Skjárinn tapaði um 300 milljónum í fyrra Þórður Snær Júlíusson skrifar 24. október 2012 00:00 Skjár einn Skjárinn rekur næststærstu áskriftarsjónvarpsstöð landsins auk ýmissa minni rekstrareininga. SkjárEinn hóf göngu sína haustið 1999 og var framan af ókeypis, en hefur verið áskriftarstöð frá haustinu 2009. Skjárinn ehf., sem rekur SkjáEinn, SkjáBíó, SkjáHeim og SkjáGolf, tapaði 285 milljónum króna í fyrra. Það er tæpum hundrað milljónum króna minna en félagið tapaði árið áður. Samtals nemur tap Skjásins á árunum 2010 og 2011 663 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 653 milljónir króna um síðustu áramót. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi þess. Velta Skjásins, sem samanstendur af tekjum af sölu áskrifta og auglýsinga, jókst hins vegar um 350 milljónir króna á milli ára og var tæplega 1,9 milljarðar króna. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, segir reksturinn hafa gengið enn betur í ár en í fyrra. „Það hefur orðið mjög mikill bati hér á tveimur árum. Ástæðan er blanda af mörgu. Undirliggjandi rekstrareiningar, sem eru nokkrar, hafa allar staðið sig ágætlega. Svo hefur verið stíft aðhald í rekstri líkt og þarf að vera.“ Spurður hvort það sé fyrirsjáanlegt að Skjárinn skili hagnaði í náinni framtíð svarar Friðrik því játandi. „Við förum nálægt því á þessu ári. Þetta er allt annað umhverfi í dag en það sem við höfðum verið að vinna í. Við höfum ekkert verið að flagga því, en ég skal ekkert neita því að þetta hefur gengið vonum framar að snúa þessum rekstri við. Þetta lítur vel út hjá okkur og menn eru bjartsýnir.“ Skjárinn skuldar móðurfélagi sínu Skiptum 1,4 milljarða króna og jukust þær skuldir um tæpar 400 milljónir króna á síðasta ári. Vegna þessara skulda greiddi Skjárinn móðurfélaginu Skiptum 94 milljónir króna í vexti á árinu 2011. Á síðustu tveimur árum hafa vaxtagreiðslur til Skipta numið um 154 milljónum króna. Eigandi Skjásins eru Skjá miðlar ehf., sem er að öllu leyti í eigu Skipta. Skipti er einnig móðurfélag Símans. Skjárinn keypti vöru og þjónustu frá Skiptum, Símanum og dótturfélagi hans Mílu fyrir samtals 405 milljónir króna í fyrra. Auk þess greiddi félagið 94,2 milljónir króna í vexti til Skipta vegna lána sem félagið veitti Skjánum. Á árinu 2010 keypti Skjárinn þjónustu af sömu félögum fyrir 343 milljónir króna og greiddi Skiptum 59,6 milljónir króna í vexti. Tengdar fréttir Skipti tryggir rekstrarhæfi út árið Í ársreikningnum segir að „þrátt fyrir rekstrartap á árinu 2011 hefur orðið umtalsverður viðsnúningur í rekstri félagsins á árinu 2011 þar sem rekstrartap hefur lækkað verulega samanborið við fyrra ár og skýrist það einkum af hagræðingaraðgerðum stjórnenda auk þess sem vöxtur hefur verið í tekjum félagsins á árinu […] Eiginfjárstaða félagsins í árslok 24. október 2012 06:00 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira
Skjárinn ehf., sem rekur SkjáEinn, SkjáBíó, SkjáHeim og SkjáGolf, tapaði 285 milljónum króna í fyrra. Það er tæpum hundrað milljónum króna minna en félagið tapaði árið áður. Samtals nemur tap Skjásins á árunum 2010 og 2011 663 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 653 milljónir króna um síðustu áramót. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi þess. Velta Skjásins, sem samanstendur af tekjum af sölu áskrifta og auglýsinga, jókst hins vegar um 350 milljónir króna á milli ára og var tæplega 1,9 milljarðar króna. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, segir reksturinn hafa gengið enn betur í ár en í fyrra. „Það hefur orðið mjög mikill bati hér á tveimur árum. Ástæðan er blanda af mörgu. Undirliggjandi rekstrareiningar, sem eru nokkrar, hafa allar staðið sig ágætlega. Svo hefur verið stíft aðhald í rekstri líkt og þarf að vera.“ Spurður hvort það sé fyrirsjáanlegt að Skjárinn skili hagnaði í náinni framtíð svarar Friðrik því játandi. „Við förum nálægt því á þessu ári. Þetta er allt annað umhverfi í dag en það sem við höfðum verið að vinna í. Við höfum ekkert verið að flagga því, en ég skal ekkert neita því að þetta hefur gengið vonum framar að snúa þessum rekstri við. Þetta lítur vel út hjá okkur og menn eru bjartsýnir.“ Skjárinn skuldar móðurfélagi sínu Skiptum 1,4 milljarða króna og jukust þær skuldir um tæpar 400 milljónir króna á síðasta ári. Vegna þessara skulda greiddi Skjárinn móðurfélaginu Skiptum 94 milljónir króna í vexti á árinu 2011. Á síðustu tveimur árum hafa vaxtagreiðslur til Skipta numið um 154 milljónum króna. Eigandi Skjásins eru Skjá miðlar ehf., sem er að öllu leyti í eigu Skipta. Skipti er einnig móðurfélag Símans. Skjárinn keypti vöru og þjónustu frá Skiptum, Símanum og dótturfélagi hans Mílu fyrir samtals 405 milljónir króna í fyrra. Auk þess greiddi félagið 94,2 milljónir króna í vexti til Skipta vegna lána sem félagið veitti Skjánum. Á árinu 2010 keypti Skjárinn þjónustu af sömu félögum fyrir 343 milljónir króna og greiddi Skiptum 59,6 milljónir króna í vexti.
Tengdar fréttir Skipti tryggir rekstrarhæfi út árið Í ársreikningnum segir að „þrátt fyrir rekstrartap á árinu 2011 hefur orðið umtalsverður viðsnúningur í rekstri félagsins á árinu 2011 þar sem rekstrartap hefur lækkað verulega samanborið við fyrra ár og skýrist það einkum af hagræðingaraðgerðum stjórnenda auk þess sem vöxtur hefur verið í tekjum félagsins á árinu […] Eiginfjárstaða félagsins í árslok 24. október 2012 06:00 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira
Skipti tryggir rekstrarhæfi út árið Í ársreikningnum segir að „þrátt fyrir rekstrartap á árinu 2011 hefur orðið umtalsverður viðsnúningur í rekstri félagsins á árinu 2011 þar sem rekstrartap hefur lækkað verulega samanborið við fyrra ár og skýrist það einkum af hagræðingaraðgerðum stjórnenda auk þess sem vöxtur hefur verið í tekjum félagsins á árinu […] Eiginfjárstaða félagsins í árslok 24. október 2012 06:00