Tónlist sem vex Trausti Júlíusson skrifar 17. október 2012 00:01 Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson, The Box Tree Fyrir tíu árum gerðu Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari saman plötuna After Silence þar sem þeir fluttu fjórtán frumsamin verk. Sú plata fékk frábæra dóma og fyrir það samstarf fengu þeir m.a. verðlaun sem besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Umslag After Silence var mjög vel heppnað og átti þátt í að móta ímynd tónlistarinnar. Nú hafa þeir Skúli og Óskar sent frá sér nýja plötu, The Box Tree, og aftur vekja umbúðirnar mikla athygli. Platan kemur í ílöngum plastvasa, ásamt stóru blaði sem er teiknað og samanbrotið eins og landakort. Það eru tíu lög á The Box Tree, öll eftir Skúla nema Keeper sem þeir Óskar sömdu í sameiningu. Tónlistin á nýju plötunni er í sama anda og tónlist fyrri plötunnar, en samt virkar hún látlausari við fyrstu hlustun. Lögin eru flest mjög áþekk. Skúli prjónar listilega áfram bassamunstur sem hljóma eins og þau séu alltaf eins en eru í raun flókin og síbreytileg og Óskar spinnur flottar saxófónslaufur ofan á. Þessi tónlist lætur frekar lítið yfir sér. Hún er ekki beinlínis krefjandi. Það má láta hana ganga í bakgrunninum og hún er mjög notaleg þannig. Ef maður gefur henni meiri gaum, hækkar í græjunum og færir hana í forgrunninn þá opnast boxið hins vegar og hún vex í allar áttir. Á heildina litið er þetta einstök plata frá tveimur afburðahljóðfæraleikurum. Niðurstaða: Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna. Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson, The Box Tree Fyrir tíu árum gerðu Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari saman plötuna After Silence þar sem þeir fluttu fjórtán frumsamin verk. Sú plata fékk frábæra dóma og fyrir það samstarf fengu þeir m.a. verðlaun sem besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Umslag After Silence var mjög vel heppnað og átti þátt í að móta ímynd tónlistarinnar. Nú hafa þeir Skúli og Óskar sent frá sér nýja plötu, The Box Tree, og aftur vekja umbúðirnar mikla athygli. Platan kemur í ílöngum plastvasa, ásamt stóru blaði sem er teiknað og samanbrotið eins og landakort. Það eru tíu lög á The Box Tree, öll eftir Skúla nema Keeper sem þeir Óskar sömdu í sameiningu. Tónlistin á nýju plötunni er í sama anda og tónlist fyrri plötunnar, en samt virkar hún látlausari við fyrstu hlustun. Lögin eru flest mjög áþekk. Skúli prjónar listilega áfram bassamunstur sem hljóma eins og þau séu alltaf eins en eru í raun flókin og síbreytileg og Óskar spinnur flottar saxófónslaufur ofan á. Þessi tónlist lætur frekar lítið yfir sér. Hún er ekki beinlínis krefjandi. Það má láta hana ganga í bakgrunninum og hún er mjög notaleg þannig. Ef maður gefur henni meiri gaum, hækkar í græjunum og færir hana í forgrunninn þá opnast boxið hins vegar og hún vex í allar áttir. Á heildina litið er þetta einstök plata frá tveimur afburðahljóðfæraleikurum. Niðurstaða: Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson taka upp spunaþráðinn tíu árum seinna.
Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira