Svona á að pakka fallega 7. desember 2012 11:00 Arndís og Halla unnu í blómabúð móður sinnar á uppvaxtarárum og kunna því sitthvað fyrir sér þegar kemur að pakkaskrauti. MYND/VILHELM Hugmyndaauðgi einkennir jólapakka systranna Arndísar og Höllu en þær reyna að endurnýta sem mest. Pakkarnir þeirra eru einfaldir og hafa yfir sér fortíðarljóma. Þær deila hér nokkrum hugmyndum. Systurnar Arndís og Halla Gísladætur lærðu snemma listina að pakka fallega inn en móðir þeirra, Þórdís Baldursdóttir, rak blómabúðina Bæjarblómið á Blönduósi í mörg ár. "Við hjálpuðum oft til við að afgreiða og pakka inn og þá sérstaklega í aðdraganda jólanna," segir Halla. Systrunum er annt um umhverfið og reyna að endurnýta og flokka sem mest. Þær gefa hér hugmyndir að sniðugum jólapökkum með skrauti úr efniviði sem leynist á flestum heimilum. Annan efnivið, eins og pappír og slaufur, keyptu þær í IKEA, Tiger og Söstrene Grene. Halla segir Arndísi, sem er myndlistarkennari, hafa haft yfirumsjón með skreytingunum. Sjálf rekur hún heildsöluna Vöruhus.is. Hún er þó ekki laus við listabakteríuna og liggur skrautskriftin sérstaklega vel fyrir henni.Einfaldara getur skrautið varla verið.Hreindýramyndina fann Arndís á netinu, prentaði út og klippti í skraut.Því ekki að nota allan þann dagblaðapappír sem fellur til utan um jólapakkana? Systurnar skreyta hann með silkibandi og könglum úr garðinum.Glansmyndir má bæði nota sem merkimiða og pakkaskraut. Það þarf ekki mikið meira til að útbúa fallegan pakka.Til að ná fram andstæðum má pakka inn í einum lit og skreyta svo með ræmu úr öðrum.Halla sankar að sér ýmiss konar tölum. Hún tíndi til nokkrar rauðar og þræddi þær upp á blómavír. Úr varð fyrirtaks pakkaskraut.Móðurafi og amma systranna skreyttu ávallt jólatréð sitt með fánaborða. „Þó pakkinn sé kannski ekki sérlega jólalegur vekur hann upp jólaminningar hjá mér,” segir Arndís.Arndís átti heklaðar dúllur í fórum sínum sem er upplagt að skreyta með. Viðtakandinn getur svo hengt þær út í glugga eða á jólatréð. Föndur Jólaskraut Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Lax í jólaskapi Jólin Súkkulaðispesíur Guðnýjar Margrétar Jól Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin
Hugmyndaauðgi einkennir jólapakka systranna Arndísar og Höllu en þær reyna að endurnýta sem mest. Pakkarnir þeirra eru einfaldir og hafa yfir sér fortíðarljóma. Þær deila hér nokkrum hugmyndum. Systurnar Arndís og Halla Gísladætur lærðu snemma listina að pakka fallega inn en móðir þeirra, Þórdís Baldursdóttir, rak blómabúðina Bæjarblómið á Blönduósi í mörg ár. "Við hjálpuðum oft til við að afgreiða og pakka inn og þá sérstaklega í aðdraganda jólanna," segir Halla. Systrunum er annt um umhverfið og reyna að endurnýta og flokka sem mest. Þær gefa hér hugmyndir að sniðugum jólapökkum með skrauti úr efniviði sem leynist á flestum heimilum. Annan efnivið, eins og pappír og slaufur, keyptu þær í IKEA, Tiger og Söstrene Grene. Halla segir Arndísi, sem er myndlistarkennari, hafa haft yfirumsjón með skreytingunum. Sjálf rekur hún heildsöluna Vöruhus.is. Hún er þó ekki laus við listabakteríuna og liggur skrautskriftin sérstaklega vel fyrir henni.Einfaldara getur skrautið varla verið.Hreindýramyndina fann Arndís á netinu, prentaði út og klippti í skraut.Því ekki að nota allan þann dagblaðapappír sem fellur til utan um jólapakkana? Systurnar skreyta hann með silkibandi og könglum úr garðinum.Glansmyndir má bæði nota sem merkimiða og pakkaskraut. Það þarf ekki mikið meira til að útbúa fallegan pakka.Til að ná fram andstæðum má pakka inn í einum lit og skreyta svo með ræmu úr öðrum.Halla sankar að sér ýmiss konar tölum. Hún tíndi til nokkrar rauðar og þræddi þær upp á blómavír. Úr varð fyrirtaks pakkaskraut.Móðurafi og amma systranna skreyttu ávallt jólatréð sitt með fánaborða. „Þó pakkinn sé kannski ekki sérlega jólalegur vekur hann upp jólaminningar hjá mér,” segir Arndís.Arndís átti heklaðar dúllur í fórum sínum sem er upplagt að skreyta með. Viðtakandinn getur svo hengt þær út í glugga eða á jólatréð.
Föndur Jólaskraut Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Lax í jólaskapi Jólin Súkkulaðispesíur Guðnýjar Margrétar Jól Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin