í Noregi fyrir ári og hefur vakið athygli sem tísku- og mannlífsljósmyndari síðan. „Ég hef tekið myndir meðal annars fyrir Nude Magazine, Þórunni Antoníu, plötuumslag hljómsveitarinnar Kiriyama Family og hönnuði. Einnig hef ég tekið lista- og tískutengdar myndir fyrir DV, var ljósmyndari fyrir Iceland Airwaves-hátíðina í ár og Nýtt líf á Reykjavík Fashion Festival," segir hún þakklát fyrir þann áhuga sem fólk hefur sýnt störfum hennar. „Þetta hefur gengið vonum framar," segir hún og bætir við að hún hafi ákveðið að taka upp sið kennara síns og auglýsa sig ekki. „Ég hef ekki sóst eftir verkefnum heldur hefur boltinn rúllað og fólk haft samband við mig." Sýningin opnar klukkan átta í kvöld og stendur til 17. júlí. - hþt Lífið Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég byrjaði ekki að taka myndir fyrr en ég var tvítug og vissi þá ekki hvað ljósop var. Pabbi keypti myndavél og ég byrjaði að fikta," segir Aníta Eldjárn Kristjánsdóttir sem opnar sína fyrstu stóru ljósmyndasýningu í Artíma Galleríi í dag. Sýningin ber yfirskriftina Á milli mynda og prýða veggi gallerísins myndir sem fanga einstök augnablik úr nýlegum tískumyndatökum hennar. Aníta lauk námi í ljósmyndun við skólann Norsk Fotofagskole í Noregi fyrir ári og hefur vakið athygli sem tísku- og mannlífsljósmyndari síðan. „Ég hef tekið myndir meðal annars fyrir Nude Magazine, Þórunni Antoníu, plötuumslag hljómsveitarinnar Kiriyama Family og hönnuði. Einnig hef ég tekið lista- og tískutengdar myndir fyrir DV, var ljósmyndari fyrir Iceland Airwaves-hátíðina í ár og Nýtt líf á Reykjavík Fashion Festival," segir hún þakklát fyrir þann áhuga sem fólk hefur sýnt störfum hennar. „Þetta hefur gengið vonum framar," segir hún og bætir við að hún hafi ákveðið að taka upp sið kennara síns og auglýsa sig ekki. „Ég hef ekki sóst eftir verkefnum heldur hefur boltinn rúllað og fólk haft samband við mig." Sýningin opnar klukkan átta í kvöld og stendur til 17. júlí. - hþt
Lífið Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira