Hollt og gott sætmeti - Hráfæðiskökur Siggu Eyrúnar 5. desember 2012 13:00 Sigga Eyrún býður upp á hollar og gómsætar hráfæðiskökur. Söng- og leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir býður uppskrift að hollum og gómsætum hráfæðiskökum, skreyttum með möndlum og hnetum. "Ég fékk innblástur af þessum kökum á hráfæðisnámskeiði sem ég var á með mömmu minni í Ljósinu fyrir tveimur árum," segir Sigríður.Hráefni 1 dl döðlur1/2 dl kókosflögur1/2 dl hnetumix (valhnetur, möndlur, pecanhnetur, trönuber, pistasíur)2 msk. kókosolía (brædd í stofuhita)2 tsk. vanilluduftKókosrjómi (eftir þörfum, til að bleyta)1-2 msk. (eftir því hvað þið viljið hafa þetta sætt) carob-duft (má líka nota kakóduft) AðferðLátið döðlurnar liggja í bleyti í 1-2 klukkutíma, þá verða þær mýkri. Látið kókosmjólkina standa í ísskáp 2-3 tíma og takið svo rjómann sem flýtur ofan á.Hakkið döðlurnar í matvinnsluvél og setjið í skál. Hakkið því næst hnetumixið og kókosflögurnar og blandið saman við döðlurnar og bætið carob- duftinu við.Hellið kókosolíunni og kókosrjómanum út í þar til allt er orðið að klessudeigi sem auðvelt er að móta kúlur úr.Setjið í frysti í smástund, deigið verður meðfærilegra þannig. Takið út og rúllið í litlar kúlur og setjið í lítil muffins-form, skreytið með því að setja hnetur og möndlur ofan á, eða eftir smekk.Deiginu er rúllað í litlar kúlur og sett í lítil muffins-form. Síðan er það skreytt með því t.d. að setja hnetur og möndlur ofan á.Sigríður Eyrún fékk innblástur af þessum kökum á hráfæðisnámskeiði sem hún var á með mömmu sinni. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Gyðingakökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Jólasveinar ganga um gólf Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Börnin baka jólaskrautið Jól Jól Jól Skreytir húsið með 600 jólasveinum Jól
Söng- og leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir býður uppskrift að hollum og gómsætum hráfæðiskökum, skreyttum með möndlum og hnetum. "Ég fékk innblástur af þessum kökum á hráfæðisnámskeiði sem ég var á með mömmu minni í Ljósinu fyrir tveimur árum," segir Sigríður.Hráefni 1 dl döðlur1/2 dl kókosflögur1/2 dl hnetumix (valhnetur, möndlur, pecanhnetur, trönuber, pistasíur)2 msk. kókosolía (brædd í stofuhita)2 tsk. vanilluduftKókosrjómi (eftir þörfum, til að bleyta)1-2 msk. (eftir því hvað þið viljið hafa þetta sætt) carob-duft (má líka nota kakóduft) AðferðLátið döðlurnar liggja í bleyti í 1-2 klukkutíma, þá verða þær mýkri. Látið kókosmjólkina standa í ísskáp 2-3 tíma og takið svo rjómann sem flýtur ofan á.Hakkið döðlurnar í matvinnsluvél og setjið í skál. Hakkið því næst hnetumixið og kókosflögurnar og blandið saman við döðlurnar og bætið carob- duftinu við.Hellið kókosolíunni og kókosrjómanum út í þar til allt er orðið að klessudeigi sem auðvelt er að móta kúlur úr.Setjið í frysti í smástund, deigið verður meðfærilegra þannig. Takið út og rúllið í litlar kúlur og setjið í lítil muffins-form, skreytið með því að setja hnetur og möndlur ofan á, eða eftir smekk.Deiginu er rúllað í litlar kúlur og sett í lítil muffins-form. Síðan er það skreytt með því t.d. að setja hnetur og möndlur ofan á.Sigríður Eyrún fékk innblástur af þessum kökum á hráfæðisnámskeiði sem hún var á með mömmu sinni.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Gyðingakökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Jólasveinar ganga um gólf Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Börnin baka jólaskrautið Jól Jól Jól Skreytir húsið með 600 jólasveinum Jól