Enginn tími til að vera gamall 1. september 2012 18:00 Listamaðurinn "Ég hugsaði alltaf þannig að ég væri heppinn ef ég kæmist yfir árið 2000, nú er það löngu liðið og tíminn flýgur áfram,“ segir Erró.Fréttablaðið/Stefán Listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, betur þekktur sem Erró, varð áttræður í júlí. Í tilefni þess er opnuð yfirlitssýning í dag í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi af merkustu grafíkverkum hans, undir stjórn Danielle Kvaran. Erró ber aldurinn með reisn, er beinn í baki og fjörlegur. „Ég hugsaði alltaf þannig að ég væri heppinn ef ég kæmist yfir árið 2000, nú er það löngu liðið og tíminn flýgur áfram. Erró kveðst hafa verið með sjötíu manna afmæli í sumar á Spáni. „Ég fann flamengódansara frá Sevilla sem dönsuðu fyrir okkur í einn og hálfan tíma svo ég þurfti ekki að segja orð! Svo er þessi afmælissýning. Hún er miklu skemmtilegri en eitthvert gilli sem er gleymt næsta dag. Fólk getur skoðað þessi verk í ró og næði, unga fólkið getur kannski lært eitthvað af þeim og orðið listamenn seinna." Rætur Errós eru á Kirkjubæjarklaustri þar sem hann ólst upp. „Þegar ég kom til landsins núna fór ég beint austur að Klaustri og var með hálfbræðrum mínum og systur í þrjá daga. Við vorum með smá athöfn fyrir hana mömmu í kapellunni og kirkjugarðinum á Klaustri. Svo verð ég í Reykjavík í þrjá daga en sýning eftir mig verður opnuð í París 6. september og önnur í Kaupmannahöfn 14. september úr Reykjavíkursafninu. Það eru klippimyndirnar." Erró býr aðallega í Frakklandi en er dálítill farfugl í sér. „Ég fer alltaf til Taílands í janúar og geri mínar vatnslitamyndir, það er svo auðvelt að rúlla þeim upp og flytja þær. Svo er ég búinn að lofa Yoko Ono að koma til Frankfurt. Hún sýnir þar 14. febrúar sem er Valentínusardagurinn. Í París geri ég stóru myndirnar, er allan daginn á vinnustofunni einn. Kem svo heim og spjalla við konuna og tala við Gunnar B. Kvaran svona hér um bil á hverjum degi. Það er eina æfingin í að tala íslensku. Svo dvel ég alltaf tvo mánuði á ári á Spáni og þar vinn ég minni myndir. Mér finnst gaman að skipta um staði og hitta fólk í mismunandi löndum. Það er sem sagt nóg að gera og enginn tími til að vera gamall." Spurður hvort konan fylgi honum á flakkinu svarar Erró. „Konan mín er búddisti og er oft í burtu í nokkra mánuði í andlegum erindum. En hún kom með mér hingað heim núna því hana langaði að heilsa upp á fjölskylduna." Afmælisdagskrá verður í Listasafni Reykjavíkur næstu vikurnar í formi fyrirlestra, smiðju og námskeiða. gun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, betur þekktur sem Erró, varð áttræður í júlí. Í tilefni þess er opnuð yfirlitssýning í dag í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi af merkustu grafíkverkum hans, undir stjórn Danielle Kvaran. Erró ber aldurinn með reisn, er beinn í baki og fjörlegur. „Ég hugsaði alltaf þannig að ég væri heppinn ef ég kæmist yfir árið 2000, nú er það löngu liðið og tíminn flýgur áfram. Erró kveðst hafa verið með sjötíu manna afmæli í sumar á Spáni. „Ég fann flamengódansara frá Sevilla sem dönsuðu fyrir okkur í einn og hálfan tíma svo ég þurfti ekki að segja orð! Svo er þessi afmælissýning. Hún er miklu skemmtilegri en eitthvert gilli sem er gleymt næsta dag. Fólk getur skoðað þessi verk í ró og næði, unga fólkið getur kannski lært eitthvað af þeim og orðið listamenn seinna." Rætur Errós eru á Kirkjubæjarklaustri þar sem hann ólst upp. „Þegar ég kom til landsins núna fór ég beint austur að Klaustri og var með hálfbræðrum mínum og systur í þrjá daga. Við vorum með smá athöfn fyrir hana mömmu í kapellunni og kirkjugarðinum á Klaustri. Svo verð ég í Reykjavík í þrjá daga en sýning eftir mig verður opnuð í París 6. september og önnur í Kaupmannahöfn 14. september úr Reykjavíkursafninu. Það eru klippimyndirnar." Erró býr aðallega í Frakklandi en er dálítill farfugl í sér. „Ég fer alltaf til Taílands í janúar og geri mínar vatnslitamyndir, það er svo auðvelt að rúlla þeim upp og flytja þær. Svo er ég búinn að lofa Yoko Ono að koma til Frankfurt. Hún sýnir þar 14. febrúar sem er Valentínusardagurinn. Í París geri ég stóru myndirnar, er allan daginn á vinnustofunni einn. Kem svo heim og spjalla við konuna og tala við Gunnar B. Kvaran svona hér um bil á hverjum degi. Það er eina æfingin í að tala íslensku. Svo dvel ég alltaf tvo mánuði á ári á Spáni og þar vinn ég minni myndir. Mér finnst gaman að skipta um staði og hitta fólk í mismunandi löndum. Það er sem sagt nóg að gera og enginn tími til að vera gamall." Spurður hvort konan fylgi honum á flakkinu svarar Erró. „Konan mín er búddisti og er oft í burtu í nokkra mánuði í andlegum erindum. En hún kom með mér hingað heim núna því hana langaði að heilsa upp á fjölskylduna." Afmælisdagskrá verður í Listasafni Reykjavíkur næstu vikurnar í formi fyrirlestra, smiðju og námskeiða. gun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira