Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2012 10:00 Edda Garðarsdóttir lífgar ávallt upp á æfingar og samverustundir kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Edda vill ekki gera of mikið úr áhrifum þess að mikil óvissa hefur verið í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í þessum leikjum. „Það er gleðiefni að Margrét Lára sé hérna með okkur og hún var mjög spræk á fyrstu æfingunni og það var ekki að sjá að hún hafi verið lengi í burtu. Þetta er bara það klassíska að maður kemur í manns stað. Ég var uppi í stúku þegar við spiluðum fyrri leikinn við Noreg og sá leikur fór bara þokkalega," segir Edda en Ísland vann þá 3-1 sigur á Noregi í Laugardalnum. „Það eru margar stelpur í hópnum núna sem ég hef varla séð áður en eru að koma þvílíkt sterkar inn. Við vorum með lið þar sem allar voru undir 23 ára aldri. Þetta lið sýndi góða takta þegar við vorum úti í Skotlandi. Framtíðin lofar góðu og þetta lítur mjög vel út," segir Edda en stelpurnar eiga mikla möguleika á því að tryggja sig inn á annað Evrópumótið í röð. „Þetta eru algjörir úrslitaleikir og þetta er allt í okkar höndum. Þetta er undir okkur komið hvernig við komum stemmdar á leikdegi. Ef þær (Margrét Lára og Katrín) þurfa að skokka og teygja á æfingunum í kringum leikina þá er það allt í lagi en þær geta ekki gert það í leiknum sjálfum," segir Edda. Hún, sem er mikill reynslubolti í liðinu, mun taka að sér það stóra hlutverk að stilla spennustigið rétt fyrir leikinn á morgun. „Þetta verður að vera eins og í vel samstilltum kvennakór og að við drífum hverja aðra áfram en ekki öfugt. Ef við skítum upp á bak á laugardaginn og gerum ekki það sem við erum bestar í eða sýnum okkar rétta andlit þá er þetta bara búið. Það sem hjálpar mér núna er Noregur og Kýpur," sagði Edda og vísar þá í síðustu tvo leiki karlaliðsins þar sem strákarnir töpuðu fyrir Kýpur aðeins fjórum dögum eftir flottan sigur á Norðmönnum. „Við verðum að gera okkar besta og vera í toppstandi á leikdag," sagði Edda. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Edda vill ekki gera of mikið úr áhrifum þess að mikil óvissa hefur verið í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í þessum leikjum. „Það er gleðiefni að Margrét Lára sé hérna með okkur og hún var mjög spræk á fyrstu æfingunni og það var ekki að sjá að hún hafi verið lengi í burtu. Þetta er bara það klassíska að maður kemur í manns stað. Ég var uppi í stúku þegar við spiluðum fyrri leikinn við Noreg og sá leikur fór bara þokkalega," segir Edda en Ísland vann þá 3-1 sigur á Noregi í Laugardalnum. „Það eru margar stelpur í hópnum núna sem ég hef varla séð áður en eru að koma þvílíkt sterkar inn. Við vorum með lið þar sem allar voru undir 23 ára aldri. Þetta lið sýndi góða takta þegar við vorum úti í Skotlandi. Framtíðin lofar góðu og þetta lítur mjög vel út," segir Edda en stelpurnar eiga mikla möguleika á því að tryggja sig inn á annað Evrópumótið í röð. „Þetta eru algjörir úrslitaleikir og þetta er allt í okkar höndum. Þetta er undir okkur komið hvernig við komum stemmdar á leikdegi. Ef þær (Margrét Lára og Katrín) þurfa að skokka og teygja á æfingunum í kringum leikina þá er það allt í lagi en þær geta ekki gert það í leiknum sjálfum," segir Edda. Hún, sem er mikill reynslubolti í liðinu, mun taka að sér það stóra hlutverk að stilla spennustigið rétt fyrir leikinn á morgun. „Þetta verður að vera eins og í vel samstilltum kvennakór og að við drífum hverja aðra áfram en ekki öfugt. Ef við skítum upp á bak á laugardaginn og gerum ekki það sem við erum bestar í eða sýnum okkar rétta andlit þá er þetta bara búið. Það sem hjálpar mér núna er Noregur og Kýpur," sagði Edda og vísar þá í síðustu tvo leiki karlaliðsins þar sem strákarnir töpuðu fyrir Kýpur aðeins fjórum dögum eftir flottan sigur á Norðmönnum. „Við verðum að gera okkar besta og vera í toppstandi á leikdag," sagði Edda.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira