Hollt og gott sætmeti - Hráfæðiskökur Siggu Eyrúnar 5. desember 2012 13:00 Sigga Eyrún býður upp á hollar og gómsætar hráfæðiskökur. Söng- og leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir býður uppskrift að hollum og gómsætum hráfæðiskökum, skreyttum með möndlum og hnetum. "Ég fékk innblástur af þessum kökum á hráfæðisnámskeiði sem ég var á með mömmu minni í Ljósinu fyrir tveimur árum," segir Sigríður.Hráefni 1 dl döðlur1/2 dl kókosflögur1/2 dl hnetumix (valhnetur, möndlur, pecanhnetur, trönuber, pistasíur)2 msk. kókosolía (brædd í stofuhita)2 tsk. vanilluduftKókosrjómi (eftir þörfum, til að bleyta)1-2 msk. (eftir því hvað þið viljið hafa þetta sætt) carob-duft (má líka nota kakóduft) AðferðLátið döðlurnar liggja í bleyti í 1-2 klukkutíma, þá verða þær mýkri. Látið kókosmjólkina standa í ísskáp 2-3 tíma og takið svo rjómann sem flýtur ofan á.Hakkið döðlurnar í matvinnsluvél og setjið í skál. Hakkið því næst hnetumixið og kókosflögurnar og blandið saman við döðlurnar og bætið carob- duftinu við.Hellið kókosolíunni og kókosrjómanum út í þar til allt er orðið að klessudeigi sem auðvelt er að móta kúlur úr.Setjið í frysti í smástund, deigið verður meðfærilegra þannig. Takið út og rúllið í litlar kúlur og setjið í lítil muffins-form, skreytið með því að setja hnetur og möndlur ofan á, eða eftir smekk.Deiginu er rúllað í litlar kúlur og sett í lítil muffins-form. Síðan er það skreytt með því t.d. að setja hnetur og möndlur ofan á.Sigríður Eyrún fékk innblástur af þessum kökum á hráfæðisnámskeiði sem hún var á með mömmu sinni. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Svona skreyti ég tréð í ár Jól Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Grýlukvæði Eggerts Ólafssonar Jól Jólainnkaup í Dublin Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Matur vinsælasta jólagjöfin Jól
Söng- og leikkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir býður uppskrift að hollum og gómsætum hráfæðiskökum, skreyttum með möndlum og hnetum. "Ég fékk innblástur af þessum kökum á hráfæðisnámskeiði sem ég var á með mömmu minni í Ljósinu fyrir tveimur árum," segir Sigríður.Hráefni 1 dl döðlur1/2 dl kókosflögur1/2 dl hnetumix (valhnetur, möndlur, pecanhnetur, trönuber, pistasíur)2 msk. kókosolía (brædd í stofuhita)2 tsk. vanilluduftKókosrjómi (eftir þörfum, til að bleyta)1-2 msk. (eftir því hvað þið viljið hafa þetta sætt) carob-duft (má líka nota kakóduft) AðferðLátið döðlurnar liggja í bleyti í 1-2 klukkutíma, þá verða þær mýkri. Látið kókosmjólkina standa í ísskáp 2-3 tíma og takið svo rjómann sem flýtur ofan á.Hakkið döðlurnar í matvinnsluvél og setjið í skál. Hakkið því næst hnetumixið og kókosflögurnar og blandið saman við döðlurnar og bætið carob- duftinu við.Hellið kókosolíunni og kókosrjómanum út í þar til allt er orðið að klessudeigi sem auðvelt er að móta kúlur úr.Setjið í frysti í smástund, deigið verður meðfærilegra þannig. Takið út og rúllið í litlar kúlur og setjið í lítil muffins-form, skreytið með því að setja hnetur og möndlur ofan á, eða eftir smekk.Deiginu er rúllað í litlar kúlur og sett í lítil muffins-form. Síðan er það skreytt með því t.d. að setja hnetur og möndlur ofan á.Sigríður Eyrún fékk innblástur af þessum kökum á hráfæðisnámskeiði sem hún var á með mömmu sinni.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Svona skreyti ég tréð í ár Jól Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól Grýlukvæði Eggerts Ólafssonar Jól Jólainnkaup í Dublin Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Matur vinsælasta jólagjöfin Jól