Eimskip ekki á neinu útsöluverði 25. október 2012 04:30 Enginn afsláttur Í greiningu Arion banka segir að það þurfi ekki að fara í grafgötur með að seljendur hlutanna ætli sér að fá ásættanlegt verð. "Þetta er ekki frumútboð á nýju hlutafé, heldur hlutir sem seljendur sitja uppi með þar sem þeir voru stórir lánveitendur gamla Eimskips.“ fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmtungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eimskip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbilsins sem boðið var upp á í útboðinu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxtunarkröfu, og forsendur um framlegð, fjárfestar gera. Fjárfestingaumhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjárfestingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar forsendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…]Þeir fjárfestar sem krefjast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kauphöll Íslands". Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hlutabréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráðleggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlutdeild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveðin gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af markaðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmtungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eimskip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbilsins sem boðið var upp á í útboðinu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxtunarkröfu, og forsendur um framlegð, fjárfestar gera. Fjárfestingaumhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjárfestingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar forsendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…]Þeir fjárfestar sem krefjast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kauphöll Íslands". Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hlutabréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráðleggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlutdeild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveðin gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af markaðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira