Grundvallarbreytingar samþykktar á kvótakerfinu 5. nóvember 2012 06:00 Í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru samþykktar grundvallarbreytingar á núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Rúmir tveir þriðju þeirra sem afstöðu tóku samþykktu tillögu stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Kvótalöggjöfin hefur verið eitt allra stærsta deilumálið í íslenskum stjórnmálum undanfarin 20 ár. Ítrekað hafa landsmenn látið í ljós mikla óánægju með ákveðna þætti löggjafarinnar í skoðanakönnunum og alþingiskosningum. Það fer ekki á milli mála að hver sá sem samþykkti tillögu Stjórnlagaráðs hefur kynnt sér breytingarnar og verið þeim samþykkur. Það fer líka ekki á milli mála að hver sá sem vildi áfram núverandi kvótakerfi að mestu óbreytt hefur greitt atkvæði gegn tillögunni. Alls greiddu ríflega 73.000 manns breytingunum atkvæði sitt. Það eru 67% þeirra sem afstöðu tóku. Þetta er nánast sami stuðningur og kom fram í skoðanakönnun MMR í maí 2011. Þá vildu 65% innkalla kvótann og úthluta honum að nýju með breyttum reglum. Breytingarnar í 34. grein í tillögu stjórnlagaráðs fjalla um náttúruauðlindir og réttindi tengd þeim. Róttæku breytingarnar eru þær að auðlindirnar sem ekki eru í einkaeigu eru lýstar þjóðareign. Réttindin til þess að hagnýta þær, svo sem fiskveiðikvóta, mun ríkið veita á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi til hóflegs tíma, og þau má aldrei veðsetja. Þarna er skýrt hvernig öll umdeildustu atriðin í kvótakerfinu eiga að vera til lykta leidd. Í dag er það svo að handhafar kvótans hafa komist upp með að veðsetja kvótann og þannig draga óhemjumikið fé út úr greininni í eigin vasa. Tvöföld verðlagning á kvóta hefur verið látin viðgangast. Ríkið hefur innheimt lágt gjald árlega fyrir afnotin en síðan hafa samtök útvegsmanna, LÍÚ, rekið á skrifstofu sinni sérstakan kvótaeftirmarkað og þar hefur verðið á kvótanum verið margfalt hærra. Í könnun MMR frá maí 2011 vildi 71% svarenda að ríkið fengi markaðsverðið, sem eðlilegt er. Núverandi kvótaúthlutun brýtur allar reglur um jafnræði og samkeppni sem gilda um atvinnurekstur í þjóðfélaginu. Enn á ný hefur almenningur í landinu sagt stjórnmálamönnunum skýrt hver vilji hans er. Munu þeir loksins fylgja þeim vilja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru samþykktar grundvallarbreytingar á núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Rúmir tveir þriðju þeirra sem afstöðu tóku samþykktu tillögu stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Kvótalöggjöfin hefur verið eitt allra stærsta deilumálið í íslenskum stjórnmálum undanfarin 20 ár. Ítrekað hafa landsmenn látið í ljós mikla óánægju með ákveðna þætti löggjafarinnar í skoðanakönnunum og alþingiskosningum. Það fer ekki á milli mála að hver sá sem samþykkti tillögu Stjórnlagaráðs hefur kynnt sér breytingarnar og verið þeim samþykkur. Það fer líka ekki á milli mála að hver sá sem vildi áfram núverandi kvótakerfi að mestu óbreytt hefur greitt atkvæði gegn tillögunni. Alls greiddu ríflega 73.000 manns breytingunum atkvæði sitt. Það eru 67% þeirra sem afstöðu tóku. Þetta er nánast sami stuðningur og kom fram í skoðanakönnun MMR í maí 2011. Þá vildu 65% innkalla kvótann og úthluta honum að nýju með breyttum reglum. Breytingarnar í 34. grein í tillögu stjórnlagaráðs fjalla um náttúruauðlindir og réttindi tengd þeim. Róttæku breytingarnar eru þær að auðlindirnar sem ekki eru í einkaeigu eru lýstar þjóðareign. Réttindin til þess að hagnýta þær, svo sem fiskveiðikvóta, mun ríkið veita á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi til hóflegs tíma, og þau má aldrei veðsetja. Þarna er skýrt hvernig öll umdeildustu atriðin í kvótakerfinu eiga að vera til lykta leidd. Í dag er það svo að handhafar kvótans hafa komist upp með að veðsetja kvótann og þannig draga óhemjumikið fé út úr greininni í eigin vasa. Tvöföld verðlagning á kvóta hefur verið látin viðgangast. Ríkið hefur innheimt lágt gjald árlega fyrir afnotin en síðan hafa samtök útvegsmanna, LÍÚ, rekið á skrifstofu sinni sérstakan kvótaeftirmarkað og þar hefur verðið á kvótanum verið margfalt hærra. Í könnun MMR frá maí 2011 vildi 71% svarenda að ríkið fengi markaðsverðið, sem eðlilegt er. Núverandi kvótaúthlutun brýtur allar reglur um jafnræði og samkeppni sem gilda um atvinnurekstur í þjóðfélaginu. Enn á ný hefur almenningur í landinu sagt stjórnmálamönnunum skýrt hver vilji hans er. Munu þeir loksins fylgja þeim vilja?
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun