FME upplýsir ekki um eigendur Straums thordur@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 EFtirlit Fjármálaeftirlitið telur sig bundið þagnarskyldu um hverjir séu virkir eigendur Straums. Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri eftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Nauðasamningur 2010Kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka samþykktu nauðasamning fyrir félagið um mitt ár 2010. Í kjölfarið var búið til eignaumsýslufélag, ALMC, utan um helstu eignir Straums, sem voru þá metnar á 1,2 milljarða evra, tæplega 200 milljarða króna. Um 90 prósent eignanna voru erlendis. Almennir kröfuhafar Straums urðu síðan eigendur ALMC eftir nauðasamningssamþykktina. Í tilkynningu frá árinu 2010 kom fram að „þeirra stærstir eru Landsbanki Íslands, Raffeisen Zentralbank Österreich, Goldman Sachs Lending Partners, Bayerische Landesbank og Deutsche Bank". Í helgarblaði Fréttablaðsins var síðan greint frá því að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner væri einnig á meðal stærstu eigenda félagsins. Í tilkynningunni kom einnig fram að samþykkt nauðasamninganna hefði falið það í sér að almennir kröfuhafar hefðu eignast skuldabréf á ALMC sem samsvöruðu 99 prósentum af kröfum þeirra og hlutabréf sem samsvöruðu einu prósenti þeirra. Saman mynda skuldabréfin, sem geta gengið kaupum og sölum, og hlutabréfin, hlutdeildarskírteini. Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á yfir 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum ALMC í hlutverki vörsluaðila fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Skuldabréfin eru síðan á gjalddaga í lok árs 2014 og munu þá umbreytast í almenna hluti í eignaumsýslufélaginu. Fékk fjárfestingaleyfi í fyrraEin af eignum ALMC er Straumur fjárfestingabanki, sem fékk fjárfestingabankaleyfi í byrjun september 2011. Hann hefur síðan stundað víðtæka fyrirtækjaþjónustu og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboði Eimskips. Bankinn sér auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Sparisjóðabanki Íslands. Markaðurinn beindi fyrirspurn til FME um hvort það hefði vitneskju um hverjir eigendur Straums væru hverju sinni og hvort hægt væri að nálgast þær upplýsingar ef þær lægju fyrir. Í svari eftirlitsins segir: „ALMC fer með virkan eignarhlut í Straumi hf. Í tengslum við mat á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki er aflað upplýsinga um þá aðila sem fara með yfir 10% eignarhlut í virkum eiganda. Koma framangreindar upplýsingar inn í heildarmat á hæfi virks eiganda. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið fær upplýsingar um virka eigendur í ALMC með reglubundnum hætti en getur á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum." Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Nauðasamningur 2010Kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingabanka samþykktu nauðasamning fyrir félagið um mitt ár 2010. Í kjölfarið var búið til eignaumsýslufélag, ALMC, utan um helstu eignir Straums, sem voru þá metnar á 1,2 milljarða evra, tæplega 200 milljarða króna. Um 90 prósent eignanna voru erlendis. Almennir kröfuhafar Straums urðu síðan eigendur ALMC eftir nauðasamningssamþykktina. Í tilkynningu frá árinu 2010 kom fram að „þeirra stærstir eru Landsbanki Íslands, Raffeisen Zentralbank Österreich, Goldman Sachs Lending Partners, Bayerische Landesbank og Deutsche Bank". Í helgarblaði Fréttablaðsins var síðan greint frá því að vogunarsjóðurinn Davidson Kempner væri einnig á meðal stærstu eigenda félagsins. Í tilkynningunni kom einnig fram að samþykkt nauðasamninganna hefði falið það í sér að almennir kröfuhafar hefðu eignast skuldabréf á ALMC sem samsvöruðu 99 prósentum af kröfum þeirra og hlutabréf sem samsvöruðu einu prósenti þeirra. Saman mynda skuldabréfin, sem geta gengið kaupum og sölum, og hlutabréfin, hlutdeildarskírteini. Deutsche Bank AG í Amsterdam heldur á yfir 99 prósentum af hlutdeildarskírteinum ALMC í hlutverki vörsluaðila fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Skuldabréfin eru síðan á gjalddaga í lok árs 2014 og munu þá umbreytast í almenna hluti í eignaumsýslufélaginu. Fékk fjárfestingaleyfi í fyrraEin af eignum ALMC er Straumur fjárfestingabanki, sem fékk fjárfestingabankaleyfi í byrjun september 2011. Hann hefur síðan stundað víðtæka fyrirtækjaþjónustu og meðal annars haft umsjón með hlutafjárútboði Eimskips. Bankinn sér auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Sparisjóðabanki Íslands. Markaðurinn beindi fyrirspurn til FME um hvort það hefði vitneskju um hverjir eigendur Straums væru hverju sinni og hvort hægt væri að nálgast þær upplýsingar ef þær lægju fyrir. Í svari eftirlitsins segir: „ALMC fer með virkan eignarhlut í Straumi hf. Í tengslum við mat á virkum eignarhlut í fjármálafyrirtæki er aflað upplýsinga um þá aðila sem fara með yfir 10% eignarhlut í virkum eiganda. Koma framangreindar upplýsingar inn í heildarmat á hæfi virks eiganda. Þess má geta að Fjármálaeftirlitið fær upplýsingar um virka eigendur í ALMC með reglubundnum hætti en getur á grundvelli þagnarskyldu ekki veitt aðgang að þeim upplýsingum."
Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira