Safna pening á netinu til að ljúka við gerð Hross 16. nóvember 2012 15:00 Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi Hross, ásamt leikstjóranum Benedikt Erlingssyni. Þeir safna nú peningum til að geta lokið við gerð hennar. fréttablaðið/vilhelm „Við erum að safna peningum í eftirvinnsluna svo við getum gert þetta vel,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross. Tökum á henni er lokið og er stefnt á frumsýningu hérlendis næsta haust. Á síðunni Alpha.karolinafund.com óska aðstandendur Hross eftir fjárhagsaðstoð til að geta klárað myndina og vonast þeir til að safna sex og hálfri milljón króna á tveimur mánuðum. Í staðinn fá þeir sem veita aðstoðina eitthvað fyrir sinn snúð. Verðflokkarnir sem koma til greina á síðunni eru sjö. Fyrir rúmar átta hundruð krónur fær fólk persónulegan tölvupóst frá Benedikt þar sem hann þakkar fyrir aðstoðina. Fyrir þann dýrasta, 1,6 milljónir króna eða meira, fær það áritaðan mynddisk, boðsmiða á frumsýningu Hross og kvöldmat með aðstandendum myndarinnar fyrir frumsýninguna. Einnig eru þeir titlaðir meðframleiðendur og geta fengið eitt prósent af ágóðanum. „Við þurfum á hjálp að halda. Ef menn vilja vera meðskapendur að fyrstu íslensku hestamyndinni og góðri kvikmynd þá er þetta tækifærið,“ segir Benedikt. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að tónlistarmaðurinn Pétur Ben notaði þessa sömu vefsíðu til að safna fyrir gerð næstu plötu sinnar. Í staðinn gátu menn fengið áritaða plötu og einkatónleika á Skype. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjuleg aðferð til að fjármagna kvikmynd er Benedikt sammála því. „Ég held að þetta hafi ekki verið áður gert með mynd í fullri lengd á Íslandi. Stuttmyndir hafa verið fjármagnaðar í gegnum erlendar síður en við erum að ríða á vaðið, eins og það heitir á hestamáli,“ segir hann og heldur áfram: „Við höfum tvo mánuði til stefnu. Það eru komin tvö prósent. Miðað við Hollywood-myndirnar hérna í sumar þá var fjárhagsáætlunin okkar eitt prósent af þeim peningum sem Hollywood-mennirnir höfðu.“ Kvikmyndasjóður Íslands hefur staðið á bak við Hross, auk einkafjárfesta og er lista yfir þá að finna á síðunni Hrosss.is. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við erum að safna peningum í eftirvinnsluna svo við getum gert þetta vel,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross. Tökum á henni er lokið og er stefnt á frumsýningu hérlendis næsta haust. Á síðunni Alpha.karolinafund.com óska aðstandendur Hross eftir fjárhagsaðstoð til að geta klárað myndina og vonast þeir til að safna sex og hálfri milljón króna á tveimur mánuðum. Í staðinn fá þeir sem veita aðstoðina eitthvað fyrir sinn snúð. Verðflokkarnir sem koma til greina á síðunni eru sjö. Fyrir rúmar átta hundruð krónur fær fólk persónulegan tölvupóst frá Benedikt þar sem hann þakkar fyrir aðstoðina. Fyrir þann dýrasta, 1,6 milljónir króna eða meira, fær það áritaðan mynddisk, boðsmiða á frumsýningu Hross og kvöldmat með aðstandendum myndarinnar fyrir frumsýninguna. Einnig eru þeir titlaðir meðframleiðendur og geta fengið eitt prósent af ágóðanum. „Við þurfum á hjálp að halda. Ef menn vilja vera meðskapendur að fyrstu íslensku hestamyndinni og góðri kvikmynd þá er þetta tækifærið,“ segir Benedikt. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að tónlistarmaðurinn Pétur Ben notaði þessa sömu vefsíðu til að safna fyrir gerð næstu plötu sinnar. Í staðinn gátu menn fengið áritaða plötu og einkatónleika á Skype. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjuleg aðferð til að fjármagna kvikmynd er Benedikt sammála því. „Ég held að þetta hafi ekki verið áður gert með mynd í fullri lengd á Íslandi. Stuttmyndir hafa verið fjármagnaðar í gegnum erlendar síður en við erum að ríða á vaðið, eins og það heitir á hestamáli,“ segir hann og heldur áfram: „Við höfum tvo mánuði til stefnu. Það eru komin tvö prósent. Miðað við Hollywood-myndirnar hérna í sumar þá var fjárhagsáætlunin okkar eitt prósent af þeim peningum sem Hollywood-mennirnir höfðu.“ Kvikmyndasjóður Íslands hefur staðið á bak við Hross, auk einkafjárfesta og er lista yfir þá að finna á síðunni Hrosss.is. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira