MP banki ætlar að auka hlutafé um tvo milljarða 22. nóvember 2012 06:00 Tilkynnt var að nýir eigendur, undir forystu Skúla Mogensen, hefðu tekið við MP banka í apríl í fyrra. Þorsteinn Pálsson var við það tilefni kynntur sem stjórnarformaður bankans. Hann gegnir enn því starfi í dag. fréttablaðið/anton Til stendur að auka hlutafé í MP banka um tvo milljarða króna, eða um 26 prósent. Tillaga þess efnis verður lögð fram á hluthafafundi á mánudag. Núverandi hluthafar bankans ætla flestir að taka þátt í aukningunni en auk þess hafa nýir fjárfestar lýst yfir áhuga á að bætast í hópinn. Skúli Mogensen, stærsti einstaki eigandi MP banka, ætlar að kaupa nýtt hlutafé og halda sömu hlutfallseign í bankanum, en hann á 17,3 prósenta hlut. Ekki liggur fyrir hvort erlendir aðilar, Tavistock Group og Rowland-fjölskyldan, muni taka þátt í aukningunni en það er heldur ekki útilokað. Í apríl í fyrra var tilkynnt um nýir eigendur hefðu keypt starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen. Um var að ræða meira en 40 innlenda og erlenda fjárfesta sem lögðu MP banka til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Fyrir hópnum fór fjárfestirinn Skúli Mogensen sem lagði tæpan milljarð króna til og fékk í staðinn 17,3 prósenta hlut í bankanum. Auk hans voru stærstu aðilarnir í hópnum Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Tavistock Group (fjárfestingarfélag sem stofnað var af Bretanum Joseph Lewis), félag í eigu Rowland-fjölskyldunnar, Tryggingamiðstöðin og Klakki, áður Exista. Nú þarf hins vegar nýtt hlutafé ef bankinn á að vaxa meira og því hefur verið boðaður hluthafafundur á mánudag til að leggja tillögu um tveggja milljarða króna hlutafjáraukningu. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að fái tillagan brautargengi muni verða ráðist í aukninguna seinna í vetur. „Rekstur bankans hefur gengið samkvæmt áætlun og jafnvel gott betur. Þegar farið var af stað í apríl í fyrra, og 5,5 milljarðar króna af hlutafé settir inn í bankann, var verið að auka útlánagetu hans í 24 milljarða króna. Við höfum nú náð því marki. Því stöndum við frammi fyrir tveimur kostum: að halda stöðunni eins og hún er í dag eða auka eiginfjárgrunninn og halda áfram að vaxa. Við erum að velja síðari kostinn sem við teljum bæði hagkvæman og arðbæran." Sigurður Atli segir núverandi hluthafa hafa lýst yfir vilja til að taka þátt í aukningunni en von sé á því að einhverjir nýir fjárfestar bætist líka í hópinn. „Við höfum kannað áhuga á þátttöku mjög lítillega og fyrst og fremst hjá innlendum aðilum. Fyrir utan að gefa okkur áframhaldandi vaxtamöguleika er hlutafjáraukningin líka mikilvæg vegna þess að við stefnum á skráningu á markað 2014. Þá er æskilegt að breikka hluthafahópinn." Skúli Mogensen staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði sér að taka þátt í hlutafjáraukningunni og halda þeim eignarhluta sem hann á nú þegar. Það þýðir að Skúli þurfi að leggja bankanum til tæplega 350 milljónir króna til viðbótar. thordur@frettabladid.is Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Til stendur að auka hlutafé í MP banka um tvo milljarða króna, eða um 26 prósent. Tillaga þess efnis verður lögð fram á hluthafafundi á mánudag. Núverandi hluthafar bankans ætla flestir að taka þátt í aukningunni en auk þess hafa nýir fjárfestar lýst yfir áhuga á að bætast í hópinn. Skúli Mogensen, stærsti einstaki eigandi MP banka, ætlar að kaupa nýtt hlutafé og halda sömu hlutfallseign í bankanum, en hann á 17,3 prósenta hlut. Ekki liggur fyrir hvort erlendir aðilar, Tavistock Group og Rowland-fjölskyldan, muni taka þátt í aukningunni en það er heldur ekki útilokað. Í apríl í fyrra var tilkynnt um nýir eigendur hefðu keypt starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen. Um var að ræða meira en 40 innlenda og erlenda fjárfesta sem lögðu MP banka til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Fyrir hópnum fór fjárfestirinn Skúli Mogensen sem lagði tæpan milljarð króna til og fékk í staðinn 17,3 prósenta hlut í bankanum. Auk hans voru stærstu aðilarnir í hópnum Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Tavistock Group (fjárfestingarfélag sem stofnað var af Bretanum Joseph Lewis), félag í eigu Rowland-fjölskyldunnar, Tryggingamiðstöðin og Klakki, áður Exista. Nú þarf hins vegar nýtt hlutafé ef bankinn á að vaxa meira og því hefur verið boðaður hluthafafundur á mánudag til að leggja tillögu um tveggja milljarða króna hlutafjáraukningu. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að fái tillagan brautargengi muni verða ráðist í aukninguna seinna í vetur. „Rekstur bankans hefur gengið samkvæmt áætlun og jafnvel gott betur. Þegar farið var af stað í apríl í fyrra, og 5,5 milljarðar króna af hlutafé settir inn í bankann, var verið að auka útlánagetu hans í 24 milljarða króna. Við höfum nú náð því marki. Því stöndum við frammi fyrir tveimur kostum: að halda stöðunni eins og hún er í dag eða auka eiginfjárgrunninn og halda áfram að vaxa. Við erum að velja síðari kostinn sem við teljum bæði hagkvæman og arðbæran." Sigurður Atli segir núverandi hluthafa hafa lýst yfir vilja til að taka þátt í aukningunni en von sé á því að einhverjir nýir fjárfestar bætist líka í hópinn. „Við höfum kannað áhuga á þátttöku mjög lítillega og fyrst og fremst hjá innlendum aðilum. Fyrir utan að gefa okkur áframhaldandi vaxtamöguleika er hlutafjáraukningin líka mikilvæg vegna þess að við stefnum á skráningu á markað 2014. Þá er æskilegt að breikka hluthafahópinn." Skúli Mogensen staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði sér að taka þátt í hlutafjáraukningunni og halda þeim eignarhluta sem hann á nú þegar. Það þýðir að Skúli þurfi að leggja bankanum til tæplega 350 milljónir króna til viðbótar. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira