Rokk og raftaktar Trausti Júlíusson skrifar 6. september 2012 00:01 Dirty Beaches er hugarfóstur Alex Zhang Hungtai. Með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. fréttablaðið/vilhelm Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum. Aðrir tónleikarnir í Stopoverröðinni fóru fram í Kaldalónssalnum í Hörpu á þriðjudagskvöldið þegar kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spilaði þar ásamt Íslendingunum í Singapore Sling. Það var nánast fullur salur þegar Henrik Björnsson og félagar í Singapore Sling hófu leik. Nýjasta útgáfan af Sling er án trommuleikara, en auk Henriks er annar gítarleikari, bassaleikari og tvær stelpur sem spila á hristur í sveitinni. Singapore Sling er alltaf jafn svöl að sjá á sviðinu (Henrik með sólgleraugun og reykvélin á fullu) og tónlistin er sem fyrr töff rokk undir áhrifum frá Velvet Underground, Stooges og Jesus & Mary Chain. Hljómsveitin spilaði bæði lög af nýjustu plötunni sinni, Never Forever, og eldra efni. Þetta er sígild tónlist og kom vel út á tónleikunum þó að hljómsveitin hafi stundum verið þéttari og kraftmeiri. Singapore Sling endaði á fínni útgáfu af meistaraverkinu Life Is Killing My Rock?n?Roll og svo tók kanadíska sveitin við. Dirty Beaches er í raun verkefni eins manns, Alex Zhang Hungtai, en með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. Bæði söngstíll Alex og tónlistin sjálf eru undir miklum áhrifum frá New York-sveitinni Suicide og söngvara hennar Alan Vega. Þetta er svöl og oft á tíðum mjög skemmtileg samsuða af rokki, hörðum raftöktum og hljóðgerflasýru. Hljómsveitin tók nokkur lög af plötunni frábæru frá því í fyrra, Badlands og endaði svo með löngu hávaðaverki. Eftir uppklapp kom Alex aftur inn á sviðið og fékk tónleikagesti til að klappa takt fyrir sig svo hann gæti sungið eitt lag til viðbótar. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Stopover-hugmyndin er góð og óskandi að margar fleiri hljómsveitir verði gripnar á leiðinni yfir Atlantshafið. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum. Aðrir tónleikarnir í Stopoverröðinni fóru fram í Kaldalónssalnum í Hörpu á þriðjudagskvöldið þegar kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spilaði þar ásamt Íslendingunum í Singapore Sling. Það var nánast fullur salur þegar Henrik Björnsson og félagar í Singapore Sling hófu leik. Nýjasta útgáfan af Sling er án trommuleikara, en auk Henriks er annar gítarleikari, bassaleikari og tvær stelpur sem spila á hristur í sveitinni. Singapore Sling er alltaf jafn svöl að sjá á sviðinu (Henrik með sólgleraugun og reykvélin á fullu) og tónlistin er sem fyrr töff rokk undir áhrifum frá Velvet Underground, Stooges og Jesus & Mary Chain. Hljómsveitin spilaði bæði lög af nýjustu plötunni sinni, Never Forever, og eldra efni. Þetta er sígild tónlist og kom vel út á tónleikunum þó að hljómsveitin hafi stundum verið þéttari og kraftmeiri. Singapore Sling endaði á fínni útgáfu af meistaraverkinu Life Is Killing My Rock?n?Roll og svo tók kanadíska sveitin við. Dirty Beaches er í raun verkefni eins manns, Alex Zhang Hungtai, en með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. Bæði söngstíll Alex og tónlistin sjálf eru undir miklum áhrifum frá New York-sveitinni Suicide og söngvara hennar Alan Vega. Þetta er svöl og oft á tíðum mjög skemmtileg samsuða af rokki, hörðum raftöktum og hljóðgerflasýru. Hljómsveitin tók nokkur lög af plötunni frábæru frá því í fyrra, Badlands og endaði svo með löngu hávaðaverki. Eftir uppklapp kom Alex aftur inn á sviðið og fékk tónleikagesti til að klappa takt fyrir sig svo hann gæti sungið eitt lag til viðbótar. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Stopover-hugmyndin er góð og óskandi að margar fleiri hljómsveitir verði gripnar á leiðinni yfir Atlantshafið.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira