Menning

Útpældur bókatitill

Sjóræninginn, jón gnarr
Sjóræninginn, jón gnarr
Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall.

„Kápan er mjög persónuleg. Það er mýta að sjóræningjar hafi verið illmenni, þeir voru fólk sem var gjarnan á flótta undan illmennum. Fólk sem hafði gert uppreisn gegn harðræði og miskunnarleysi þeirra tíma. Það sama á við Hlemm, ímyndin um okkur krakkana sem héngum á Hlemmi var sú að við værum í dópi og stunduðum innbrot. Þetta átti við mjög fáa, flest vorum við mjög góðir krakkar," segir Jón og bætir við að titillinn sé því ekki valinn af handahófi heldur útpældur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×