Sagan með stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2012 08:00 Dóra María Lárusdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir bregða hér á leik á æfingu í gær. Mynd/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM-farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska liðinu í Laugardalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslitakeppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb" í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undankeppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því vonlítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu munaði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verkefnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkraínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undankeppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkraínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugardalsvellinum síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 landsleiki í Laugardalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelpunum okkar á morgun og farseðillinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM-farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska liðinu í Laugardalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslitakeppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb" í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undankeppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því vonlítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu munaði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verkefnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkraínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undankeppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkraínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugardalsvellinum síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 landsleiki í Laugardalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelpunum okkar á morgun og farseðillinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira