Marklínutæknin tekur völdin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. október 2012 06:00 FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tæknibúnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnuleikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt gengur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill," segir Gylfi Orrason varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upphafið á einhverju meira, hvort leikmaður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar," bætti Gylfi við. FIFA leggur til 50 milljónir kr. fyrir hvern keppnisvöll Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niðurstöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krikket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 milljónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verður settur upp. Heildarkostnaðurinn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til staðar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stórmótið" þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna eða ekki. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðsmaðurinn Geoff Hurst boltanum í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiksins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tæknibúnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnuleikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt gengur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill," segir Gylfi Orrason varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upphafið á einhverju meira, hvort leikmaður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar," bætti Gylfi við. FIFA leggur til 50 milljónir kr. fyrir hvern keppnisvöll Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niðurstöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krikket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 milljónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verður settur upp. Heildarkostnaðurinn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til staðar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stórmótið" þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna eða ekki. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðsmaðurinn Geoff Hurst boltanum í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiksins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira