Vörsluskattaskuld DV hefur tvöfaldast Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. september 2012 08:00 Stjórnendur Reynir Traustason er ritstjóri DV og sonur hans, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri félagsins. Þeir eru einnig báðir á meðal eigenda blaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DV ehf., sem er útgáfufélag DV, skuldaði um 50 milljónir króna í staðgreiðslu skatta og 26 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Samtals nam skuld útgáfufélagsins vegna opinberra gjalda því um 76 milljónum króna. Í árslok 2010 skuldaði DV ehf. um 34 milljónir króna í sömu gjöld. Sú upphæð hefur því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Þetta kemur fram í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum. DV ehf. hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2011 en samkvæmt yfirlýsingu frá endurskoðanda félagsins nam uppsafnað tap þess um síðustu áramót um 90 milljónum króna. DV ehf. var stofnað í byrjun árs 2010 og tók við rekstri DV í apríl sama ár. Heildarhlutafé félagsins í upphafi var 63,6 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2010, sem er síðasti birti ársreikningur félagsins, tapaði það 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum, eða sem nemur 84 prósentum af upphaflegu hlutafé sínu. Síðan þá hefur hlutafé í DV ehf. verið aukið nokkrum sinnum. Á síðasta aðalfundi félagsins, sem haldinn var 18. maí síðastliðinn, var hlutaféð hækkað úr 81,1 milljón króna í 107,3 milljónir króna. Hlutafjáraukningin var öll greidd með peningum. Á sama fundi var síðan lögð fram ný tillaga um niðurfærslu á „hlutafé félagsins um 25% til jöfnunar á móti tapi. Niðurfærslan skal miðast við stöðu hlutafjár þann 31.12.2011 og er fjárhæðin sem um ræðir 26.820.681,-". Eftir þá niðurfærslu er hlutafé DV ehf. því 80,5 milljónir króna. Tilkynningunni til fyrirtækjaskráar fylgdi einnig yfirlýsing endurskoðanda. Í henni segir að „samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2011 nemur uppsafnað tap 90.099.418,-". Af þessu er ljóst að DV ehf. tapaði samtals 90,1 milljón króna á fyrstu tveimur starfsárum sínum. Í síðasta birta ársreikningi DV, fyrir árið 2010, kom fram að félagið skuldaði 23,9 milljónir króna í ógreidda staðgreiðslu skatta. Auk þess skuldaði það 10,3 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald og um sex milljónir króna í áfallna vexti. Í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum, og sýna yfirlit yfir opinberar greiðslur DV ehf., kemur fram að félagið skuldi 25,8 milljónir króna í tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Til viðbótar skuldar það 50,4 milljónir króna í staðgreiðslu launa. Því skuldaði DV ehf. samtals 76,2 milljónir króna í vörsluskatta í júlí síðastliðnum. Það er einkenni vörsluskatta að refsivert er að gera ekki skil á þeim til ríkissjóðs. Stöð 2 greindi frá því fyrr í septembermánuði að embætti tollstjóra hafi hins vegar gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld. Embættinu er heimilt að stöðva atvinnurekstur þegar slík gjöld eða skattar eru í vanskilum en því úrræði hefur ekki verið beitt á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki lokunaraðgerðum. Í kjölfar fréttar Stöðvar 2 fór Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður fram á sérstakan fund í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fá frekari skýringar á þeim úrræðum sem tollstjóraembættið hefur boðið fyrirtækjum sem skulda skatta. „Við erum með samkomulag við tollstjóra um að greiða þetta upp og við munum gera það sem þarf til þess að klára þetta,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV ehf. Hann segist hafa tekið við sem framkvæmdastjóri fyrir tveimur vikum og hafi verið að vinna í stöðunni síðan þá. Þegar hafi töluvert verið borgað af skuldinni. „En ég býst ekki við að þetta klárist fyrir áramót.“ Spurður hvort það hversu mikið skuldin hefur vaxið bendi ekki til þess að félagið sé illa rekstrarhæft til langs tíma svarar Jón Trausti: „Það hefur verið gripið til niðurskurðaraðgerða sem eru að skila sér í mun betri horfum núna og við munum gera það sem gera þarf.“ Fréttir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
DV ehf., sem er útgáfufélag DV, skuldaði um 50 milljónir króna í staðgreiðslu skatta og 26 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Samtals nam skuld útgáfufélagsins vegna opinberra gjalda því um 76 milljónum króna. Í árslok 2010 skuldaði DV ehf. um 34 milljónir króna í sömu gjöld. Sú upphæð hefur því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Þetta kemur fram í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum. DV ehf. hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2011 en samkvæmt yfirlýsingu frá endurskoðanda félagsins nam uppsafnað tap þess um síðustu áramót um 90 milljónum króna. DV ehf. var stofnað í byrjun árs 2010 og tók við rekstri DV í apríl sama ár. Heildarhlutafé félagsins í upphafi var 63,6 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2010, sem er síðasti birti ársreikningur félagsins, tapaði það 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum, eða sem nemur 84 prósentum af upphaflegu hlutafé sínu. Síðan þá hefur hlutafé í DV ehf. verið aukið nokkrum sinnum. Á síðasta aðalfundi félagsins, sem haldinn var 18. maí síðastliðinn, var hlutaféð hækkað úr 81,1 milljón króna í 107,3 milljónir króna. Hlutafjáraukningin var öll greidd með peningum. Á sama fundi var síðan lögð fram ný tillaga um niðurfærslu á „hlutafé félagsins um 25% til jöfnunar á móti tapi. Niðurfærslan skal miðast við stöðu hlutafjár þann 31.12.2011 og er fjárhæðin sem um ræðir 26.820.681,-". Eftir þá niðurfærslu er hlutafé DV ehf. því 80,5 milljónir króna. Tilkynningunni til fyrirtækjaskráar fylgdi einnig yfirlýsing endurskoðanda. Í henni segir að „samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2011 nemur uppsafnað tap 90.099.418,-". Af þessu er ljóst að DV ehf. tapaði samtals 90,1 milljón króna á fyrstu tveimur starfsárum sínum. Í síðasta birta ársreikningi DV, fyrir árið 2010, kom fram að félagið skuldaði 23,9 milljónir króna í ógreidda staðgreiðslu skatta. Auk þess skuldaði það 10,3 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald og um sex milljónir króna í áfallna vexti. Í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum, og sýna yfirlit yfir opinberar greiðslur DV ehf., kemur fram að félagið skuldi 25,8 milljónir króna í tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Til viðbótar skuldar það 50,4 milljónir króna í staðgreiðslu launa. Því skuldaði DV ehf. samtals 76,2 milljónir króna í vörsluskatta í júlí síðastliðnum. Það er einkenni vörsluskatta að refsivert er að gera ekki skil á þeim til ríkissjóðs. Stöð 2 greindi frá því fyrr í septembermánuði að embætti tollstjóra hafi hins vegar gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld. Embættinu er heimilt að stöðva atvinnurekstur þegar slík gjöld eða skattar eru í vanskilum en því úrræði hefur ekki verið beitt á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki lokunaraðgerðum. Í kjölfar fréttar Stöðvar 2 fór Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður fram á sérstakan fund í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að fá frekari skýringar á þeim úrræðum sem tollstjóraembættið hefur boðið fyrirtækjum sem skulda skatta. „Við erum með samkomulag við tollstjóra um að greiða þetta upp og við munum gera það sem þarf til þess að klára þetta,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV ehf. Hann segist hafa tekið við sem framkvæmdastjóri fyrir tveimur vikum og hafi verið að vinna í stöðunni síðan þá. Þegar hafi töluvert verið borgað af skuldinni. „En ég býst ekki við að þetta klárist fyrir áramót.“ Spurður hvort það hversu mikið skuldin hefur vaxið bendi ekki til þess að félagið sé illa rekstrarhæft til langs tíma svarar Jón Trausti: „Það hefur verið gripið til niðurskurðaraðgerða sem eru að skila sér í mun betri horfum núna og við munum gera það sem gera þarf.“
Fréttir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira