Telja bjóðendum mismunað - Fréttaskýring 27. október 2012 07:30 Hætt við Sex stjórnendur Eimskips áttu að fá kauprétt að tæplega 4,4 prósenta hlut í Eimskip með ríflegum afslætti. Fallið var frá kaupréttunum síðdegis á fimmtudag. Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips. fréttablaðið/stéfan Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrirvörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 prósent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaupréttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfaldlega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrirvarann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri aðilar hafi gert sambærileg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft samband við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinberlega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar formlegar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Af hverju er ólga vegna hlutafjárútboðs í Eimskips? Forsvarsmenn allmargra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta eru mjög ósáttir við að hluti bjóðenda í hlutafjárútboði Eimskips hafi fengið að skila inn tilboðum með fyrirvörum án þess að kynning á útboðinu eða skráningarlýsing hafi gert ráð fyrir að hægt væri að gera slík tilboð. Þeir sem gerðu tilboð með fyrirvara sögðust vera tilbúnir að kaupa hluti ef fallið yrði frá kaupréttarsamningum stjórnenda Eimskips.Það var á endanum gert. Á miðvikudagskvöldið var fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV að lífeyrissjóðurinn Gildi myndi ekki vera með í útboðinu. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í viðtali við RÚV að hann myndi ekki taka þátt í útboðinu af siðferðilegum ástæðum vegna kaupréttarsamninganna. Auk þess þætti sjóðnum verðið of hátt. Morguninn eftir var staðfest að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) ætlaði ekki heldur að taka þátt vegna sömu ástæðna. Við þetta varð í raun allt vitlaust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hófu aðilar sem höfðu umsjón með útboðinu í kjölfarið að hafa samband við fagfjárfesta og opna á þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Útboðinu lauk klukkan 14 á fimmtudag. Um það leyti var farið að kvisast út orðrómur um að stjórnendurnir hefðu ákveðið að falla frá kaupréttunum. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að hringt hafi verið inn á stjórnarfund í sjóðnum og honum tilkynnt að það stæði til. Það símtal hafi þó borist eftir að útboðinu lauk, á milli 14 og 15. Vert er að taka fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í útboðinu, enda á sjóðurinn þegar 14,6 prósent í honum. Það var því verið að tilkynna sjóðnum um það að fallið væri frá kaupréttunum sem hluthafa, ekki bjóðanda. Almenni lífeyrissjóðurinn var einn þeirra sjóða sem gerði tilboð með fyrirvara um kaupréttina. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir hann einfaldlega hafa tekið ákvörðun um að skrifa fyrirvarann inn á tilboðið. Við það hafi ekki verið gerðar athugasemdir. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri aðilar hafi gert sambærileg tilboð. Þar er bæði átti við lífeyrissjóði og sjóðsstýringarfyrirtæki. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það hafi ekki verið haft samband við neinn innan hans sjóðs til að tilkynna um þann möguleika að gera tilboð með fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var heldur ekki haft samband við aðra sjóði sem höfðu lýst því yfir opinberlega að þeir myndu ekki taka þátt og þeim boðið að bjóða á þessum nýju forsendum. Margir lífeyrissjóðir eru því afar ósáttir við umsjónaraðila útboðsins, Íslandsbanka og Straum. Þeir eru sérstaklega ósáttir við að haft hafi verið samband við valda bjóðendur og þeim boðið að taka þátt í útboðinu með fyrirvara. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra séu að láta kanna lagalega stöðu sína vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka höfðu bankanum þó ekki borist neinar formlegar athugasemdir frá fjárfestum um óánægju með framkvæmd útboðsins. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira