Leikstjórar sem elska fiðlur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. október 2012 00:01 Að áhorfi á 90 Minutes loknu en áhorfandinn andlega uppgefinn en einskis vísari, að mati gagnrýnanda. Hin norska 90 Minutes segir sögu þriggja karlmanna sem tengjast ekki á neinn hátt, en eiga þó ýmislegt sameiginlegt. Fyrst fylgjumst við með eldri manni sem þaulskipuleggur morð á konunni sinni. Næstur er það fráskildi lögreglumaðurinn sem þráast við að yfirgefa heimili sinnar fyrrverandi. Og að lokum erum við stödd í íbúð þar sem ungur fíkill heldur barnsmóður sinni bundinni við hjónarúmið, á milli þess sem hann nauðgar henni og misþyrmir. Persónusköpunin er vel af hendi leyst og allar sögurnar þrjár eru áhugaverðar til að byrja með. Leikararnir standa sig allir með mikilli prýði og þar liggur helsti styrkur myndarinnar. Þá er myndatakan bæði áferðarfalleg og fjölbreytileg, sem myndar skemmtilegt mótvægi við grámóskulegan fábreytileika leikmyndarinnar. En þó öll fyrrnefnd atriði gangi upp þarf meira til. Kynbundið ofbeldi er raunverulegt vandamál en til að gera því góð skil í kvikmynd þarf að feta ansi þröngan stíg, og það tekst alls ekki hér. Yfirgengileg framsetningin skemmir góðan efnivið og grafískt ofbeldið er án sýnilegs tilgangs. Dramatíkinni er haldið alveg við þolmörkin nær allan tímann og þegar leikstýran skrúfar (ítrekað) frá strengjasveitinni ýtir hún myndinni langt yfir strikið. Að ósköpunum loknum er áhorfandinn andlega uppgefinn, en einskis vísari. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Hin norska 90 Minutes segir sögu þriggja karlmanna sem tengjast ekki á neinn hátt, en eiga þó ýmislegt sameiginlegt. Fyrst fylgjumst við með eldri manni sem þaulskipuleggur morð á konunni sinni. Næstur er það fráskildi lögreglumaðurinn sem þráast við að yfirgefa heimili sinnar fyrrverandi. Og að lokum erum við stödd í íbúð þar sem ungur fíkill heldur barnsmóður sinni bundinni við hjónarúmið, á milli þess sem hann nauðgar henni og misþyrmir. Persónusköpunin er vel af hendi leyst og allar sögurnar þrjár eru áhugaverðar til að byrja með. Leikararnir standa sig allir með mikilli prýði og þar liggur helsti styrkur myndarinnar. Þá er myndatakan bæði áferðarfalleg og fjölbreytileg, sem myndar skemmtilegt mótvægi við grámóskulegan fábreytileika leikmyndarinnar. En þó öll fyrrnefnd atriði gangi upp þarf meira til. Kynbundið ofbeldi er raunverulegt vandamál en til að gera því góð skil í kvikmynd þarf að feta ansi þröngan stíg, og það tekst alls ekki hér. Yfirgengileg framsetningin skemmir góðan efnivið og grafískt ofbeldið er án sýnilegs tilgangs. Dramatíkinni er haldið alveg við þolmörkin nær allan tímann og þegar leikstýran skrúfar (ítrekað) frá strengjasveitinni ýtir hún myndinni langt yfir strikið. Að ósköpunum loknum er áhorfandinn andlega uppgefinn, en einskis vísari.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira