Eftirsjá og sársauki Trausti Júlíusson skrifar 8. nóvember 2012 00:01 Valdimar Um stund Eigin útgáfa Hljómsveitin Valdimar vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Undraland, sem kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin heitir Valdimar eins og söngvari hennar, sem er Guðmundsson og er frábær, einn af þeim bestu í poppinu hér á landinu. Það hefur stundum reynst hljómsveitum sem slá í gegn með sinni fyrstu plötu erfitt að koma frá sér plötu númer tvö. Þetta vandamál á klárlega ekki við um Valdimar. Um stund er frábær plata. Lagasmíðarnar á henni eru traustar, textarnir góðir og flutningur og hljómur til fyrirmyndar. Og svo syngur Valdimar líka alltaf jafn vel. Hljómsveitin hefur líka sinn eigin stíl. Valdimar er ekki eins og nein önnur hljómsveit, þó að áhrif megi heyra víða að, til dæmis frá hljómsveitunum Radiohead og Arcade Fire. Textarnir á Um stund eru svolítið niðurdregnir. Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu. Þetta skemmir þó plötuna engan veginn, eftirsjáin og sársaukinn fara tónlistinni og rödd Valdimars vel. Á heildina litið er Um stund flott plata frá vaxandi hljómsveit. Niðurstaða: Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl. <p<„Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu,“ segir í gagnrýni um aðra plötu hljómsveitarinnar Valdimars.mynd/guðmundur vigfússon Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Valdimar Um stund Eigin útgáfa Hljómsveitin Valdimar vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Undraland, sem kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin heitir Valdimar eins og söngvari hennar, sem er Guðmundsson og er frábær, einn af þeim bestu í poppinu hér á landinu. Það hefur stundum reynst hljómsveitum sem slá í gegn með sinni fyrstu plötu erfitt að koma frá sér plötu númer tvö. Þetta vandamál á klárlega ekki við um Valdimar. Um stund er frábær plata. Lagasmíðarnar á henni eru traustar, textarnir góðir og flutningur og hljómur til fyrirmyndar. Og svo syngur Valdimar líka alltaf jafn vel. Hljómsveitin hefur líka sinn eigin stíl. Valdimar er ekki eins og nein önnur hljómsveit, þó að áhrif megi heyra víða að, til dæmis frá hljómsveitunum Radiohead og Arcade Fire. Textarnir á Um stund eru svolítið niðurdregnir. Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu. Þetta skemmir þó plötuna engan veginn, eftirsjáin og sársaukinn fara tónlistinni og rödd Valdimars vel. Á heildina litið er Um stund flott plata frá vaxandi hljómsveit. Niðurstaða: Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl. <p<„Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu,“ segir í gagnrýni um aðra plötu hljómsveitarinnar Valdimars.mynd/guðmundur vigfússon
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira