Gegnsæið er bezt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Fréttablaðið skýrði frá því fyrr í vikunni að allt væri á huldu um hverjir væru raunverulegir eigendur Straums fjárfestingarbanka. Eigandi bankans er eignarhaldsfélag sem heitir ALMC, en Deutsche Bank í Amsterdam fer með 99% hlutdeildarskírteina í því félagi fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Fréttablaðið sagði frá því fyrir viku að einn þeirra væri sjóðsstýringarfyrirtækið Davidson Kempner. Það fyrirtæki er raunar stór eigandi, beint og óbeint, í stórum hluta íslenzks viðskiptalífs eins og fram kom í úttekt Þórðar Snæs Júlíussonar blaðamanns í síðasta helgarblaði. Þegar Fréttablaðið spurði Fjármálaeftirlitið hverjir væru hinir eiginlegu eigendur Straums fengust þau svör að stofnunin vissi hverjir þeir væru og fengi reglulega um það upplýsingar, en mætti ekki segja frá því á grundvelli þagnarskyldu. Nú kann að vera að einhvers staðar finnist lagastoð fyrir þessari afstöðu, en vandséð er hvaða hagsmunum þögnin á að þjóna. Eignarhald í íslenzku fjármálakerfi er að verulegu leyti þoku hulið. Kröfuhafahópurinn, sem á þrotabú gömlu bankanna og er þar af leiðandi eigendur Glitnis og Kaupþings, er síkvikur og erfitt að festa hendur á samsetningu hans. Það mun hins vegar breytast eftir að nauðasamningum verður lokið. Munurinn á eignarhaldi Straums og hinna bankanna er að Straumur er löngu farinn í gegnum nauðasamninga. Sú spurning vaknar þá að sjálfsögðu hvort eignarhald þeirra kynni að verða sveipað sömu leynd eftir nauðasamninga. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra upplýsti í Fréttablaðinu í gær að stjórnvöld ætluðu að bregðast við þessari stöðu. Frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er í smíðum og Steingrímur segist gera ráð fyrir að þar verði gerð sú krafa að í skýringum með ársreikningum fjármálafyrirtækja sé alltaf upplýst um þá sem eigi meira en eitt prósent í fyrirtækinu. Það nái til endanlegra eigenda, þannig að „ráðandi eignarhlutur sé ekki falinn á bak við skráningu á marga aðila sem eru ekki flokkaðir sem tengdir aðilar," segir hann. Atvinnuvegaráðherrann segir réttilega að þetta séu mikilvægar kröfur. Þær eru mikilvægar í ljósi reynslunnar frá því fyrir hrun, þegar erfitt gat verið að átta sig á samsetningu hluthafahópa og hverjir færu í raun með ráðandi hlut. Við skulum ekki gleyma því að í rannsóknarskýrslu Alþingis er samþjöppun eignarhalds í bönkunum nefnd sem ein undirrót hrunsins. Eins og Steingrímur nefnir líka eiga bankarnir sjálfir talsvert undir gegnsæi í þessum efnum. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir fjármálafyrirtækin sjálf að það ríki ekki óvissa um eignarhald þeirra og geri þau tortryggileg." Þetta er rétt hjá Steingrími og fjármálafyrirtækin eiga sjálf að berjast fyrir þessari lagabreytingu. Í þessu efni eins og mörgum öðrum er gegnsæið bezt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Fréttablaðið skýrði frá því fyrr í vikunni að allt væri á huldu um hverjir væru raunverulegir eigendur Straums fjárfestingarbanka. Eigandi bankans er eignarhaldsfélag sem heitir ALMC, en Deutsche Bank í Amsterdam fer með 99% hlutdeildarskírteina í því félagi fyrir hönd hinna eiginlegu hluthafa. Fréttablaðið sagði frá því fyrir viku að einn þeirra væri sjóðsstýringarfyrirtækið Davidson Kempner. Það fyrirtæki er raunar stór eigandi, beint og óbeint, í stórum hluta íslenzks viðskiptalífs eins og fram kom í úttekt Þórðar Snæs Júlíussonar blaðamanns í síðasta helgarblaði. Þegar Fréttablaðið spurði Fjármálaeftirlitið hverjir væru hinir eiginlegu eigendur Straums fengust þau svör að stofnunin vissi hverjir þeir væru og fengi reglulega um það upplýsingar, en mætti ekki segja frá því á grundvelli þagnarskyldu. Nú kann að vera að einhvers staðar finnist lagastoð fyrir þessari afstöðu, en vandséð er hvaða hagsmunum þögnin á að þjóna. Eignarhald í íslenzku fjármálakerfi er að verulegu leyti þoku hulið. Kröfuhafahópurinn, sem á þrotabú gömlu bankanna og er þar af leiðandi eigendur Glitnis og Kaupþings, er síkvikur og erfitt að festa hendur á samsetningu hans. Það mun hins vegar breytast eftir að nauðasamningum verður lokið. Munurinn á eignarhaldi Straums og hinna bankanna er að Straumur er löngu farinn í gegnum nauðasamninga. Sú spurning vaknar þá að sjálfsögðu hvort eignarhald þeirra kynni að verða sveipað sömu leynd eftir nauðasamninga. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra upplýsti í Fréttablaðinu í gær að stjórnvöld ætluðu að bregðast við þessari stöðu. Frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er í smíðum og Steingrímur segist gera ráð fyrir að þar verði gerð sú krafa að í skýringum með ársreikningum fjármálafyrirtækja sé alltaf upplýst um þá sem eigi meira en eitt prósent í fyrirtækinu. Það nái til endanlegra eigenda, þannig að „ráðandi eignarhlutur sé ekki falinn á bak við skráningu á marga aðila sem eru ekki flokkaðir sem tengdir aðilar," segir hann. Atvinnuvegaráðherrann segir réttilega að þetta séu mikilvægar kröfur. Þær eru mikilvægar í ljósi reynslunnar frá því fyrir hrun, þegar erfitt gat verið að átta sig á samsetningu hluthafahópa og hverjir færu í raun með ráðandi hlut. Við skulum ekki gleyma því að í rannsóknarskýrslu Alþingis er samþjöppun eignarhalds í bönkunum nefnd sem ein undirrót hrunsins. Eins og Steingrímur nefnir líka eiga bankarnir sjálfir talsvert undir gegnsæi í þessum efnum. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir fjármálafyrirtækin sjálf að það ríki ekki óvissa um eignarhald þeirra og geri þau tortryggileg." Þetta er rétt hjá Steingrími og fjármálafyrirtækin eiga sjálf að berjast fyrir þessari lagabreytingu. Í þessu efni eins og mörgum öðrum er gegnsæið bezt.