Launahækkun forstjóra LSH vekur hörð viðbrögð 7. september 2012 05:30 Guðbjartur Hannesson Sú ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, hefur vakið hörð viðbrögð meðal fulltrúa opinberra launamanna. Formaður BSRB segist gáttaður á ákvörðuninni og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að sér sé misboðið. Greint var frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefði í síðasta mánuði hækkað mánaðarlaun Björns um 450 þúsund krónur í 2,3 milljónir á mánuði. Þá var haft eftir Guðbjarti í fréttinni að Birni hefði á dögunum verið boðin staða forstjóra stórs spítala í Svíþjóð og að í því tilboði hefði falist veruleg launahækkun. Mun Björn hafa látið yfirmenn sína vita af tilboðinu sem hann íhugaði alvarlega. Brást þá ráðherra við á fyrrgreindan hátt; hækkaði laun Björns. Loks sagði Guðbjartur að hann hefði tekið ákvörðunina einn og bæri á henni pólitíska ábyrgð. „Ég er alveg gáttuð á þessum gjörningi. Við erum með kjararáð þar sem launakjör forstöðumanna ríkisstofnana eru ákvörðuð. Í ljósi þess er dálítið ótrúlegt að ráðherra skuli taka einhliða ákvörðun um breytingu á launakjörum í þessu tilfelli. Ekki síst þar sem inni á Landspítala eru flestir starfsmenn mjög hæfir í starfi og nánast ómissandi,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um ákvörðun Guðbjarts. Elín Björg bendir þar að auki á að starfshlutfall flestra opinberra starfsmanna hafi verið skert og laun þeirra lækkuð á síðustu árum. Þær breytingar hafi ekki verið leiðréttar hjá flestum ríkisstarfsmönnum þrátt fyrir að kjararáð hafi ákveðið að sambærilegar skerðingar skyldu ganga til baka hjá þingmönnum, ráðherrum og forstöðumönnum ríkisstofnana. Í ljósi þessa komi ákvörðun ráðherra nú aftan að sér. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að hjúkrunarfræðingum sé misboðið vegna ákvörðunarinnar sem sé tekin á sama tíma og skorið sé gegndarlaust niður í þjónustu við sjúklinga. Þá segir hún enn fremur í greininni að svo mikil eftirspurn sé eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið þar starf á betri launum en bjóðast á Íslandi.magnusl@frettabladid.is Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Sú ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, hefur vakið hörð viðbrögð meðal fulltrúa opinberra launamanna. Formaður BSRB segist gáttaður á ákvörðuninni og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að sér sé misboðið. Greint var frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefði í síðasta mánuði hækkað mánaðarlaun Björns um 450 þúsund krónur í 2,3 milljónir á mánuði. Þá var haft eftir Guðbjarti í fréttinni að Birni hefði á dögunum verið boðin staða forstjóra stórs spítala í Svíþjóð og að í því tilboði hefði falist veruleg launahækkun. Mun Björn hafa látið yfirmenn sína vita af tilboðinu sem hann íhugaði alvarlega. Brást þá ráðherra við á fyrrgreindan hátt; hækkaði laun Björns. Loks sagði Guðbjartur að hann hefði tekið ákvörðunina einn og bæri á henni pólitíska ábyrgð. „Ég er alveg gáttuð á þessum gjörningi. Við erum með kjararáð þar sem launakjör forstöðumanna ríkisstofnana eru ákvörðuð. Í ljósi þess er dálítið ótrúlegt að ráðherra skuli taka einhliða ákvörðun um breytingu á launakjörum í þessu tilfelli. Ekki síst þar sem inni á Landspítala eru flestir starfsmenn mjög hæfir í starfi og nánast ómissandi,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um ákvörðun Guðbjarts. Elín Björg bendir þar að auki á að starfshlutfall flestra opinberra starfsmanna hafi verið skert og laun þeirra lækkuð á síðustu árum. Þær breytingar hafi ekki verið leiðréttar hjá flestum ríkisstarfsmönnum þrátt fyrir að kjararáð hafi ákveðið að sambærilegar skerðingar skyldu ganga til baka hjá þingmönnum, ráðherrum og forstöðumönnum ríkisstofnana. Í ljósi þessa komi ákvörðun ráðherra nú aftan að sér. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að hjúkrunarfræðingum sé misboðið vegna ákvörðunarinnar sem sé tekin á sama tíma og skorið sé gegndarlaust niður í þjónustu við sjúklinga. Þá segir hún enn fremur í greininni að svo mikil eftirspurn sé eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið þar starf á betri launum en bjóðast á Íslandi.magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira