Kæra dóttir Erla Hlynsdóttir skrifar 17. júlí 2012 07:00 Sagan sem ég ætla alltaf að segja dóttur minni þegar hún verður eldri, fékk skyndilega enn betri endi. Ég var vart orðin ólétt af henni þegar ég fékk fregnir af því að eigandi strippstaðarins Strawberries við Lækjargötu hefði stefnt mér fyrir meiðyrði. Hann stefndi mér, og bara mér, vegna ummæla sem ég hafði orðrétt eftir viðmælanda mínum. Ummælin sem ég var dæmd fyrir voru (samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur): „Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni." Þá var ég líka dæmd fyrir að skrifa millifyrirsögnina „Orðrómur um mafíuna". Það var í byrjun desember 2009 sem aðalmeðferð í málinu fór fram. Þetta var í annað skipti sem ég hitti Viðar Má Friðfinnsson, eiganda Strawberries. Hann yrti ekki á mig. Ekki ég á hann. Þarna var ég komin sjö mánuði á leið af dóttur minni. Hún var memm. Dómurinn varð fljótt ljós. Ég var ekki komin nema ríflega sjö og hálfan mánuð á leið þegar ég fékk að vita að ég hefði verið dæmd fyrir meiðyrði. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að með því að birta orðrétt ummæli viðmælanda hefði „ég" haldið því fram að Viðar Már stýrði alþjóðlegum glæpasamtökum. Vegna þessa þurfti ég að greiða Viðari Má miskabætur, og einnig greiða hans lögfræðikostnað vegna málsins. Já, svo þurfti ég einnig að greiða fyrir birtingu dómsorðs í dagblöðum. Dóttir mín kom í heiminn þann 2. janúar 2010, fjórum vikum fyrir tímann. Hún er eins heilbrigð og hugsast getur, þó hún hafi sofið í hitakassa fyrsta sólarhringinn. Ég reyndi að áfrýja málinu til Hæstaréttar en ekki fékkst áfrýjunarleyfi, vegna þess hversu „lítið" ég þurfti að borga Viðari Má. Nú þegar Mannréttindadómstóll Evrópu felldi sinn dóm var dóttir mín orðin tveggja og hálfs. Í Evrópunni er litið svo á að brotið hafi verið á mannréttindum mínum þegar ég fékk ekki að áfrýja. Sjö dómarar þar eru síðan sammála um að engar forsendur hafi verið fyrir efnislegri túlkun dómarans á ummælunum. Það verða nokkur ár þar til dóttir mín fær að heyra þessa sögu. Eftir að dómurinn féll lét ég mér nægja að gefa henni vatn í glas á fæti, skála við hana fyrir þessum merka áfanga, og fá til baka smámælt: „Dál!" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sagan sem ég ætla alltaf að segja dóttur minni þegar hún verður eldri, fékk skyndilega enn betri endi. Ég var vart orðin ólétt af henni þegar ég fékk fregnir af því að eigandi strippstaðarins Strawberries við Lækjargötu hefði stefnt mér fyrir meiðyrði. Hann stefndi mér, og bara mér, vegna ummæla sem ég hafði orðrétt eftir viðmælanda mínum. Ummælin sem ég var dæmd fyrir voru (samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur): „Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni." Þá var ég líka dæmd fyrir að skrifa millifyrirsögnina „Orðrómur um mafíuna". Það var í byrjun desember 2009 sem aðalmeðferð í málinu fór fram. Þetta var í annað skipti sem ég hitti Viðar Má Friðfinnsson, eiganda Strawberries. Hann yrti ekki á mig. Ekki ég á hann. Þarna var ég komin sjö mánuði á leið af dóttur minni. Hún var memm. Dómurinn varð fljótt ljós. Ég var ekki komin nema ríflega sjö og hálfan mánuð á leið þegar ég fékk að vita að ég hefði verið dæmd fyrir meiðyrði. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að með því að birta orðrétt ummæli viðmælanda hefði „ég" haldið því fram að Viðar Már stýrði alþjóðlegum glæpasamtökum. Vegna þessa þurfti ég að greiða Viðari Má miskabætur, og einnig greiða hans lögfræðikostnað vegna málsins. Já, svo þurfti ég einnig að greiða fyrir birtingu dómsorðs í dagblöðum. Dóttir mín kom í heiminn þann 2. janúar 2010, fjórum vikum fyrir tímann. Hún er eins heilbrigð og hugsast getur, þó hún hafi sofið í hitakassa fyrsta sólarhringinn. Ég reyndi að áfrýja málinu til Hæstaréttar en ekki fékkst áfrýjunarleyfi, vegna þess hversu „lítið" ég þurfti að borga Viðari Má. Nú þegar Mannréttindadómstóll Evrópu felldi sinn dóm var dóttir mín orðin tveggja og hálfs. Í Evrópunni er litið svo á að brotið hafi verið á mannréttindum mínum þegar ég fékk ekki að áfrýja. Sjö dómarar þar eru síðan sammála um að engar forsendur hafi verið fyrir efnislegri túlkun dómarans á ummælunum. Það verða nokkur ár þar til dóttir mín fær að heyra þessa sögu. Eftir að dómurinn féll lét ég mér nægja að gefa henni vatn í glas á fæti, skála við hana fyrir þessum merka áfanga, og fá til baka smámælt: „Dál!"
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun