Evrópusambandið fær friðarverðlaun Guðsteinn skrifar 13. október 2012 06:00 Jose Manuel Barroso og Atle Leikvoll Forseti framkvæmdastjórnar ESB tekur við blómvendi frá sendiherra Noregs í Belgíu.nordicphotos/AFP Norska Nóbelsnefndin ætlar að veita Evrópusambandinu (ESB) friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að hafa tryggt frið í Evrópu í sex áratugi. „Evrópusambandið á nú um stundir í alvarlegum efnahagslegum erfiðleikum með umtalsverðri félagslegri ólgu,“ segir í tilkynningu Nóbelsnefndarinnar: „Norska Nóbelsnefndin vill beina athyglinni að því sem hún telur mikilvægasta árangur Evrópusambandsins: Hinni árangursríku baráttu fyrir friði og sáttum og fyrir lýðræði og mannréttindum.“ ESB varð til úr umróti eftirstríðsáranna og hefur, að sögn nefndarinnar, sýnt fram á að gamlir óvinir geta orðið nánir samstarfsaðilar með því að byggja smám saman upp gagnkvæmt traust. „Við erum öll mjög stolt af því að hafa fengið þessi Nóbelsverðlaun,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og tók fram að með því að segja „við“ ætti hann „ekki aðeins við Evrópuleiðtoga heldur alla evrópska ríkisborgara, bæði af þessari kynslóð og fyrri kynslóðum.“ Andstæðingar ESB furðuðu sig á þessari ákvörðun nefndarinnar. „Nóbelsverðlaun fyrir ESB. Þegar stjórnin í Brussel og öll Evrópa er að hrynja í eymd sinni. Hvað næst? Óskarsverðlaun handa Van Rompuy?“ spurði til dæmis hollenski þingmaðurinn Geert Wilders, sem barist hefur ákaft gegn ESB. Efnahagserfiðleikar ESB síðustu misserin og órói almennings vegna þeirra virðist reyndar hafa átt sinn þátt í því að norska Nóbelsnefndin tók þessa ákvörðun.„Ef evran liðast í sundur trúi ég að innri markaðurinn fari einnig að liðast í sundur. Og þá fáum við augljóslega nýja þjóðernisstefnu í Evrópu,“ segir Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar. „Við erum ekki með skoðun á því hvernig eigi að leysa þessi vandamál, en við sendum mjög sterk skilaboð um að við eigum að vera okkur þess meðvituð hvernig við fengum þessa Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.“ Nóbelsverðlaun Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin ætlar að veita Evrópusambandinu (ESB) friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að hafa tryggt frið í Evrópu í sex áratugi. „Evrópusambandið á nú um stundir í alvarlegum efnahagslegum erfiðleikum með umtalsverðri félagslegri ólgu,“ segir í tilkynningu Nóbelsnefndarinnar: „Norska Nóbelsnefndin vill beina athyglinni að því sem hún telur mikilvægasta árangur Evrópusambandsins: Hinni árangursríku baráttu fyrir friði og sáttum og fyrir lýðræði og mannréttindum.“ ESB varð til úr umróti eftirstríðsáranna og hefur, að sögn nefndarinnar, sýnt fram á að gamlir óvinir geta orðið nánir samstarfsaðilar með því að byggja smám saman upp gagnkvæmt traust. „Við erum öll mjög stolt af því að hafa fengið þessi Nóbelsverðlaun,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og tók fram að með því að segja „við“ ætti hann „ekki aðeins við Evrópuleiðtoga heldur alla evrópska ríkisborgara, bæði af þessari kynslóð og fyrri kynslóðum.“ Andstæðingar ESB furðuðu sig á þessari ákvörðun nefndarinnar. „Nóbelsverðlaun fyrir ESB. Þegar stjórnin í Brussel og öll Evrópa er að hrynja í eymd sinni. Hvað næst? Óskarsverðlaun handa Van Rompuy?“ spurði til dæmis hollenski þingmaðurinn Geert Wilders, sem barist hefur ákaft gegn ESB. Efnahagserfiðleikar ESB síðustu misserin og órói almennings vegna þeirra virðist reyndar hafa átt sinn þátt í því að norska Nóbelsnefndin tók þessa ákvörðun.„Ef evran liðast í sundur trúi ég að innri markaðurinn fari einnig að liðast í sundur. Og þá fáum við augljóslega nýja þjóðernisstefnu í Evrópu,“ segir Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar. „Við erum ekki með skoðun á því hvernig eigi að leysa þessi vandamál, en við sendum mjög sterk skilaboð um að við eigum að vera okkur þess meðvituð hvernig við fengum þessa Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.“
Nóbelsverðlaun Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira