Spá hagvaxtarskeiði á árunum 2012-2014 27. september 2012 05:00 Óvissa Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar Íslandsbanka, kom fram að neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála, tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum og óvissa um afnám gjaldeyrishafta gæti haft neikvæð áhrif á spána. fréttablaðið/valli Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014. Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar bankans, kom meðal annars fram að vöxtur væri á flestum sviðum íslensks efnahagslífs og að markverður árangur hefði náðst við að vinna á kerfisvandamálum. Í spánni er þó tekið fram að talsverð óvissa ríki um þróun ákveðinna þátta. Neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála myndi til að mynda hafa slæm áhrif á hagvöxt hérlendis. Það myndu tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum á borð við álver í Helguvík líka hafa. Þá ríkir óvissa um afnám gjaldeyrishafta en Ingólfur sagðist gera ráð fyrir því að þau myndu að minnsta kosti lifa út spátímann, eða til loka árs 2014. Í máli Ingólfs kom fram að aukin einkaneysla sé til merkis um að heimili landsins séu að komast upp úr öldudalnum. Því til stuðnings gerir spáin ráð fyrir að um 25 prósenta vöxtur verði á fjárfestingu í íbúðahúsnæði á næsta ári. Þá er reiknað með að fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu muni hækka á ný á spátímabilinu. Ingólfur sagði að spáin gerði ráð fyrir um 170 milljarða króna atvinnufjárfestingu á næsta ári og þar af myndu um 50 milljarðar króna verða fjárfestir í orkutengdum verkefnum. Þá myndu fjárfestingar hins opinbera vaxa að nýju á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hækkandi ál- og fiskverð og lækkun olíuverðs á tímabilinu muni skila aukinni arðsemi af utanríkisviðskiptum. Ef gömlu bankarnir og Actavis eru undanskilin gerir spáin ráð fyrir því að viðskiptaafgangur verði á bilinu tvö til þrjú prósent á árunum 2012-2014. Allt þetta muni skila allt að 3,4 prósenta hagvexti á tímabilinu. Í alþjóðlegum samanburði er staða Íslands, ef hún er mæld einvörðungu út frá hagvexti, mjög góð. Í síðustu opinberu tölum efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem eru frá því í maí, kom fram að einungis fimm lönd væru með meiri áætlaðan hagvöxt í ár. Ingólfur sagði að endurskoðuð spá myndi líklega sýna enn betri stöðu Íslands á þeim lista. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014. Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar bankans, kom meðal annars fram að vöxtur væri á flestum sviðum íslensks efnahagslífs og að markverður árangur hefði náðst við að vinna á kerfisvandamálum. Í spánni er þó tekið fram að talsverð óvissa ríki um þróun ákveðinna þátta. Neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála myndi til að mynda hafa slæm áhrif á hagvöxt hérlendis. Það myndu tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum á borð við álver í Helguvík líka hafa. Þá ríkir óvissa um afnám gjaldeyrishafta en Ingólfur sagðist gera ráð fyrir því að þau myndu að minnsta kosti lifa út spátímann, eða til loka árs 2014. Í máli Ingólfs kom fram að aukin einkaneysla sé til merkis um að heimili landsins séu að komast upp úr öldudalnum. Því til stuðnings gerir spáin ráð fyrir að um 25 prósenta vöxtur verði á fjárfestingu í íbúðahúsnæði á næsta ári. Þá er reiknað með að fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu muni hækka á ný á spátímabilinu. Ingólfur sagði að spáin gerði ráð fyrir um 170 milljarða króna atvinnufjárfestingu á næsta ári og þar af myndu um 50 milljarðar króna verða fjárfestir í orkutengdum verkefnum. Þá myndu fjárfestingar hins opinbera vaxa að nýju á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hækkandi ál- og fiskverð og lækkun olíuverðs á tímabilinu muni skila aukinni arðsemi af utanríkisviðskiptum. Ef gömlu bankarnir og Actavis eru undanskilin gerir spáin ráð fyrir því að viðskiptaafgangur verði á bilinu tvö til þrjú prósent á árunum 2012-2014. Allt þetta muni skila allt að 3,4 prósenta hagvexti á tímabilinu. Í alþjóðlegum samanburði er staða Íslands, ef hún er mæld einvörðungu út frá hagvexti, mjög góð. Í síðustu opinberu tölum efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem eru frá því í maí, kom fram að einungis fimm lönd væru með meiri áætlaðan hagvöxt í ár. Ingólfur sagði að endurskoðuð spá myndi líklega sýna enn betri stöðu Íslands á þeim lista. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira