Opna vef um lífið í Reykjavík 21. október 2012 14:00 Aníta Eldjárn og Ragnheiður Guðmundsdóttir opna vefsíðuna reykjaviknights.com. Fréttablaðið/Stefán „Við ætlum að sýna upprennandi ljósmyndara bæði frá Íslandi og hvaðanæva úr heiminum," segir ljósmyndarinn Aníta Eldjárn. Hún opnar vefsíðuna Reykjavíknights.com í dag ásamt æskuvinkonu sinni, förðunarfræðingnum og stílistanum Ragnheiði Guðmundsdóttur. Á heimasíðunni verða birtar myndir af viðburðum, götutísku, borgarlífinu og viðtöl við áhugavert og skapandi fólk. „Síðan er á ensku svo þetta er einnig hugsað fyrir útlendinga," segir Aníta. Fyrsti ljósmyndarinn til að sýna verk sín er hinn norski David Nikolaisen. „Hann er mjög hæfileikaríkur. Þetta er strákatískuþáttur sem er svolítið öðruvísi og kynlausari en Íslendingar þekkja," segir Aníta. Hún bætir við að sami stíllinn sé mikið ráðandi í íslenskri ljósmyndun og að þetta sé vettvangur til að kynna nýja stíla. Fyrsta viðtalið verður við fyrirsætuna Kolfinnu Kristófersdóttur sem hefur náð gífurlega langt í tískuheiminum að undanförnu. „Við forvitnuðumst um þennan bransa, hvað henni finnst um hann og hennar líf," segir Ragnheiður. Vinkonurnar eiga að baki langt samstarf og munu birta myndaþætti á vefsíðunni sem þær vinna. „Við höfum verið í svona dúlleríi að mála hvor aðra og taka myndir síðan við vorum litlar," segir Ragnheiður. Opnun Reykjavík Nights verður fagnað á Dolly í kvöld og hefst gleðin klukkan níu. „Ég verð að taka myndir sem enda að lokum á síðunni," segir Aníta sem hefur verið dugleg við að mynda bæjarlífið að undanförnu. - hþt Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Við ætlum að sýna upprennandi ljósmyndara bæði frá Íslandi og hvaðanæva úr heiminum," segir ljósmyndarinn Aníta Eldjárn. Hún opnar vefsíðuna Reykjavíknights.com í dag ásamt æskuvinkonu sinni, förðunarfræðingnum og stílistanum Ragnheiði Guðmundsdóttur. Á heimasíðunni verða birtar myndir af viðburðum, götutísku, borgarlífinu og viðtöl við áhugavert og skapandi fólk. „Síðan er á ensku svo þetta er einnig hugsað fyrir útlendinga," segir Aníta. Fyrsti ljósmyndarinn til að sýna verk sín er hinn norski David Nikolaisen. „Hann er mjög hæfileikaríkur. Þetta er strákatískuþáttur sem er svolítið öðruvísi og kynlausari en Íslendingar þekkja," segir Aníta. Hún bætir við að sami stíllinn sé mikið ráðandi í íslenskri ljósmyndun og að þetta sé vettvangur til að kynna nýja stíla. Fyrsta viðtalið verður við fyrirsætuna Kolfinnu Kristófersdóttur sem hefur náð gífurlega langt í tískuheiminum að undanförnu. „Við forvitnuðumst um þennan bransa, hvað henni finnst um hann og hennar líf," segir Ragnheiður. Vinkonurnar eiga að baki langt samstarf og munu birta myndaþætti á vefsíðunni sem þær vinna. „Við höfum verið í svona dúlleríi að mála hvor aðra og taka myndir síðan við vorum litlar," segir Ragnheiður. Opnun Reykjavík Nights verður fagnað á Dolly í kvöld og hefst gleðin klukkan níu. „Ég verð að taka myndir sem enda að lokum á síðunni," segir Aníta sem hefur verið dugleg við að mynda bæjarlífið að undanförnu. - hþt
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira