Íhuga mál vegna fasteignagjaldanna 31. ágúst 2012 06:00 Pétur J. eiríksson Portus ehf., rekstrarfélag Hörpu, íhugar að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum vegna álagningar fasteignagjalda. Fyrirtækið hefur fengið lögfræðiálit sem sýnir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, fram á ólögmæti álagningarinnar. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, staðfestir að álitið sé komið í hús, en vill ekki tjá sig um innihald þess. „Við munum ræða innihaldið við eigendur okkar og taka afstöðu um næstu skref, vonandi fyrir 15. september." Spurður hver þau skref gætu verið segir hann: „Það er að gera ekki neitt, eða að taka málið áfram til Þjóðskrár eða dómstóla." Eins og fram hefur komið gerðu áætlanir um rekstur Hörpu, sem eigendur lögðu blessun sína yfir, ráð fyrir að fasteignagjöld yrðu ekki hærri en 180 milljónir króna. Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar er að miða skuli við byggingarkostnað, en ekki nýtingarkostnað, og fasteignagjöld séu því 335 milljónir króna. Harpa er í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar. Rekstur Hörpu stendur ekki undir sér og tap á rekstri verður 407 milljónir króna í ár. Óljóst er hvernig eigendur bregðast við lögfræðiálitinu, en samkvæmt heimildum blaðsins telur Portus það þess eðlis að dómsmál gæti skilað árangri. Málaferli vegna greiðslu gjaldanna til annars eigandans, Reykjavíkurborgar, gætu því verið í uppsiglingu.- kóp Fréttir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Portus ehf., rekstrarfélag Hörpu, íhugar að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum vegna álagningar fasteignagjalda. Fyrirtækið hefur fengið lögfræðiálit sem sýnir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, fram á ólögmæti álagningarinnar. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, staðfestir að álitið sé komið í hús, en vill ekki tjá sig um innihald þess. „Við munum ræða innihaldið við eigendur okkar og taka afstöðu um næstu skref, vonandi fyrir 15. september." Spurður hver þau skref gætu verið segir hann: „Það er að gera ekki neitt, eða að taka málið áfram til Þjóðskrár eða dómstóla." Eins og fram hefur komið gerðu áætlanir um rekstur Hörpu, sem eigendur lögðu blessun sína yfir, ráð fyrir að fasteignagjöld yrðu ekki hærri en 180 milljónir króna. Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar er að miða skuli við byggingarkostnað, en ekki nýtingarkostnað, og fasteignagjöld séu því 335 milljónir króna. Harpa er í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar. Rekstur Hörpu stendur ekki undir sér og tap á rekstri verður 407 milljónir króna í ár. Óljóst er hvernig eigendur bregðast við lögfræðiálitinu, en samkvæmt heimildum blaðsins telur Portus það þess eðlis að dómsmál gæti skilað árangri. Málaferli vegna greiðslu gjaldanna til annars eigandans, Reykjavíkurborgar, gætu því verið í uppsiglingu.- kóp
Fréttir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira