Spjalla, spila og árita vínylplötur á markaði 23. nóvember 2012 09:00 Vínylmarkaður Íslenskur vínylmarkaður fer fram á Kex hostel á morgun. Baldvin Esra Einarsson segir að mörgum tónlistarmönnum þyki vænt um vínylinn. fréttablaðið/stefán Íslenskur vínylmarkaður fer fram í Kexi hosteli við Skúlagötu á morgun. Á markaðnum verður hægt að kaupa vínylplötur með íslenskri tónlist. Útgáfa vínylplata hefur stóraukist á síðustu árum og líklega hefur úrvalið aldrei verið glæsilegra en í ár. Því var ákveðið að blása til markaðar þar sem tónlistaráhugamönnum gefst kostur á að kaupa íslenska tónlist á vínyl. „Sala vínylplatna hefur aukist mjög undanfarin ár. Það er dýrara að gefa út vínylplötu en geisladisk en mörgum tónlistarmönnum þykir mjög vænt um vínylinn og vilja því líka gefa tónlist sína út á því formi. Mörgum þykir líka hljóðið úr vínyl skemmtilegra en úr geisladisk, enda er þetta ekki stafrænt og það skilar sér oft í meiri hlýleika og breidd í hljómnum," segir Baldvin Esra Einarsson, plötuútgefandi hjá Kimi Records. Plöturnar sem fást á markaðnum á morgun komu flestar út á þessu ári og eru eftir tónlistarmenn á borð við Snorra Helgason, Borko, Tilbury, Retro Stefson, Ojba Rasta, Ásgeir Trausta, Of Monsters and Men auk fjölda annarra. Tónlistarfólkið mun einnig troða upp og árita plöturnar sé þess óskað. „Snorri [Helgason] og Magnús [Trygvason Eliassen] áttu hugmyndina að þessu. Þeir vildu gera skemmtilegan dag úr þessu og hafa það huggulegt saman. Tónlistarfólkið verður á staðnum til að spila, spjalla og árita fyrir þá sem vilja," segir Baldvin. Markaðurinn hefst klukkan 13 og á sama tíma mun hljómsveitin Retro Stefson stíga á stokk.- sm Lífið Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Íslenskur vínylmarkaður fer fram í Kexi hosteli við Skúlagötu á morgun. Á markaðnum verður hægt að kaupa vínylplötur með íslenskri tónlist. Útgáfa vínylplata hefur stóraukist á síðustu árum og líklega hefur úrvalið aldrei verið glæsilegra en í ár. Því var ákveðið að blása til markaðar þar sem tónlistaráhugamönnum gefst kostur á að kaupa íslenska tónlist á vínyl. „Sala vínylplatna hefur aukist mjög undanfarin ár. Það er dýrara að gefa út vínylplötu en geisladisk en mörgum tónlistarmönnum þykir mjög vænt um vínylinn og vilja því líka gefa tónlist sína út á því formi. Mörgum þykir líka hljóðið úr vínyl skemmtilegra en úr geisladisk, enda er þetta ekki stafrænt og það skilar sér oft í meiri hlýleika og breidd í hljómnum," segir Baldvin Esra Einarsson, plötuútgefandi hjá Kimi Records. Plöturnar sem fást á markaðnum á morgun komu flestar út á þessu ári og eru eftir tónlistarmenn á borð við Snorra Helgason, Borko, Tilbury, Retro Stefson, Ojba Rasta, Ásgeir Trausta, Of Monsters and Men auk fjölda annarra. Tónlistarfólkið mun einnig troða upp og árita plöturnar sé þess óskað. „Snorri [Helgason] og Magnús [Trygvason Eliassen] áttu hugmyndina að þessu. Þeir vildu gera skemmtilegan dag úr þessu og hafa það huggulegt saman. Tónlistarfólkið verður á staðnum til að spila, spjalla og árita fyrir þá sem vilja," segir Baldvin. Markaðurinn hefst klukkan 13 og á sama tíma mun hljómsveitin Retro Stefson stíga á stokk.- sm
Lífið Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira