Að drepa skipbrotsmenn er níðingsverk 24. október 2012 10:00 Fortíðin heillar Tapio segist skrifa smásögur um samtímann en að það séu sögulegu efnin sem verði að stórum skáldsögum hjá honum.Fréttablaðið/Anton Finnski rithöfundurinn Tapio Koivukari sendi í fyrra frá sér skáldsöguna Ariasman, sögulega skáldsögu um Spánverjavígin á Vestfjörðum árið 1615 og aðdraganda þeirra. Bókin er nú komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar og Tapio var tekinn í yfirheyrslu af því tilefni. Hvers vegna höfðaði þessi saga svona mikið til þín? „Þegar ég bjó á Ísafirði heyrði ég einhvern tíma þessa sögu um það hvernig Vestfirðingar hefðu drepið baskneska skipbrotsmenn og þótti það mjög skrítið. Að drepa skipbrotsmenn er níðingsverk og ég skildi ekki hvernig forfeður þessa góða og gestrisna fólks sem ég þekkti fyrir vestan hefðu getað framið slíkt verk. Þannig að ég fór að skoða hvernig þetta hafði gerst. Las blaðagrein í Morgunblaðinu 1996 þar sem gerð var skilmerkileg grein fyrir því sem gerðist, en það vantaði samt svar við þessari stóru spurningu: Hvað lá að baki? Það er alls ekki skýrt. Það voru engir góðir gæjar og vondir gæjar í þessari sögu, enginn var alveg saklaus og heldur enginn algóður. Það var eitthvað loðið við þetta allt saman." Eiga allar persónur sögunnar raunverulegar fyrirmyndir? „Eiginlega allar aðalpersónurnar, já. En Kristrún, unga stúlkan sem heillast af unga Baskanum, og hennar fjölskylda eru skáldskapur. Samkvæmt íslenskum heimildum, bæði Spönsku vísum og hjá Jóni lærða, slapp einn unglingspiltur og það er vitað að hann hét Garcia, en það er ekkert vitað hver hann var þannig að ég þurfti að skálda uppvöxt hans og örlög. Allir aðrir voru til í raun og veru." Ariasman er baskneska nafnið á Ara Magnússyni í Ögri. Hvers vegna ákvaðstu að nefna bókina eftir honum sem er eiginlega hálfgerð aukapersóna í sögunni? „Hann er aukapersóna, já, en hann hafði náttúrulega völdin. Það var í hans valdi að gera þetta öðruvísi. Hann hefði vel getað tekið með sér prestinn sem túlk, róið yfir í Æðey og samið við Baskana um friðsamlega lausn. Í stað þess safnar hann herliði og drepur Baskana eins og skepnur." Þú segir að í þessari sögu séu engir góðir eða vondir gæjar, en það er samt greinilegt að Baskarnir eiga samúð þína. „Já, ég verð að viðurkenna það. Í samtímaheimildum kemur fram að þeir hafi hegðað sér eins og séntilmenn, þótt þeir hafi tekið eina og eina rollu eða belju sér til matar. Þeir voru engir sjóræningjar eða nauðgarar. Meira að segja í Spönsku vísum, sem frændi hans Ara orti, segir að „engin kvinna heiður missti". Örugglega voru þeir dálítið hrokafullir í garð Íslendinga, litu á sjálfa sig sem siðmenntaða menn en Íslendingana sem frumbyggja svipaða indíánunum á Nýfundnalandi og töldu sig hátt yfir þá hafna, sem örugglega hefur farið í taugarnar á innfæddum. Þótt þeim hafi eflaust þótt merkilegt hve margir Íslendingar voru læsir og skrifandi." Stendur einhver persónanna þér nær en aðrar? „Já, Jón lærði, eins og þú sérð sjálfsagt. Hann var eiginlega endurreisnarmaður með mikla fróðleiksfýsn og sköpunargáfu. Ef hann hefði fæðst á meginlandinu og verið af efnaðri fjölskyldu hefði Leonardo da Vinci mátt vara sig. En hann fæddist hér í einhverju krummaskuði í fátækasta landi Evrópu og átti enga möguleika." Þú hefur skrifað sögulegan þríleik frá þínum heimaslóðum í Finnlandi og nú skrifarðu sögulega skáldsögu frá Íslandi. Höfðar samtíminn ekki til þín? „Mér finnst það skemmtilegra sem maður sér úr fjarskanum, já, en ég hef nú skrifað smásögur sem gerast í nútímanum eða í ímynduðum veruleika. Það hefur samt einhvern veginn orðið þannig að efnin úr fortíðinni verða að stórum skáldsögum. Ég fer á meira flug og úr fjarlægðinni virðist hafa verið svo miklu meiri dramatík í fortíðinni. Núna þyrfti maður að skrifa um Indónesíu eða einhvern svoleiðis stað þar sem er alvöru lífsháski til að finna viðlíka dramatík." Þessi bók talar samt alveg inn í samtímann á Íslandi. „Já, og líka í Finnlandi. Sums staðar í Evrópu eru menn orðnir vanari fjölmenningarsamfélagi en bæði hér og heima er enn þá þessi ótti við útlendinga í bland við smjaður. Ég var líka að skoða það hvernig svona átök spretta upp og vaxa. Menn nota sér ástandið til að svindla sér í hag og kenna útlendingunum um. Baskarnir aftur á móti eru aðeins of frekir, aðeins of hrokafullir og koma með því óorði á sjálfa sig. Og þegar þetta allt spilar saman endar það auðvit-að með ósköpum. Er það ekki að gerast alls staðar í heiminum enn þá? Menn eru hlekkjaðir í sitt eigið hugarfar." fridrikab@frettabladid.is Lífið Tengdar fréttir Tengdasonur Ísafjarðar Tapio Koivukari, menntaður guðfræðingur, gerðist smíðakennari í grunnskólanum á Ísafirði. 24. október 2012 00:01 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Finnski rithöfundurinn Tapio Koivukari sendi í fyrra frá sér skáldsöguna Ariasman, sögulega skáldsögu um Spánverjavígin á Vestfjörðum árið 1615 og aðdraganda þeirra. Bókin er nú komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar og Tapio var tekinn í yfirheyrslu af því tilefni. Hvers vegna höfðaði þessi saga svona mikið til þín? „Þegar ég bjó á Ísafirði heyrði ég einhvern tíma þessa sögu um það hvernig Vestfirðingar hefðu drepið baskneska skipbrotsmenn og þótti það mjög skrítið. Að drepa skipbrotsmenn er níðingsverk og ég skildi ekki hvernig forfeður þessa góða og gestrisna fólks sem ég þekkti fyrir vestan hefðu getað framið slíkt verk. Þannig að ég fór að skoða hvernig þetta hafði gerst. Las blaðagrein í Morgunblaðinu 1996 þar sem gerð var skilmerkileg grein fyrir því sem gerðist, en það vantaði samt svar við þessari stóru spurningu: Hvað lá að baki? Það er alls ekki skýrt. Það voru engir góðir gæjar og vondir gæjar í þessari sögu, enginn var alveg saklaus og heldur enginn algóður. Það var eitthvað loðið við þetta allt saman." Eiga allar persónur sögunnar raunverulegar fyrirmyndir? „Eiginlega allar aðalpersónurnar, já. En Kristrún, unga stúlkan sem heillast af unga Baskanum, og hennar fjölskylda eru skáldskapur. Samkvæmt íslenskum heimildum, bæði Spönsku vísum og hjá Jóni lærða, slapp einn unglingspiltur og það er vitað að hann hét Garcia, en það er ekkert vitað hver hann var þannig að ég þurfti að skálda uppvöxt hans og örlög. Allir aðrir voru til í raun og veru." Ariasman er baskneska nafnið á Ara Magnússyni í Ögri. Hvers vegna ákvaðstu að nefna bókina eftir honum sem er eiginlega hálfgerð aukapersóna í sögunni? „Hann er aukapersóna, já, en hann hafði náttúrulega völdin. Það var í hans valdi að gera þetta öðruvísi. Hann hefði vel getað tekið með sér prestinn sem túlk, róið yfir í Æðey og samið við Baskana um friðsamlega lausn. Í stað þess safnar hann herliði og drepur Baskana eins og skepnur." Þú segir að í þessari sögu séu engir góðir eða vondir gæjar, en það er samt greinilegt að Baskarnir eiga samúð þína. „Já, ég verð að viðurkenna það. Í samtímaheimildum kemur fram að þeir hafi hegðað sér eins og séntilmenn, þótt þeir hafi tekið eina og eina rollu eða belju sér til matar. Þeir voru engir sjóræningjar eða nauðgarar. Meira að segja í Spönsku vísum, sem frændi hans Ara orti, segir að „engin kvinna heiður missti". Örugglega voru þeir dálítið hrokafullir í garð Íslendinga, litu á sjálfa sig sem siðmenntaða menn en Íslendingana sem frumbyggja svipaða indíánunum á Nýfundnalandi og töldu sig hátt yfir þá hafna, sem örugglega hefur farið í taugarnar á innfæddum. Þótt þeim hafi eflaust þótt merkilegt hve margir Íslendingar voru læsir og skrifandi." Stendur einhver persónanna þér nær en aðrar? „Já, Jón lærði, eins og þú sérð sjálfsagt. Hann var eiginlega endurreisnarmaður með mikla fróðleiksfýsn og sköpunargáfu. Ef hann hefði fæðst á meginlandinu og verið af efnaðri fjölskyldu hefði Leonardo da Vinci mátt vara sig. En hann fæddist hér í einhverju krummaskuði í fátækasta landi Evrópu og átti enga möguleika." Þú hefur skrifað sögulegan þríleik frá þínum heimaslóðum í Finnlandi og nú skrifarðu sögulega skáldsögu frá Íslandi. Höfðar samtíminn ekki til þín? „Mér finnst það skemmtilegra sem maður sér úr fjarskanum, já, en ég hef nú skrifað smásögur sem gerast í nútímanum eða í ímynduðum veruleika. Það hefur samt einhvern veginn orðið þannig að efnin úr fortíðinni verða að stórum skáldsögum. Ég fer á meira flug og úr fjarlægðinni virðist hafa verið svo miklu meiri dramatík í fortíðinni. Núna þyrfti maður að skrifa um Indónesíu eða einhvern svoleiðis stað þar sem er alvöru lífsháski til að finna viðlíka dramatík." Þessi bók talar samt alveg inn í samtímann á Íslandi. „Já, og líka í Finnlandi. Sums staðar í Evrópu eru menn orðnir vanari fjölmenningarsamfélagi en bæði hér og heima er enn þá þessi ótti við útlendinga í bland við smjaður. Ég var líka að skoða það hvernig svona átök spretta upp og vaxa. Menn nota sér ástandið til að svindla sér í hag og kenna útlendingunum um. Baskarnir aftur á móti eru aðeins of frekir, aðeins of hrokafullir og koma með því óorði á sjálfa sig. Og þegar þetta allt spilar saman endar það auðvit-að með ósköpum. Er það ekki að gerast alls staðar í heiminum enn þá? Menn eru hlekkjaðir í sitt eigið hugarfar." fridrikab@frettabladid.is
Lífið Tengdar fréttir Tengdasonur Ísafjarðar Tapio Koivukari, menntaður guðfræðingur, gerðist smíðakennari í grunnskólanum á Ísafirði. 24. október 2012 00:01 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tengdasonur Ísafjarðar Tapio Koivukari, menntaður guðfræðingur, gerðist smíðakennari í grunnskólanum á Ísafirði. 24. október 2012 00:01