Snjallsíminn greiðslumáti framtíðarinnar 24. október 2012 06:00 Kristján Harðarson hjá Valitor og Henrik Bromée frá Visa Europe eru sannfærðir um að framtíðin liggi í snjallsímunum. Fréttablaðið/GVA Áhugasamir Íslendingar geta átt þess kost eftir næstu áramót að nýta snjallsíma til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Íslenska kortafyrirtækið Valitor stendur fyrir þessu verkefni í samstarfi við Visa Europe og hugbúnaðarfyrirtækinu Oberthur Technologies. Markmiðið er að innleiða nýja tækni sem býður upp á snertilausar kreditkortagreiðslur með snjallsíma við posabúnað. „Þetta eykur hagræði fyrir neytendur og kemur sér líka vel fyrir kaupmenn þar sem kaup ganga fljótar fyrir sig," segir Henrik Bromée frá Visa Europe, en hann var staddur hér á landi til að kynna tæknina á ráðstefnu um kortaviðskipti á alþjóðlegum vettvangi sem Valitor stóð fyrir. Visa prófaði tæknina með góðum árangri á Ólympíuleikunum í London, að sögn Henriks, en hann segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir næsta tilraunaverkefni. „Bæði eru Íslendingar sér á báti hvað varðar kortaeign og notkun, en hér eru 2,5 Visakort á hvern mann, samanborið við innan við eitt á mann í Evrópu, og svo er snjallsímanotkun líka mjög útbreidd." Kristján Harðarson, sviðsstjóri markaðs- og þjónustusviðs Valitor, tekur undir það og bendir á að samkvæmt nýlegri könnun MMR sé yfir helmingur landsmanna með snjallsíma. Kerfið gengur þannig fyrir sig að notandi fær útgefið sérstakt símkort með innbyggðri flögu frá kortafyrirtækinu, og setur svo upp forrit í símanum sínum, en fyrsta kastið verður hægt að setja það upp í tveimur tegundum af Samsung-símum. Við kaup fyrir lægri upphæð en 3.500 krónur nægir að bera símann upp að posanum, en fyrir hærri upphæðir þarf að slá inn pin-númer á símann. Vilji notendur hins vegar auka öryggið enn frekar er hægt að búa svo um að pin-númer sé alltaf notað. Hvað varðar öryggi segir Kristján að þetta nýja fyrirkomulag sé í engu óöruggara. „Síminn er í raun greiðslukort, en í þessu nýja kerfi er hægt að loka fyrir kortið með tilkynningu til okkar enn hraðar en nú er mögulegt. Þannig er nýja kerfið enn öruggara að mörgu leyti." Hvað varðar kostnað segir Kristján að ljóst sé að kaupmenn munu ekki bera aukinn kostnað af þessu fyrirkomulagi, en hvað notendur áhrærir segir Kristján að ekkert hafi enn verið ákveðið en það muni skýrast með reynslunni. Henrik segir aðspurður að Visa Europe líti þannig á að framtíðin liggi á þessu sviði. „Forstjórinn okkar hefur að minnsta kosti látið hafa það eftir sér að árið 2020 verði allar færslur með Visa gerðar með síma eða álíka tæki." Sé þó litið til nánustu framtíðar hér á landi hefur tilraunaverkefnið verið í undirbúningi frá því í febrúar og á næstu vikum verður komið upp posum á sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir áramót munu fimmtíu korthafar fá tilboð um að prófa kerfið til að ganga úr skugga um að allt verði til reiðu í upphafi næsta árs þegar þúsund símkort og þrjú þúsund snertilaus greiðslukort verða gefin út og allt fer á fulla ferð. „Þannig verður það út næsta ár," segir Kristján, „en ef að allt gengur að óskum, eins og ég býst við, verður jafnvel hægt að stíga skrefið til fulls fyrr." Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira
Áhugasamir Íslendingar geta átt þess kost eftir næstu áramót að nýta snjallsíma til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Íslenska kortafyrirtækið Valitor stendur fyrir þessu verkefni í samstarfi við Visa Europe og hugbúnaðarfyrirtækinu Oberthur Technologies. Markmiðið er að innleiða nýja tækni sem býður upp á snertilausar kreditkortagreiðslur með snjallsíma við posabúnað. „Þetta eykur hagræði fyrir neytendur og kemur sér líka vel fyrir kaupmenn þar sem kaup ganga fljótar fyrir sig," segir Henrik Bromée frá Visa Europe, en hann var staddur hér á landi til að kynna tæknina á ráðstefnu um kortaviðskipti á alþjóðlegum vettvangi sem Valitor stóð fyrir. Visa prófaði tæknina með góðum árangri á Ólympíuleikunum í London, að sögn Henriks, en hann segir Ísland vera kjörinn vettvang fyrir næsta tilraunaverkefni. „Bæði eru Íslendingar sér á báti hvað varðar kortaeign og notkun, en hér eru 2,5 Visakort á hvern mann, samanborið við innan við eitt á mann í Evrópu, og svo er snjallsímanotkun líka mjög útbreidd." Kristján Harðarson, sviðsstjóri markaðs- og þjónustusviðs Valitor, tekur undir það og bendir á að samkvæmt nýlegri könnun MMR sé yfir helmingur landsmanna með snjallsíma. Kerfið gengur þannig fyrir sig að notandi fær útgefið sérstakt símkort með innbyggðri flögu frá kortafyrirtækinu, og setur svo upp forrit í símanum sínum, en fyrsta kastið verður hægt að setja það upp í tveimur tegundum af Samsung-símum. Við kaup fyrir lægri upphæð en 3.500 krónur nægir að bera símann upp að posanum, en fyrir hærri upphæðir þarf að slá inn pin-númer á símann. Vilji notendur hins vegar auka öryggið enn frekar er hægt að búa svo um að pin-númer sé alltaf notað. Hvað varðar öryggi segir Kristján að þetta nýja fyrirkomulag sé í engu óöruggara. „Síminn er í raun greiðslukort, en í þessu nýja kerfi er hægt að loka fyrir kortið með tilkynningu til okkar enn hraðar en nú er mögulegt. Þannig er nýja kerfið enn öruggara að mörgu leyti." Hvað varðar kostnað segir Kristján að ljóst sé að kaupmenn munu ekki bera aukinn kostnað af þessu fyrirkomulagi, en hvað notendur áhrærir segir Kristján að ekkert hafi enn verið ákveðið en það muni skýrast með reynslunni. Henrik segir aðspurður að Visa Europe líti þannig á að framtíðin liggi á þessu sviði. „Forstjórinn okkar hefur að minnsta kosti látið hafa það eftir sér að árið 2020 verði allar færslur með Visa gerðar með síma eða álíka tæki." Sé þó litið til nánustu framtíðar hér á landi hefur tilraunaverkefnið verið í undirbúningi frá því í febrúar og á næstu vikum verður komið upp posum á sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir áramót munu fimmtíu korthafar fá tilboð um að prófa kerfið til að ganga úr skugga um að allt verði til reiðu í upphafi næsta árs þegar þúsund símkort og þrjú þúsund snertilaus greiðslukort verða gefin út og allt fer á fulla ferð. „Þannig verður það út næsta ár," segir Kristján, „en ef að allt gengur að óskum, eins og ég býst við, verður jafnvel hægt að stíga skrefið til fulls fyrr."
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira