Bræðurnir orðnir stærstir í Bakkavör 24. október 2012 07:00 Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir. Fyrir bankahrun var hollenskt félag í eigu bræðranna, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör og Kaupþingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Því er ljóst að bræðurnir eiga töluvert fé. Bakkavör Group gerði nauðasamning árið 2010 sem átti að gefa bræðrunum tækifæri til að halda yfirráðum í félaginu tækist þeim að greiða skuldir sínar ásamt háum vöxtum. Í upphafi þessa árs var orðið ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Því var ákveðið að breyta kröfum í nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum að kaupa um fjórðung þess. Síðan hafa þeir bætt hratt við sig eignarhlutum. Félög í eigu bræðranna hafa komið inn í landið með milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa með því fengið hundraða milljóna króna afslátt af hlutabréfum sem þeir hafa keypt í Bakkavör. Á móti bræðrunum hefur staðið blokk annarra kröfuhafa sem á rétt rúmlega fimmtíu prósenta eignarhlut og neitar að selja þeim. Uppistaðan í henni er Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent) auk smærri sjóða. Á meðal annarra eigenda í Bakkavör er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd., sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. - þsj /Leiðrétting:Vegna fréttarinnar hér að ofan vill MP banki koma því á framfæri að hann hafi ekki verið einn þeirra aðila sem seldu hluti til bræðranna. MP banki kannast ekki við að hafa átt hluti í Bakkavör. Bankinn segist ennfremur ekki hafa haft neinskonar milligöngu um sölu á bréfum í félaginu. Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru orðnir stærstu einstöku hluthafar félagsins. Þeir eiga nú um 40 prósenta hlut sem þeir hafa keypt hluti fyrir meira en átta milljarða króna. Hlutina hafa þeir keypt af fyrrum kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar Group í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka, MP Banki og minni lífeyrissjóðir. Fyrir bankahrun var hollenskt félag í eigu bræðranna, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör og Kaupþingi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007. Því er ljóst að bræðurnir eiga töluvert fé. Bakkavör Group gerði nauðasamning árið 2010 sem átti að gefa bræðrunum tækifæri til að halda yfirráðum í félaginu tækist þeim að greiða skuldir sínar ásamt háum vöxtum. Í upphafi þessa árs var orðið ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Því var ákveðið að breyta kröfum í nýtt hlutafé og leyfa bræðrunum að kaupa um fjórðung þess. Síðan hafa þeir bætt hratt við sig eignarhlutum. Félög í eigu bræðranna hafa komið inn í landið með milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans og hafa með því fengið hundraða milljóna króna afslátt af hlutabréfum sem þeir hafa keypt í Bakkavör. Á móti bræðrunum hefur staðið blokk annarra kröfuhafa sem á rétt rúmlega fimmtíu prósenta eignarhlut og neitar að selja þeim. Uppistaðan í henni er Arion banki (34 prósent), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (sjö prósent) og Gildi lífeyrissjóður (fimm prósent) auk smærri sjóða. Á meðal annarra eigenda í Bakkavör er vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management Ltd., sem hefur eignast alls um fimm prósenta hlut með uppkaupum á kröfum og hlutafé. Þessi sjóður er líka á meðal stærstu eigenda Klakka, sem áður hét Exista, og stærstu kröfuhafa þrotabúa Kaupþings og Glitnis. - þsj /Leiðrétting:Vegna fréttarinnar hér að ofan vill MP banki koma því á framfæri að hann hafi ekki verið einn þeirra aðila sem seldu hluti til bræðranna. MP banki kannast ekki við að hafa átt hluti í Bakkavör. Bankinn segist ennfremur ekki hafa haft neinskonar milligöngu um sölu á bréfum í félaginu.
Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira