Jólamatur

Fréttamynd

Að­ventan með Lindu Ben: Jóla­tré úr marengs

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.

Jól
Fréttamynd

Jólamolar: Ekkert fal­legra en að sjá dótturina gráta úr gleði

Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og skemmtikraftur, er mikið jólabarn og segist elska allt sem viðkemur jólunum. Hún ólst upp við að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en var fljót að breyta þeirri hefð þegar hún fór  sjálf að búa og skreytir allt hátt og lágt fyrstu vikuna í desember. Birna Rún er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

„Þau hlæja að þessum fífla­gangi en mér er dauðans al­vara“

Græna jólatertan frá Myllunni kann að virðast ósköp venjuleg brún lagkaka með hvítu kremi en fyrir stórum hópi Íslendinga er hún svo miklu meira en það. Stærsti aðdáandi jólatertunnar frystir hana í tugatali til að geta borðað hana árið um kring og hefur jafnvel ferðast með hana til útlanda.

Lífið
Fréttamynd

Jólin byrja í Kjöt­kompaní

Jólin eru einn stærsti tími ársins hjá Kjötkompaní sem býður upp á mikið úrval af gæða vörum fyrir heimili landsins og fyrirtæki sem eru farin að skipuleggja jólin.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skag­firðingum boðið upp á ó­keypis jóla­hlað­borð á Sauð­ár­króki

„Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Að­eins einn hlutur á óska­lista Ragnars Jónas­sonar þessi jólin

Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur haft í nógu að snúast fyrir þessi jólin. Hann og Katrín Jakobsdóttir hafa fylgt eftir metsölubók sinni, glæpasögunni Reykjavík. Ragnar segir það þó hægara sagt en gert að finna lausan tíma í dagatali forsætisráðherra. Ragnar er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Helvítis jólakokkurinn: Reyktur göltur í Bolabaði

Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram að jólum í þáttunum Helvítis jólakokkurinn.

Jól
Fréttamynd

Sælkerabúðin bjargar jólunum – jólamaturinn klár með einum smelli

„Við skulum sjá um jólamatinn, slappið þið bara af. Það er yfirleitt einn sem stendur í ströngu á aðfangadag í eldhúsinu og nýtur ekki kvöldsins til fulls. Við viljum einfalda þeim lífið. Hjá okkur er hægt að panta bæði staka aðalrétti eða meðlæti eða allan pakkann, forrétt, aðalrétt og eftirrétt, fyrir eins marga og þarf. Við tökum við pöntunum til 23. desember,“ segir Hinrik Örn Lárusson, eigandi Sælkerabúðarinnar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fullkominn gljái á hamborgarhrygginn

Íslendingar halda fast í hefðirnar á jólum og sá réttur sem ratar hvað oftast á jólaborðið er saltað og reykt grísakjöt, hamborgarhryggurinn sjálfur. Sögu hamborgarhryggsins má rekja til Þýskalands en Íslendingar komust þó á bragðið frá Danmörku. Ali hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og ein sá vinsælasti á markaðinum.

Samstarf
Fréttamynd

„Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“

Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á að­fanga­dag

Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Opnaði fyrstu jóla­gjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf

Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Borðuðu jóla­matinn klukkan níu gjör­sam­lega búin á því

Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

„Jólin hafa ekki alltaf verið auð­veld“

Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

„Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Ó­hefð­bundin jól í Chile: „Vorum því­líkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“

Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Fékk verstu jóla­gjöfina frá al­heiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í al­gjöru móki“

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var mikið jólabarn á sínum yngri árum. Hún hefur þó róast töluvert með árunum og segist vera sátt ef hún nær að setja aðventukransinn upp fyrir jól. Hið sanna hátíðarskap hellist þó alltaf yfir Þórdísi á Þorláksmessu þegar faðir hennar dregur hana í búðir til þess að finna jólagjöf handa móður hennar. Þórdís er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól