Kaupfélag malar áfram gull 29. ágúst 2012 12:00 Stjórnendur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Sigurjón R. Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri stýra Kaupfélagi Skagfirðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði. Eiginfjárstaða KS er gríðarlega góð, en eigið fé þess er 17,8 milljarðar króna. Þar af nemur handbært fé um 5,3 milljörðum króna. Skuldir KS lækkuðu í fyrra um 1,2 milljarða króna og stóðu í 11,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Eignir félagsins voru metnar á 29,4 milljarða króna á sama tíma. Dótturfélög KS reka útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki, Skagaströnd og í Grundarfirði. Auk þess reka þau eignarhalds- og vöruflutningastarfsemi og fóður- og áburðarsölu. Eitt dótturfélaganna, FISK Seafood, komst í fréttir fyrr á þessu ári þegar það ákvað, ásamt útgerðarrisanum Samherja, að leggja Olís til nýtt hlutafé. Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að hlutafé í Olís hefði verið lækkað um 75 prósent í febrúar 2012 en síðan hækkað samstundis aftur um sama magn. Í fréttinni var haft eftir Einari Benediktssyni, forstjóra Olís, að hið nýja hlutafé, sem FISK Seafood og Samherji greiddu inn að mestu, yrði ekki greitt fyrr en Samkeppniseftirlitið hefði lagt blessun sína yfir aðkomu hinna nýju hluthafa. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en forsvarsmenn Olís bjuggust upphaflega við henni um miðbik júní síðastliðins. Í ársreikningi KS-samstæðunnar kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu „innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðrar hlutafjárkaupa í Olís hf.". Kaupfélagsstjóri KS er Þórólfur Gíslason. - þsj Fréttir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði. Eiginfjárstaða KS er gríðarlega góð, en eigið fé þess er 17,8 milljarðar króna. Þar af nemur handbært fé um 5,3 milljörðum króna. Skuldir KS lækkuðu í fyrra um 1,2 milljarða króna og stóðu í 11,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Eignir félagsins voru metnar á 29,4 milljarða króna á sama tíma. Dótturfélög KS reka útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki, Skagaströnd og í Grundarfirði. Auk þess reka þau eignarhalds- og vöruflutningastarfsemi og fóður- og áburðarsölu. Eitt dótturfélaganna, FISK Seafood, komst í fréttir fyrr á þessu ári þegar það ákvað, ásamt útgerðarrisanum Samherja, að leggja Olís til nýtt hlutafé. Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að hlutafé í Olís hefði verið lækkað um 75 prósent í febrúar 2012 en síðan hækkað samstundis aftur um sama magn. Í fréttinni var haft eftir Einari Benediktssyni, forstjóra Olís, að hið nýja hlutafé, sem FISK Seafood og Samherji greiddu inn að mestu, yrði ekki greitt fyrr en Samkeppniseftirlitið hefði lagt blessun sína yfir aðkomu hinna nýju hluthafa. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en forsvarsmenn Olís bjuggust upphaflega við henni um miðbik júní síðastliðins. Í ársreikningi KS-samstæðunnar kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu „innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðrar hlutafjárkaupa í Olís hf.". Kaupfélagsstjóri KS er Þórólfur Gíslason. - þsj
Fréttir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira