Skuldirnar vegna kaupa á Símanum að sliga Skipti 31. ágúst 2012 09:00 Fjármagnskostnaður Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjás miðla, skerðir samkeppnishæfni og fjárfestingagetu félagsins. Forstjóri þess segir þetta ekki ganga upp til lengri tíma og að endurfjármögnun félagsins sé „mjög aðkallandi". Kostnaðurinn er tilkominn vegna sambankaláns sem tekið var þegar Skipti keyptu Símann í einkavæðingarferli árið 2005 og útistandandi skuldabréfaflokks. Sambankalánið, sem stendur í um fjörutíu milljörðum króna, er á gjalddaga í desember 2013 og skuldabréfaflokkurinn, upp á 22 milljarða króna, á að greiðast í apríl 2014. Þangað til greiðir félagið vexti af þessum skuldum. Skipti birtu hálfsársuppgjör sitt í gær. Rekstrarhagnaður félagsins nam 3,4 milljörðum króna. Á móti var fjármagnskostnaður þrír milljarðar og virðisrýrnun eigna 1,3 milljarðar. Þessir tveir þættir voru ráðandi í því að félagið tapaði 2,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um 700 milljónum meira en tapið á sama tíma í fyrra. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, segir ljóst að það þurfi að endurfjármagna félagið enda sé afkoma Skiptasamstæðunnar óviðunandi vegna alltof hárrar skuldastöðu og fjármagnskostnaði sem henni fylgir. „Fjármagnsstrúktúrinn eins og hann er núna gengur ekki til lengri tíma," segir hann. „Það er því orðið mjög aðkallandi að ráðast í endurfjármögnun og undirbúningur fyrir hana er hafinn. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvernig til tekst." Aðspurður hvort nægjanlegt sé að endurfjármagna skuldir segir Steinn það fræðilega vera hægt. „Það er þó auðvitað aldrei ákjósanlegt til lengri tíma. Skuldastaðan hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar og við getum ekki fjárfest eins og við þurfum." Eigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærsti eigandi þess félags er Arion banki með 44,9 prósent hlut. Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5 prósent í Klakka. - þsj Fréttir Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Fjármagnskostnaður Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjás miðla, skerðir samkeppnishæfni og fjárfestingagetu félagsins. Forstjóri þess segir þetta ekki ganga upp til lengri tíma og að endurfjármögnun félagsins sé „mjög aðkallandi". Kostnaðurinn er tilkominn vegna sambankaláns sem tekið var þegar Skipti keyptu Símann í einkavæðingarferli árið 2005 og útistandandi skuldabréfaflokks. Sambankalánið, sem stendur í um fjörutíu milljörðum króna, er á gjalddaga í desember 2013 og skuldabréfaflokkurinn, upp á 22 milljarða króna, á að greiðast í apríl 2014. Þangað til greiðir félagið vexti af þessum skuldum. Skipti birtu hálfsársuppgjör sitt í gær. Rekstrarhagnaður félagsins nam 3,4 milljörðum króna. Á móti var fjármagnskostnaður þrír milljarðar og virðisrýrnun eigna 1,3 milljarðar. Þessir tveir þættir voru ráðandi í því að félagið tapaði 2,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er um 700 milljónum meira en tapið á sama tíma í fyrra. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, segir ljóst að það þurfi að endurfjármagna félagið enda sé afkoma Skiptasamstæðunnar óviðunandi vegna alltof hárrar skuldastöðu og fjármagnskostnaði sem henni fylgir. „Fjármagnsstrúktúrinn eins og hann er núna gengur ekki til lengri tíma," segir hann. „Það er því orðið mjög aðkallandi að ráðast í endurfjármögnun og undirbúningur fyrir hana er hafinn. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvernig til tekst." Aðspurður hvort nægjanlegt sé að endurfjármagna skuldir segir Steinn það fræðilega vera hægt. „Það er þó auðvitað aldrei ákjósanlegt til lengri tíma. Skuldastaðan hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar og við getum ekki fjárfest eins og við þurfum." Eigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærsti eigandi þess félags er Arion banki með 44,9 prósent hlut. Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5 prósent í Klakka. - þsj
Fréttir Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira