Stelpur og strákar fá raflost Erla Hlynsdóttir skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Í vikunni fékk ég að handleika óvenjulegan hlut sem löngu er hætt að nota: Blóðtökutæki. Inni í því voru átta litlir hnífar. Þegar losa átti fólk við illvíga sjúkdóma var tækið lagt á hold þess og þrýst á þannig að hnífarnir skáru og blóðið vall. Ég sagði við manninn sem átti tækið að það hefði nú ekki verið þægilegt að láta nota þetta á sig. Hann svaraði mér um hæl: „Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi." Ég spurði hvaða sjúkrahús það hefði verið. „Það var Kleppur." Í dag lætur enginn sér detta í hug að blóðtaka skili geðsjúklingum nokkru nema þjáningum. Önnur gamaldags leið til að lækna geðsjúkdóma er að gefa fólki raflost. Hún er þó ekki meira gamaldags en svo að ég hef fylgt fólki í rafmeðferð og haldið í höndina á því alveg þangað til rafstraumnum var hleypt á. Margir sjá fyrir sér atriði úr hryllingsmyndum þegar raflækningar eru nefndar. Það er vissulega þannig að líkaminn stífnar allur upp þegar straumurinn fer um líkamann og það er þannig að upp í fólk er settur gómur til að fólk bíti ekki í tunguna á sér. En rafmeðferð getur gert kraftaverk. Þegar ég vann á Kleppi kynntist ég mörgum sem voru mjög langt leiddir af geðsjúkdómum. Í einstaka tilvikum þá hreinlega virkuðu engin lyf. Það er bókstaflega allt reynt áður en rafmeðferð er hafin því henni fylgja gjarnan minnistruflanir sem auðvitað hafa áhrif á daglegt líf fólks. En þrátt fyrir að enginn viti nákvæmlega af hverju það virkar að gefa fólki rafstuð, þá bara virkar það. Einn sérlega óhamingjusamur sjúklingur var kona sem hafði misst öll tengsl við heiminn. Hún öskraði og öskraði svo hátt að það þurfti að vera með eyrnatappa til að geta verið lengi hjá henni. Hún reyndi að meiða sjálfa sig og aðra, og því var gripið til þess örþrifaráðs að óla hana niður í rúmið með ólum sem festar voru saman með seglum. Ekkert virkaði og ákveðið var að prófa raflækningar. Ég fylgdi henni í nokkur skipti, vantrúuð á að þetta myndi bera nokkurn árangur. Þangað til hún hætti að öskra og byrjaði að brosa. Hún var orðin hún sjálf aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun
Í vikunni fékk ég að handleika óvenjulegan hlut sem löngu er hætt að nota: Blóðtökutæki. Inni í því voru átta litlir hnífar. Þegar losa átti fólk við illvíga sjúkdóma var tækið lagt á hold þess og þrýst á þannig að hnífarnir skáru og blóðið vall. Ég sagði við manninn sem átti tækið að það hefði nú ekki verið þægilegt að láta nota þetta á sig. Hann svaraði mér um hæl: „Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi." Ég spurði hvaða sjúkrahús það hefði verið. „Það var Kleppur." Í dag lætur enginn sér detta í hug að blóðtaka skili geðsjúklingum nokkru nema þjáningum. Önnur gamaldags leið til að lækna geðsjúkdóma er að gefa fólki raflost. Hún er þó ekki meira gamaldags en svo að ég hef fylgt fólki í rafmeðferð og haldið í höndina á því alveg þangað til rafstraumnum var hleypt á. Margir sjá fyrir sér atriði úr hryllingsmyndum þegar raflækningar eru nefndar. Það er vissulega þannig að líkaminn stífnar allur upp þegar straumurinn fer um líkamann og það er þannig að upp í fólk er settur gómur til að fólk bíti ekki í tunguna á sér. En rafmeðferð getur gert kraftaverk. Þegar ég vann á Kleppi kynntist ég mörgum sem voru mjög langt leiddir af geðsjúkdómum. Í einstaka tilvikum þá hreinlega virkuðu engin lyf. Það er bókstaflega allt reynt áður en rafmeðferð er hafin því henni fylgja gjarnan minnistruflanir sem auðvitað hafa áhrif á daglegt líf fólks. En þrátt fyrir að enginn viti nákvæmlega af hverju það virkar að gefa fólki rafstuð, þá bara virkar það. Einn sérlega óhamingjusamur sjúklingur var kona sem hafði misst öll tengsl við heiminn. Hún öskraði og öskraði svo hátt að það þurfti að vera með eyrnatappa til að geta verið lengi hjá henni. Hún reyndi að meiða sjálfa sig og aðra, og því var gripið til þess örþrifaráðs að óla hana niður í rúmið með ólum sem festar voru saman með seglum. Ekkert virkaði og ákveðið var að prófa raflækningar. Ég fylgdi henni í nokkur skipti, vantrúuð á að þetta myndi bera nokkurn árangur. Þangað til hún hætti að öskra og byrjaði að brosa. Hún var orðin hún sjálf aftur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun