Hljómfagurt og melódískt Trausti Júlíusson skrifar 9. október 2012 00:01 Biggi Hilmars All We Can Be er fyrsta sólóplata Bigga Hilmars, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Ampop. Undanfarið hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en síðustu þrjú ár hefur hann líka notað til að taka upp All We Can Be. Biggi vann nýju plötuna að stærstum hluta sjálfur, hann samdi mikinn meirihluta laga og texta, útsetti, spilaði á ýmis hljóðfæri og söng. Hann fékk svo aðstoð allmargra tónlistarmanna, íslenskra og erlendra í einstökum lögum. Plötur Ampop einkenndust af melódískum lagasmíðum og hljómmiklum og flottum útsetningum. Biggi heldur áfram að vinna með svipaða hluti á All We Can Be en þróar þá áfram. Strengjaútsetningar eru áberandi og píanóið er ráðandi. Mörg laganna hljóma eins og beint framhald af Ampop, en önnur tekur Biggi í nýjar áttir, t.d. hið mjög svo Bítlalega Springflower. Að mestu leyti er Biggi samt á svipuðum slóðum og áður. Það er eitt tökulag á plötunni; Leonard Cohen-lagið Famous Blue Raincoat sem lokar plötunni. Skemmtileg útsetning þar á ferð. Platan hljómar ekkert sérstaklega fersk, en þetta er allt mjög vandað og vel gert og margar lagasmíðanna fínar. Á heildina litið er All We Can Be prýðilega heppnuð plata. Aðdáendur Bigga og Ampops ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
All We Can Be er fyrsta sólóplata Bigga Hilmars, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Ampop. Undanfarið hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en síðustu þrjú ár hefur hann líka notað til að taka upp All We Can Be. Biggi vann nýju plötuna að stærstum hluta sjálfur, hann samdi mikinn meirihluta laga og texta, útsetti, spilaði á ýmis hljóðfæri og söng. Hann fékk svo aðstoð allmargra tónlistarmanna, íslenskra og erlendra í einstökum lögum. Plötur Ampop einkenndust af melódískum lagasmíðum og hljómmiklum og flottum útsetningum. Biggi heldur áfram að vinna með svipaða hluti á All We Can Be en þróar þá áfram. Strengjaútsetningar eru áberandi og píanóið er ráðandi. Mörg laganna hljóma eins og beint framhald af Ampop, en önnur tekur Biggi í nýjar áttir, t.d. hið mjög svo Bítlalega Springflower. Að mestu leyti er Biggi samt á svipuðum slóðum og áður. Það er eitt tökulag á plötunni; Leonard Cohen-lagið Famous Blue Raincoat sem lokar plötunni. Skemmtileg útsetning þar á ferð. Platan hljómar ekkert sérstaklega fersk, en þetta er allt mjög vandað og vel gert og margar lagasmíðanna fínar. Á heildina litið er All We Can Be prýðilega heppnuð plata. Aðdáendur Bigga og Ampops ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum.
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira