Olís komið í samkeppni við N1 í sölu á metangasi 29. október 2012 07:00 Samúel Guðmundsson og Dofri Hermannsson handsala samning um metanafgreiðslustöð handa Olís. Hjá þeim standa Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís (til vinstri), og Sigurður Ástgeirsson, sérfræðingur hjá Metanorku. Fréttablaðið/Anton Olís ætlar í vetur að opna nýja afgreiðslustöð fyrir metangas í Reykjavík. Hingað til hefur stöð N1 í Ártúnshöfða verið eina stöðin sem býður upp á metangas í borginni. Metanorka og Olís skrifuðu á föstudag undir samning um kaup á afgreiðslustöð fyrir gasið, sem Metanorka afhendir í gámum á afgreiðslustað. Metanorka er dótturfélag Íslenska gámafélagsins og systurfélag Vélamiðstöðvarinnar sem rutt hefur brautina í metanbreytingum bíla. Félagið sérhæfir sig í framleiðslu, dreifingu og tækjabúnaði til afgreiðslu á metani. Metanorka kaupir metangas af Sorpu, sem í sumar samdi einnig við Olís um sölu á gasi. Metangasstöðin í Ártúnsbrekku fær gas úr lögn sem liggur úr Álfsnesi, en að sögn Samúels Guðmundssonar, framkvæmdastjóra vörustýringasviðs hjá Olís, náðust ekki samningar um verð á gasflutningi um lögnina. ?Við fengum tilboð í verð gegn um hana, en það var einfaldlega of hátt,? segir hann. Um leið segir Samúel ljóst að Olís ætli sér í samkeppni við N1 um sölu á metangasi á bifreiðar. ?Við munum bjóða upp á samkeppnishæft verð,? segir hann. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku, segir að aukning í notkun á metangasi hafi verið afar hröð síðustu ár, en núna láti nærri að um 1.200 bifreiðar gangi fyrir slíku gasi. En um leið segir hann stefna í aukna framleiðslu á gasinu þannig að það þrjóti ekki í bráð. ?Álfsnesið nægir enn um sinn,? segir hann, en á næsta ári bætist svo við um milljón rúmmetra ársframleiðsla á gasi í metanorkuveri að Melum í Hvalfjarðarsveit. ?Ársnotkunin núna er um 2,4 milljónir rúmmetra,? bætir Dofri við. Einn rúmmetri af gasi jafngildir 1,1 lítra af bensíni. Þá er stefnt að gasframleiðslu upp á 1,2 milljónir rúmmetra á Akureyri, auk þess sem horft er til möguleika á framleiðslu víðar. Dofri telur ekki ólíklegt að á næstu fimm til tíu árum komi upp fimm til tíu orkuver sem hvert um sig gæti framleitt eina milljón rúmmetra af metangasi. Við bætast svo fyrirætlanir Sorpu um að framleiða gas jafnóðum úr lífrænu úrgangsefni, sem að sögn Dofra myndi líkast til þrefalda gasframleiðslu þar. Samúel segir Olís þegar búið að tryggja fyrirtækinu ákveðið magn af gasi og fyrirtækið ætli að tryggja sér góðan skerf af því magni sem við bætist á markaðinn. olikr@frettabladid.is Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira
Olís ætlar í vetur að opna nýja afgreiðslustöð fyrir metangas í Reykjavík. Hingað til hefur stöð N1 í Ártúnshöfða verið eina stöðin sem býður upp á metangas í borginni. Metanorka og Olís skrifuðu á föstudag undir samning um kaup á afgreiðslustöð fyrir gasið, sem Metanorka afhendir í gámum á afgreiðslustað. Metanorka er dótturfélag Íslenska gámafélagsins og systurfélag Vélamiðstöðvarinnar sem rutt hefur brautina í metanbreytingum bíla. Félagið sérhæfir sig í framleiðslu, dreifingu og tækjabúnaði til afgreiðslu á metani. Metanorka kaupir metangas af Sorpu, sem í sumar samdi einnig við Olís um sölu á gasi. Metangasstöðin í Ártúnsbrekku fær gas úr lögn sem liggur úr Álfsnesi, en að sögn Samúels Guðmundssonar, framkvæmdastjóra vörustýringasviðs hjá Olís, náðust ekki samningar um verð á gasflutningi um lögnina. ?Við fengum tilboð í verð gegn um hana, en það var einfaldlega of hátt,? segir hann. Um leið segir Samúel ljóst að Olís ætli sér í samkeppni við N1 um sölu á metangasi á bifreiðar. ?Við munum bjóða upp á samkeppnishæft verð,? segir hann. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku, segir að aukning í notkun á metangasi hafi verið afar hröð síðustu ár, en núna láti nærri að um 1.200 bifreiðar gangi fyrir slíku gasi. En um leið segir hann stefna í aukna framleiðslu á gasinu þannig að það þrjóti ekki í bráð. ?Álfsnesið nægir enn um sinn,? segir hann, en á næsta ári bætist svo við um milljón rúmmetra ársframleiðsla á gasi í metanorkuveri að Melum í Hvalfjarðarsveit. ?Ársnotkunin núna er um 2,4 milljónir rúmmetra,? bætir Dofri við. Einn rúmmetri af gasi jafngildir 1,1 lítra af bensíni. Þá er stefnt að gasframleiðslu upp á 1,2 milljónir rúmmetra á Akureyri, auk þess sem horft er til möguleika á framleiðslu víðar. Dofri telur ekki ólíklegt að á næstu fimm til tíu árum komi upp fimm til tíu orkuver sem hvert um sig gæti framleitt eina milljón rúmmetra af metangasi. Við bætast svo fyrirætlanir Sorpu um að framleiða gas jafnóðum úr lífrænu úrgangsefni, sem að sögn Dofra myndi líkast til þrefalda gasframleiðslu þar. Samúel segir Olís þegar búið að tryggja fyrirtækinu ákveðið magn af gasi og fyrirtækið ætli að tryggja sér góðan skerf af því magni sem við bætist á markaðinn. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira