Leikstjórar sem elska fiðlur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. október 2012 00:01 Að áhorfi á 90 Minutes loknu en áhorfandinn andlega uppgefinn en einskis vísari, að mati gagnrýnanda. Hin norska 90 Minutes segir sögu þriggja karlmanna sem tengjast ekki á neinn hátt, en eiga þó ýmislegt sameiginlegt. Fyrst fylgjumst við með eldri manni sem þaulskipuleggur morð á konunni sinni. Næstur er það fráskildi lögreglumaðurinn sem þráast við að yfirgefa heimili sinnar fyrrverandi. Og að lokum erum við stödd í íbúð þar sem ungur fíkill heldur barnsmóður sinni bundinni við hjónarúmið, á milli þess sem hann nauðgar henni og misþyrmir. Persónusköpunin er vel af hendi leyst og allar sögurnar þrjár eru áhugaverðar til að byrja með. Leikararnir standa sig allir með mikilli prýði og þar liggur helsti styrkur myndarinnar. Þá er myndatakan bæði áferðarfalleg og fjölbreytileg, sem myndar skemmtilegt mótvægi við grámóskulegan fábreytileika leikmyndarinnar. En þó öll fyrrnefnd atriði gangi upp þarf meira til. Kynbundið ofbeldi er raunverulegt vandamál en til að gera því góð skil í kvikmynd þarf að feta ansi þröngan stíg, og það tekst alls ekki hér. Yfirgengileg framsetningin skemmir góðan efnivið og grafískt ofbeldið er án sýnilegs tilgangs. Dramatíkinni er haldið alveg við þolmörkin nær allan tímann og þegar leikstýran skrúfar (ítrekað) frá strengjasveitinni ýtir hún myndinni langt yfir strikið. Að ósköpunum loknum er áhorfandinn andlega uppgefinn, en einskis vísari. Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Hin norska 90 Minutes segir sögu þriggja karlmanna sem tengjast ekki á neinn hátt, en eiga þó ýmislegt sameiginlegt. Fyrst fylgjumst við með eldri manni sem þaulskipuleggur morð á konunni sinni. Næstur er það fráskildi lögreglumaðurinn sem þráast við að yfirgefa heimili sinnar fyrrverandi. Og að lokum erum við stödd í íbúð þar sem ungur fíkill heldur barnsmóður sinni bundinni við hjónarúmið, á milli þess sem hann nauðgar henni og misþyrmir. Persónusköpunin er vel af hendi leyst og allar sögurnar þrjár eru áhugaverðar til að byrja með. Leikararnir standa sig allir með mikilli prýði og þar liggur helsti styrkur myndarinnar. Þá er myndatakan bæði áferðarfalleg og fjölbreytileg, sem myndar skemmtilegt mótvægi við grámóskulegan fábreytileika leikmyndarinnar. En þó öll fyrrnefnd atriði gangi upp þarf meira til. Kynbundið ofbeldi er raunverulegt vandamál en til að gera því góð skil í kvikmynd þarf að feta ansi þröngan stíg, og það tekst alls ekki hér. Yfirgengileg framsetningin skemmir góðan efnivið og grafískt ofbeldið er án sýnilegs tilgangs. Dramatíkinni er haldið alveg við þolmörkin nær allan tímann og þegar leikstýran skrúfar (ítrekað) frá strengjasveitinni ýtir hún myndinni langt yfir strikið. Að ósköpunum loknum er áhorfandinn andlega uppgefinn, en einskis vísari.
Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira