Árangur ríkissjóðs – frá vöxtum í velferð Katrín Júlíusdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Það eru orð að sönnu að sú tíð er liðin að vinstri stjórnir eyði meiru en hægri stjórnir. Hafi það nokkurn tímann verið annað en áróðursfullyrðing að hægri menn væru gætnari í meðferð opinberra fjármuna en vinstri menn. Hvarvetna austan hafs sem vestan er hafin tiltekt eftir óráðsíu nýfrjálshyggjunnar á undanförnum áratugum. Endurreisnin gengur best þar sem leikurinn er jafnaður. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nú er á sínu fjórða ári, hóf sína vegferð í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og færustu hagfræðinga Íslands. Hún valdi í samræmi við pólitískar hugsjónir jafnaðarmanna blandaða leið sem reynst hefur farsæl. Nauðsynlegt var að skera niður ríkisútgjöld. Við eyddum meira en við öfluðum. Um leið voru skattar hækkaðir á þeim sem höfðu bak til að bera auknar byrðar. Þeim var hlíft eftir mætti sem höllum fæti stóðu. Þá var reynt að halda uppi kaupmætti lágtekju- og millitekjufólks þannig að heildareftirspurn í hagkerfinu legði grunn að hagvexti. Þessi stefna hefur gengið upp. Á Íslandi hefur hagkerfið vaxið á meðan víða annars staðar, þar sem kreppan hefur verið látin bitna á almenningi, er viðvarandi samdráttur. Við erum á réttri leið með því að lækka skuldabyrði ríkissjóðs sem hlutfall af framleiðslu landsins af vöru og þjónustu (VLF). Það er mikilvægt. Staða Íslands er þó enn mjög alvarleg. Heildarskuldir munu nema í lok árs um 1.497 milljörðum króna sem er um 85% af VLF og hafa lækkað um 5% frá fyrra ári. Kostnaður af lántöku til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, gjaldið fyrir endurreisn fjármálakerfisins og veiking skattstofna ríkisins hafa leitt okkur í þessa stöðu. Ef litið er hins vegar á hreina skuldastöðu ríkissjóðs Íslands, en þar er tekið mið af veittum lánum, kröfum ríkissjóðs, handbæru fé og gjaldeyrisvaraforða, þá er áætlað að hún nemi 794 milljörðum króna í lok þessa árs sem jafngildir um 45% af VLF. Hvernig sem litið er á málin verðum við að gæta ítrustu varúðar í útgjöldum þótt rofað hafi til. Við verðum að temja okkur aðhaldssemi og varkárni í ráðstöfun opinbers fjár. Nú er okkur að takast að loka fjárlagagatinu sem skall á okkur eftir hrun, svo við getum farið að greiða niður skuldir og breyta alltof háum vaxtagreiðslum í velferð. Við þurfum að sameinast um það sem er nauðsynlegt eins og tækjakaup til Landspítalans og fjórðungssjúkrahúsa sem varðar þjóðarhag, en láta annað bíða betri tíma. Samanburður á milli ríkja sýnir að ábyrgð er mest í fjármálastjórn hins opinbera þar sem jafnaðarmenn hafa haft langvarandi ítök. Norðurlöndin eru meðal stöðugustu og samkeppnishæfustu ríkja heims. Í þeirra hópi eigum við að vera. Við tökum mið af þeim og hvikum ekki frá norrænni velferðarstefnu í stjórn fjármála ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það eru orð að sönnu að sú tíð er liðin að vinstri stjórnir eyði meiru en hægri stjórnir. Hafi það nokkurn tímann verið annað en áróðursfullyrðing að hægri menn væru gætnari í meðferð opinberra fjármuna en vinstri menn. Hvarvetna austan hafs sem vestan er hafin tiltekt eftir óráðsíu nýfrjálshyggjunnar á undanförnum áratugum. Endurreisnin gengur best þar sem leikurinn er jafnaður. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem nú er á sínu fjórða ári, hóf sína vegferð í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og færustu hagfræðinga Íslands. Hún valdi í samræmi við pólitískar hugsjónir jafnaðarmanna blandaða leið sem reynst hefur farsæl. Nauðsynlegt var að skera niður ríkisútgjöld. Við eyddum meira en við öfluðum. Um leið voru skattar hækkaðir á þeim sem höfðu bak til að bera auknar byrðar. Þeim var hlíft eftir mætti sem höllum fæti stóðu. Þá var reynt að halda uppi kaupmætti lágtekju- og millitekjufólks þannig að heildareftirspurn í hagkerfinu legði grunn að hagvexti. Þessi stefna hefur gengið upp. Á Íslandi hefur hagkerfið vaxið á meðan víða annars staðar, þar sem kreppan hefur verið látin bitna á almenningi, er viðvarandi samdráttur. Við erum á réttri leið með því að lækka skuldabyrði ríkissjóðs sem hlutfall af framleiðslu landsins af vöru og þjónustu (VLF). Það er mikilvægt. Staða Íslands er þó enn mjög alvarleg. Heildarskuldir munu nema í lok árs um 1.497 milljörðum króna sem er um 85% af VLF og hafa lækkað um 5% frá fyrra ári. Kostnaður af lántöku til þess að styrkja gjaldeyrisforðann, gjaldið fyrir endurreisn fjármálakerfisins og veiking skattstofna ríkisins hafa leitt okkur í þessa stöðu. Ef litið er hins vegar á hreina skuldastöðu ríkissjóðs Íslands, en þar er tekið mið af veittum lánum, kröfum ríkissjóðs, handbæru fé og gjaldeyrisvaraforða, þá er áætlað að hún nemi 794 milljörðum króna í lok þessa árs sem jafngildir um 45% af VLF. Hvernig sem litið er á málin verðum við að gæta ítrustu varúðar í útgjöldum þótt rofað hafi til. Við verðum að temja okkur aðhaldssemi og varkárni í ráðstöfun opinbers fjár. Nú er okkur að takast að loka fjárlagagatinu sem skall á okkur eftir hrun, svo við getum farið að greiða niður skuldir og breyta alltof háum vaxtagreiðslum í velferð. Við þurfum að sameinast um það sem er nauðsynlegt eins og tækjakaup til Landspítalans og fjórðungssjúkrahúsa sem varðar þjóðarhag, en láta annað bíða betri tíma. Samanburður á milli ríkja sýnir að ábyrgð er mest í fjármálastjórn hins opinbera þar sem jafnaðarmenn hafa haft langvarandi ítök. Norðurlöndin eru meðal stöðugustu og samkeppnishæfustu ríkja heims. Í þeirra hópi eigum við að vera. Við tökum mið af þeim og hvikum ekki frá norrænni velferðarstefnu í stjórn fjármála ríkisins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun