Síminn greiðir meira fyrir netsamband Magnús skrifar 30. október 2012 08:00 Sævar Freyr Þráinsson Síminn hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Farice um fjarskiptasamband við útlönd. Eldri samningi var sagt upp í júní síðastliðnum en með nýja samningnum verður umtalsverð hækkun á því verði sem Síminn greiðir fyrir fjarskiptasamband. „Nýi samningurinn hefur í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir okkur þar sem Farice er að hækka verðskrá sína. Ég get hins vegar ekki nefnt tölur í því samhengi vegna trúnaðarákvæðis," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, og bætir við að mikilvægt hafi verið fyrir fyrirtækið að ganga frá samningnum þar sem hann tryggi viðskiptavinum Símans áfram öruggt og snurðulaust netsamband. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku símafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Í kjölfar þess að Farice sagði upp samningum sínum við símafyrirtækin í júní lýsti Sævar Freyr opinberlega yfir áhyggjum vegna þeirrar verðhækkunar sem Farice boðaði þá og nam 179%. Sagði hann meðal annars í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis að verðbreytingin gæti valdið hækkun á verði Internetþjónustu og þannig haft áhrif á alla landsmenn. Sævar Freyr segir hins vegar nú að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Engar ákvarðanir hafa verið teknar á þessari stundu. Við erum bara nýbúin að ljúka við gerð þessa samnings og framhaldið er því enn óráðið." Farice hefur enn ekki gert endurnýjaðan samning við Vodafone en viðræður Farice við símafyrirtækin um nýjan samning hófust í janúar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,6 milljónum evra á síðasta ári sem jafngildir ríflega 1.400 milljónum króna á núverandi gengi. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs tapaði fyrirtækið 4,8 milljónum evra. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, segir að félagið verði áfram rekið með tapi þrátt fyrir nokkra nýja samninga. „Félagið verður því miður áfram rekið með tapi. Við höfum hins vegar ekki misst móðinn og erum að vinna að því að efla gagnaveraiðnaðinn hér á landi. Það er langtímaverkefni sem við bindum vonir við að geti hjálpað okkur. Það er kannski einmitt í ljósi trúar okkar á þann iðnað sem við ætlumst ekki til þess að aðrir borgi það sem við þyrftum í raun að fá," segir Ómar. Tengdar fréttir Farice hækkar verð á nettengingu við umheiminn Síminn hefur náð þriggja ára samningum við Farice ehf. um fjarskiptasamband við útlönd, en síðarnefnda fyrirtækið heldur úti tveimur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Forstjóri Símans segir að samningarnir feli í sér umtalsverðar kostnaðarhækkarnir fyrir Símann. 29. október 2012 21:11 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Síminn hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Farice um fjarskiptasamband við útlönd. Eldri samningi var sagt upp í júní síðastliðnum en með nýja samningnum verður umtalsverð hækkun á því verði sem Síminn greiðir fyrir fjarskiptasamband. „Nýi samningurinn hefur í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir okkur þar sem Farice er að hækka verðskrá sína. Ég get hins vegar ekki nefnt tölur í því samhengi vegna trúnaðarákvæðis," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, og bætir við að mikilvægt hafi verið fyrir fyrirtækið að ganga frá samningnum þar sem hann tryggi viðskiptavinum Símans áfram öruggt og snurðulaust netsamband. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensku símafyrirtækin kaupa aðgang að strengjunum sem er þeim nauðsynlegur til að þau geti boðið upp á Internetþjónustu. Í kjölfar þess að Farice sagði upp samningum sínum við símafyrirtækin í júní lýsti Sævar Freyr opinberlega yfir áhyggjum vegna þeirrar verðhækkunar sem Farice boðaði þá og nam 179%. Sagði hann meðal annars í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis að verðbreytingin gæti valdið hækkun á verði Internetþjónustu og þannig haft áhrif á alla landsmenn. Sævar Freyr segir hins vegar nú að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Engar ákvarðanir hafa verið teknar á þessari stundu. Við erum bara nýbúin að ljúka við gerð þessa samnings og framhaldið er því enn óráðið." Farice hefur enn ekki gert endurnýjaðan samning við Vodafone en viðræður Farice við símafyrirtækin um nýjan samning hófust í janúar. Farice er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins (30,2%), Landsvirkjunar (28,9%) og Arion banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði 8,6 milljónum evra á síðasta ári sem jafngildir ríflega 1.400 milljónum króna á núverandi gengi. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs tapaði fyrirtækið 4,8 milljónum evra. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Farice, segir að félagið verði áfram rekið með tapi þrátt fyrir nokkra nýja samninga. „Félagið verður því miður áfram rekið með tapi. Við höfum hins vegar ekki misst móðinn og erum að vinna að því að efla gagnaveraiðnaðinn hér á landi. Það er langtímaverkefni sem við bindum vonir við að geti hjálpað okkur. Það er kannski einmitt í ljósi trúar okkar á þann iðnað sem við ætlumst ekki til þess að aðrir borgi það sem við þyrftum í raun að fá," segir Ómar.
Tengdar fréttir Farice hækkar verð á nettengingu við umheiminn Síminn hefur náð þriggja ára samningum við Farice ehf. um fjarskiptasamband við útlönd, en síðarnefnda fyrirtækið heldur úti tveimur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Forstjóri Símans segir að samningarnir feli í sér umtalsverðar kostnaðarhækkarnir fyrir Símann. 29. október 2012 21:11 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Farice hækkar verð á nettengingu við umheiminn Síminn hefur náð þriggja ára samningum við Farice ehf. um fjarskiptasamband við útlönd, en síðarnefnda fyrirtækið heldur úti tveimur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Forstjóri Símans segir að samningarnir feli í sér umtalsverðar kostnaðarhækkarnir fyrir Símann. 29. október 2012 21:11