Sport

Eygló Ósk: Tók út stressið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar
Eygló Ósk synti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í gær.
Eygló Ósk synti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í gær. Mynd/Anton
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti í sinni fyrstu grein af fjórum á Ólympíuleikunum í Lundúnum í gær. Hún keppti í 100 metra baksundi og var aðeins sjö hundraðshluta frá Íslandsmeti sínu. Hún synti á 1:02,40 mínútu sem skilaði henni í 32. sæti.

„Auðvitað langaði mig að fara hraðar en þetta var samt mjög fínt," sagði hún eftir sundið í gær. „Ég var mjög stressuð fyrir sundið en leið svo mjög vel í lauginni. Það var fínt að taka allt stressið út í þessari grein."

Í dag keppir hún í 200 metra fjórsundi en besta greinin hennar er 200 metra baksund, sem hún keppir í á fimmtudaginn. „Þetta er allt á réttri leið hjá mér enda búin að æfa mjög vel. Það kemur svo bara í ljós hvað gerist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×